Feykir


Feykir - 28.01.2016, Blaðsíða 3

Feykir - 28.01.2016, Blaðsíða 3
04/2016 3 Harður árekstur á Sauðárkróki Nokkuð um umferðaóhöpp undanfarna vikuna Tveir bílar skullu harkalega saman á Aðalgötu á Sauðárkróki um tvöleytið á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki slasaðist ökumaður annars bílsins lítillega og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Slysið atvikaðist þannig að bifreið, sem var á leið út af bílastæði hjá Trésmíðaverk- stæðinu Ýr, ók í veg fyrir bíl sem keyrði norður Aðalgötuna. Bíl- arnir skemmdust talsvert og er annar þeirra talinn ónýtur. Hinum var ekið af vettvangi. Þá varð útafakstur við Brekku- kot í Óslandshlíð sl. föstudag þar sem bíllinn endaði ofan í skurði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaðurinn talinn með minni háttar meiðsl, hann var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Bíllinn var dreginn af vettvangi með kranabíl. Sama dag átti sér stað umferðaóhapp í Húnaþingi vestra þar sem bíl var ekið utan í vegrið við Brú í Hrútafirði. Engin slys urðu á fólki og var bíllinn fjarlægður af eiganda. /BÞ Er styrkur í þér? Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs og atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á árinu 2016 verður ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með 15. febrúar nk. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið umsoknir@ssnv.is en umsóknargögn og nánari upplýsingar má finna á ssnv.is Þau verkefni hafa forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: a) Verkefni sem falla að markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2015-2019. b) Verkefni sem stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og aukinni fagmennsku í menningarstarfi og menningar- tengdri ferðaþjónustu. c) Verkefni sem efla samstarf á sviði menningar og atvinnulífs og fjölga atvinnutækifærum á Norðurlandi vestra. d) Verkefni sem stuðla að nýsköpun og atvinnuþróun og nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnu- sköpunar á Norðurlandi vestra. e) Verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur og ungt fólk á svæðinu. Nánari upplýsingar og aðstoð veita... Ingibergur Guðmundsson símar 452 2901 / 892 3080, netfang: ingibergur@ssnv.is Sólveig Olga Sigurðardóttir símar 455 6119 / 857 0251, netfang: solveig@ssnv.is Vinnustofur / viðtalstímar Atvinnuráðgjafar SSNV verða með vinnustofur/ viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um aðra styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi. Við hvetjum umsækjendur og aðra þá sem áhuga hafa eindregið til að nýta sér þessa þjónustu. ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR > HVAMMSTANGI Kl. 15–18 Skrifstofa SSNV, Höfðabraut 6 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR > BLÖNDUÓS Kl. 15–18 Fundarsalur Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR > SKAGASTRÖND Kl. 15–18 Skrifstofa SSNV, Einbúastíg 2 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR > SAUÐÁRKRÓKUR Kl. 13–18 Kaffi Krókur MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR > VARMAHLÍÐ Kl. 15–18 Hótel Varmahlíð FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR > HOFSÓS Kl. 15–18 Frændgarður ný pr en t e hf . / 0 12 01 6 www.skagafjordur.is Álagningu fasteignagjalda 2016 er lokið Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðuna island.is undir flipanum "Mínar síður". Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óskuðu. Greiðsluseðlar vegna fasteignagjaldanna birtast í öllum heimabönkum og sendir þeim sem óskað hafa eftir að fá þá heimsenda. Við álagningu nú í janúar er reiknaður afsláttur á fasteignaskatt til bráðabirgða hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum og miðað er við tekjur ársins 2014. Þegar álagningu 2016 vegna tekna ársins 2015 liggur fyrir í ágúst nk. verður afslátturinn endanlega reiknaður og getur það leitt til inneignar eða skuldar eftir því sem við á. Allar breytingar verða þá kynntar bréflega hverjum og einum. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Nánari upplýsingar um álagninguna og innheimtu eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins, í síma 455 6000 eða í innheimta@skagafjordur.is Vélavörður / Vélstjóri Dögun ehf. leitar að vélaverði á nýtt skip félagsins. Leitað er að aðila með réttindi (750 kw) sem jafnframt getur leyst af yfirvélstjóra. Reynsla af togveiðum, helst á rækju, æskileg. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: oskar@dogun.is og/eða gissurb@simnet.is. Nánari upplýsingar veita Gissur Baldursson í síma 690-1652 eða Óskar Garðarsson í síma 892-1586. Dögun ehf. var stofnað árið 1983. Fyrirtækið stundar rækjuvinnslu og útgerð og er með aðsetur á Sauðárkróki. Ódýrust í Skagafirði Verðkönnun á skóladagvistun með hressingu og hádegismat Skv. verðlagseftirliti ASÍ er skóladagvistun, með hressingu og hádegismat, ódýrust hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en það er 56% ódýrara en hjá Garðabæ, sem er með dýrustu skóladag- vistunina. Greint er frá þessu á vef ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og hádegismat, fyrir yngstu nem- endur grunnskólanna, hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Þrettán sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað gjaldskrána fyrir há- degismat milli ára. Tekið er mið af mánaðaráskrift í saman- burðinum. Þar var mesta hækk- unin 9% hjá Garðabæ og Sveitar- félaginu Skagafirði. Gjaldið hækkar úr 428 kr. í 465 kr. hjá Garðabæ og úr 359 kr. í 391 kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þegar skoðaður er saman- lagður kostnaður fyrir skóla- dagvistun, með hressingu og hádegismat, er Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta verðið fyrir þessa þjónustu á 22.953 kr./ mán. en hæsta verðið er hjá Garðabæ 35.745 kr./mán. en það er 12.792 kr. verðmunur á mán- uði eða 56%. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.