Feykir - 28.01.2016, Blaðsíða 11
04/2016 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti gleymt sér við
að hugsa um bolludaginn.
Spakmæli vikunnar
Hryggasti trúðurinn er sá sem brosir alltaf.
- George Seldes
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is
Vissirðu að...
ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT
... í meðal manneskju eru um 97 þúsund kílómetrar af æðum?
... hitastigið í miðju sólarinnar er talið vera 15 milljón gráður?
... demantar eru harðasta efni sem við þekkjum?
... grasker er í raun ávöxtur?
... úrslitaleikurinn á HM í knattspyrnu 2022 fer fram í borginni Lusail í
Quatar en borgin er ekki til sem stendur?
Hahahahaha ... hehe ...
„Ertu ánægður með nýja hundinn þinn?“
„Já mjög, hann sækir til dæmis alltaf Moggann fyrir mig.“
„En eru ekki margir hundar sem gera það?“
„Jú jú, en ég er ekki áskrifandi...“
Krossgáta
komin með loka niðurstöðu
í því máli)
2 bananar (vel stappaðir)
1 tsk salt
½ tsk matarsódi
5 dl hveiti
Aðferð: Þeyta egg og sykur vel
saman, mauka bananana og
hræra saman við. Blanda þurr-
efnunum í skál og hræra hveiti-
blöndunni varlega saman við
hitt. Sett í form sem rúmar 1½
líter. (smurt eða klætt að innan
með bökunarpappír). Bakað í 45
mín. við 200°C.
MEÐLÆTI
Ostasalat
Ostasalatið er í raun uppáhalds
ostasalat hvers og eins en sýrðum
rjóma og majonesi er skipt út
fyrir kotasælu.
Í eina stóra dós af kotasælu set ég
yfirleitt:
1 Mexíkóost
1 piparost
1 ½ - 2 rauðar paprikur
svolítið af fínt skornum rauðlauk
vel af púrrulauk
og nóg af niðurskornum
vínberjum
Aðferð: Þessu er öllu hrært
saman og best að láta standa í
kæli í nokkra klukkutíma áður
en á að bera það fram.
Þetta eru uppskriftir sem allir
ættu að ráða við og nýtast
vonandi einhverjum.
Við skorum á nýju stór-
bændurna á Tannstaðarbakka í
Hrútafirði, Guðrúnu Eik Skúla-
dóttur og Óskar Má Jónsson.
Verði ykkur að góðu!
Kjúllaréttur,
bananabrauð og
ostasalat sem slær í gegn
AÐALRÉTTUR
Kjúllaréttur
Kjúklingabringur (nota oft
kjúklingalundir í staðinn)
50 g smjör/smjörlíki
2 dl BBQ sósa
1 dl soya sósa
1 dl apríkósumarmelaði
100 g púðursykur
Aðferð: Allt nema kjúllinn hitað
saman í potti. Kjúllinn steiktur á
pönnu og settur í eldfast mót.
Sósunni úr pottinum hellt yfir
kjúllann í mótinu. Sett í 150°C
heitan ofn í 20 mín. í það
minnsta, þarf lengri tíma ef
bringurnar eru mjög þykkar.
Langbest að bera fram með
hrísgrjónum og góðu salati.
MEÐLÆTI
Bananabrauð
1 egg
3 dl sykur (hef verið að prófa mig
áfram með að minnka magnið
af sykrinum og auka við
bananana í staðinn, en er ekki
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN berglind@feykir.is
„Það er ekki hægt að segja að
við séum mikið fyrir flóknar
uppskriftir eða tímafrekar, við
notum yfirleitt bara netið og „googlum“ það sem okkur langar
að elda og finnum hentugustu (eða auðveldustu) uppskriftina
og förum eftir henni,“ segja matgæðingarnir Rannveig
Aðalbjörg Hjartardóttir og Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-
Ásgeirsá í Víðidal.
„Elsta mataruppskrift í handskrifuðu matreiðslubókinni hér er
af kjúklingarétti sem klikkar seint en hann eldum við þegar okkur
langar að gera vel við okkur í öðru en lambakjöti. Við skellum líka
með uppskrift af ostasalati með kotasælu sem slær í gegn við hin
ýmsu tækifæri og uppskrift af bananabrauði sem fæstir geta
staðist.“
Rannveig og Magnús matreiða
Rannveig og Magnús. MYND: ÚR EINKASAFNI
Feykir spyr...
Fylgist þú
með Ófærð
á RÚV?
Spurt á Facebook
UMSJÓN siggag@nyprent.is
„Já, ég fylgist ofurspennt með
og ég sem er ekki
mikil sjónvarpskona.“
Valborg Jónína Hjálmarsdóttir
„Já, horfi alveg á þá.
Fínir þættir.“
Svanhvít Gróa Guðnadóttir
„Nei, ég fylgist
ekki með “
Súsanna Margrét Valgarðsdóttir
„Já, ég fylgist með, enn eitt
meistaraverkið hjá Baltasar“
Ragnar Heiðar Ólafsson
„Ég fylgist alltaf með en blóta
alltaf yfir því hve ótrúverðug
mörg atriðin eru.“
Stefán Arnar Ómarsson