Feykir


Feykir - 13.04.2016, Qupperneq 3

Feykir - 13.04.2016, Qupperneq 3
14/2016 3 Stólarnir úr leik! Haukar höfðu betur í undanúrslitunum Tindastóll er úr leik í úrslitakeppni Dominos- deildarinnar í körfubolta eftir harða og æsi- spennandi rimmu gegn Haukum úr Hafnarfirði. Haukar unnu þrjá leiki en lið Tindastóls einn. Haukar unnu fyrsta leikinn eins og sagt var frá í síðasta Feyki en Tindastólsmenn jöfnuðu einvígið með eins stigs sigri fyrir um viku. Pétur Birgisson innsiglaði sigur Stólanna með gegnumbrotskörfu sjö sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 69-68. Haukar unnu síðan þriðja leik liðanna í Hafnarfirði nú á laugardaginn. Þeir náðu góðu forskoti fyrir hlé en Tindastólsmenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik, jöfnuðu leikinn og voru sex stigum yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Heimamenn reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og sigruðu, 89-81. Fyrir leikinn hafði Anthony Gurley sagt skilið við Stólana og lið Tindastóls ekki jafn sterkt og stefnt var að í byrjun árs því Darrel Flake hefur ekkert spilað síðan í janúar vegna meiðsla. Fjórði leikur liðanna fór síðan fram í gærkvöldi í troðfullu Síkinu. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann. Haukar náðu 14 stiga forystu í byrjun síðari hálfleiks þar sem Stólarnir voru ekki með á nótunum. Þeir þjöppuðu sér saman, stigu upp í vörninni og klóruðu sig af harðfylgi aftur inn í leikinn. Í fjórða leikhluta var spennustigið gríðar- legt og skorið í algjöru lágmarki. Stólarnir komust yfir en síðan gekk þeim illa að auka forskotið og Kári Jónsson kom Haukum yfir með vítum þegar 23 sekúndur voru eftir. Síðustu sókn Stólanna lauk með 3ja stig körfu frá Helga Margeirs – en bara sekúndubroti of seint! Lokatölur 68-70. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir vinaleysi barna og unglinga í Skagafirði? - Raddir ungmenna okkar - Vinaverkefnið í Skagafirði stóð fyrir nemendafundi í Húsi frítímans þann 31. mars sl. Á fundinum voru nem- endaráð allra grunnskólanna í Skagafirði samankomin, ásamt nemendaráði FNV. Megin markmið fundarins var að vinna með eina lykilspurn- ingu: Hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir vinaleysi barna og unglinga í Skagafirði? Unnið var í hópum þar sem allir hóparnir tóku afstöðu til þess hvað þau geta gert sem ein- staklingar, hvað Vinaverkefnið getur gert, hvað skólinn getur gert og hvað foreldrar geta gert. Eftirfarandi niðurstöður komu fram og vill Vinaverkefnið þakka nemendaráðunum fyrir frábæran fund. Margar góðar hugmyndir komu fram er snúa að því hvað hver og einn getur gert til að koma í veg fyrir vinaleysi: AÐSENT VINAVERKEFNIÐ • Að vera góður við aðra og skilja ekki eftir útundan. • Vera opin fyrir því að eignast nýja vini. • Láta vita af krökkum sem eru vinalaus eða lögð í einelti. • Koma vel fram við aðra. • Bera virðingu fyrir hverjum og einum eins og þeir eru. • Reyna fá flesta til að vera með og taka þátt. Skemmtilegar hugmyndir komu fram varðandi hvað for- eldrar geta gert til að koma í veg fyrir vinaleysi barna og ungl- inga: • Geta fylgst með vináttu barna sinna. • Tengst fjölskyldum sem eru með krökkum á svipuðum aldri. • Hvatt krakka til að taka þátt í félagslífi og félagsstarfi. • Fylgst vel með félagsskap barna sinna. • Haft gott samband við aðra foreldra. • Rætt við börnin um einelti og líðan þeirra. • Virkjað börn sín til að vera meðvituð um einelti. Skólinn getur líka gert ýmislegt: • Aukið samveru milli bekkja