Feykir


Feykir - 08.06.2016, Síða 3

Feykir - 08.06.2016, Síða 3
22/2016 3 „Sannfærð um að fiskprótín er prótín framtíðarinnar“ Amínó fæðubótarefni Iceprotein og Protis fá góðar undirtektir Iceprotein og Protis á Sauðárkróki settu nýlega á markað vörulínu byggða á áralöngum rannsóknum á heilsubætandi áhrifum fiskpróteina. Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein segir viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum. Hún sagði Feyki nánar frá því hvernig Amínó fæðu- bótarefnin hafa mælst fyrir og jafnframt frá stofnun fyrirtæk- isins Protis, sem stofnað var utan um vörulínuna. „Eftir að Iceprotein náði að þróa framleiðsluferil á hreinu þurrkuðu fiskiprótíni, sem hægt var að hylkja, þá var ákveðið að stofna fyrirtæki í kringum vinnslu og sölu á prótíninu og í framhaldinu framleiðslu á vörulínunni Amínó sem inni- heldur fiskprótínið sem Ice- protein þróaði,“ segir Hólmfríð- ur um tilurð Protis sem stofnað var í október 2015. Hún segir að í raun hafi markmið fyrir- tækisins verið að hagnýta þá miklu þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp í kringum rannsóknir á fiskprótíni m.a. hjá Iceprotein í þágu bættrar lýðheilsu og betri nýtingar á íslenskum fiskistofnum. Ice- protein muni því halda áfram að vera rannsóknar- og þróun- arfyrirtæki og leggja áherslu á að rannsaka fiskprótínið og áhrif þess á heilsu fólks, en fyrirtækið Protis mun sinna framleiðslu fæðubótarefnanna og öðru því sem við kemur vörulínu Amínó. Bæði fyrir- tækin eru staðsett í Verinu Vísindagörðum á Sauðárkróki og samnýta að ýmsu leyti starfsfólk. „Við erum sjö að vinna hjá Iceprotein og Protis í fimm stöðugildum. Við erum aðallega fjögur að vinna í Protis en við sinnum einnig störfum fyrir Iceprotein. Í sumar erum við með þrjá sumarstarfsmenn sem öll tengjast á einn eða annan hátt Skagafirði og eru í háskólanámi á sviði lífvísinda,“ segir hún. Vegna stóraukinna fyrir- spurna varðandi fyrirtækið og fæðubótarefnin innanlands og utan, hefur Protis sett í loftið nýja heimasíðu og er Iceprotein jafnframt með síðu innan Protis heimasíðunnar. Amínó setti þrjár gerðir fæðu-bótarefna á markað þann 1. febrúar síðastliðinn; Amínó Liði, Amínó Létt og Amínó 100% hreint fiskprótein. Fæðu- bótarefnin hafa fengið ákaflega jákvæðar undirtektir. „Við höfum verið að fá tölu- vert af reynslusögum. Varðandi Amínó Liði sem inniheldur efni sem bæta heilbrigði liða þá er fólk búið að hafa samband við okkur og segja frá minni þrota og minni verkjum í liðum. Fólk sem er að huga að líkams- þyngdinni og hefur verið að kaupa Amínó Létt sem inni- heldur efni sem hafa áhrif á mettunarferli og sykurlöngun hefur verið mjög ánægt með þá vöru og segist finna töluverðan mun á því að það sé að borða minna á milli mála og að það verði fyrr satt og borði þar að leiðandi minna. Amínó 100% er hreint fiskprótín en prótín er öllum lífsnauðsynlegt.“ Hólm- fríður segir vitneskju um mikilvægi á neyslu prótíns hafa aukist mikið hjá fólki. „Fólk hefur verið að láta okkur vita af ánægju sinni með fiskprótínið, þá sérstaklega vegna þess að það virðist auka úthald yfir daginn og einnig virðist það hjálpa fólki að jafna sig eftir æfingar,“ segir hún. Berst fljótt inn í blóðið og nýtist því líkamanum vel Þegar Hólmfríður er spurð hver sé söluhæsta varan segir hún Amínó Liði hafa verið að seljast best. „Skýrist það hugsanlega af því að sú vara inniheldur virk efni sem nú þegar eru þekkt á meðal fólks sem þjáist af liðasjúkdómum eins og koll- agen, chondroitin sulphate, vítamín C og vítamín D.“ Varðandi Amínó Létt þá segir hún fæðubótarefnið innihalda minna þekkt efni og því þurfi að huga að meiri fræðslu í markaðssetningunni. „Það eru töluverðar rannsóknir til um jákvæð áhrif fiskprótína á lykilhormón í mettunarferli líkamans og erum við m.a. með dýratilraun í gangi þar sem verið er að skoða áhrif prótínsins okkar á þessa ferla. Síðan erum við með náttúru- legar trefjar í Amínó Létt vörunni þar sem jákvæð áhrif á mettun hafa verið staðfest í klínískum rannsóknum. Króm- pikólínat er einnig í Amínó Létt en það er þekkt fyrir að draga úr sykurþörf. Amínó 100% er hreint fiskprótín og þarf að skapa sér sess á markaði þar sem mysuprótín er alls ráðandi. Fiskprótínið hefur það fram yfir mysuprótín að það inniheldur meira magn af mikilvægum amínósýrum á borð við arginín. Fiskprótínið í Amínó vöru- línunni er meðhöndlað á ákveðinn hátt þannig að það er mjög auðmeltanlegt og berst fljótt inn í blóðið og nýtist því líkamanum vel og er það líklega ástæðan fyrir því að fólki finnst það jafna sig fyrr eftir líkamlega áreynslu. Ég er sannfærð um að fiskprótín er prótín fram- tíðarinnar, fólk er alltaf að hugsa meira og meira út í hreinleika og uppruna fæðunnar og þorskurinn sem við erum að vinna prótínið úr er 100% náttúrulegur,“ segir Hólmfríður. Loks spyr blaðamaður hvort vænta megi að fleiri fæðu- bótarefni bætist í flóruna á næstunni: „Já, við búumst fastlega við að koma með nýja vöru á markað í haust.“ Amínó er selt í verslunum um allt land, matvörubúðum, apótekum og heilsuvöruversl- unum, og eru sífellt fleiri sölu- staðir að bætast við og er fyrsta sendingin á leið til Noregs í þessari viku. Í Skagafirði fæst hún í Skagfirðingabúð, Hlíðar- kaup og KS Varmahlíð og jafnframt í Lyfju á Sauðárkróki, Blönduósi,, Hvammstanga og Skagaströnd. UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.