í öðrum skólum. • Farið oftar í hópeflisleiki. • Aukið samvinnu milli kennara skólanna. • Fylgst vel með nemendum. • Haft trúnaðarmenn í skólunum sem eru óháðir kennurum t.d. húsvörður eða skólaliði. • Eflt hópavinnu og hópefli. • Tengt árganga saman t.d. á þemadögum. • Kennarar og starfsfólk þurfa að vera duglegri að spyrja nem- endur hvernig þeir hafa það. Góðar athugasemdir komu fram sem snúa að því hvað Vinaverkefnið gætur gert og var áberandi hversu oft kom upp að efla samskipti og samvinnu milli allra skólanna m.a. með skipulögðum heimsóknum þvert á skólana og tengja skólastigin betur saman. Eitt af verkefnum nemenda- fundarins var sömuleiðis að fara yfir Vinadaginn sem haldinn er að hausti á Sauðárkróki þar sem allir grunnskólarnir í firðinum ásamt FNV og skólahópum leikskólanna hittast og eiga saman góðar stundir. Mjög áhugaverðar hugmyndir komu fram varðandi Vinadaginn sem Vinateymið mun taka til athugunar fyrir næsta haust. Helst má þar nefna að stytta tímann í salnum, auka tímann sem árgangar hittast og hafa fleiri hópeflisleiki. Við sem stóðum fyrir nem- endafundinum erum afar ánægð með þessa flottu nem- endur og þær góðu hugmyndir sem þau komu fram með. Næsta skref er síðan að vinna með niðurstöðurnar úti í skól- unum og fá krakkana til liðs við okkur þannig að ekkert barn né unglingur verði vinalaust í Skagafirði. Fyrir hönd Vinaverkefnisins: Guðný Guðmundsdóttir Helga Harðardóttir Jóhanna Traustadóttir Margrét Arnardóttir Margrét Helga Hallsdóttir Ragnheiður Rúnarsdóttir Sara Gísladóttir Selma Barðdal Þorvaldur Gröndal Fjör í Húsi frítmans. MYND: KSE Þórarinn sigrar annað árið í röð KS-Deildin 2016 Sigurvegari KS Deildarinnar 2016 er Þórarinn Eymundsson. Í öðru sæti varð Mette Mannseth og Ísólfur Líndal í því þriðja. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina 2016, eftir frábæra frammistöðu í vetur, eins og segir á fésbókarsíðu deildarinnar. Lið Hrímnis er skipað þeim Helgu Unu Björnsdóttur, Líney Maríu Hjálmarsdóttur, Þórarni Eymundsyni og Valdimar Berg- stað. Sem fyrr segir sigraði Þórarinn Eymundsson einstakl- ingskeppnina, í öðru sæti varð Mette Mannseth og Ísólfur Líndal í því þriðja. Á lokakvöldi keppninnar, sem haldin var í Reiðhöllinni Svaðastöðum þann 6. apríl sl., sigruðu Gústaf Ásgeir Hinriks- son og Skorri frá Skriðulandi í T2 með einkunnina 8,04. Í skeiði sigruðu Ísólfur Líndal og Korði frá Kanastöðum á frá- bærum tíma, 4,96. /KSE Þórarinn Eymundsson, Metta Mannseth og Ísólfur Líndal Þórisson skipuðu þrjú efstu sætin í einstaklingskeppni KS-Deildarinnar. MYND: KS-DEILDIN Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Skotfélagið Markviss Skotfélaginu Markviss í Austur-Húnavatns- sýslu var sl. fimmtudag veitt viðurkenning sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Afhendingin fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Fyrir afhendinguna var boðið upp á sýningu á keppnisbúnaði félagsmanna, verðl- aunagripum og fleiru sem tengist starfi félagsins. Þá gátu gestir og gangandi fræðst um starfsemi félagsins og hvað er á döfinni á næstu árum. Fulltrúi ÍSÍ, Viðar Sigurjónsson, afhenti svo Snjólaugu Maríu Jónsdóttur formanni félagsins viðurkenninguna, en félagið er fyrsta aðildar- félag USAH sem hlýtur þessa viðurkenningu. Fyrirmyndarfélag er gæðaverkefni íþrótta- hreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ, miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild. /KSE MYND: RÓBERT DANÍEL

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.