Feykir


Feykir - 08.06.2016, Blaðsíða 9

Feykir - 08.06.2016, Blaðsíða 9
22/2016 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Margir muna eflaust eftir því góða framtaki þeirra Baggalútsmanna að gera hinu snjalla Vestur-íslenska skáldi Káinn góð skil með því að semja lög við nokkur ljóða hans og gefa út til spilunar. Meðal þeirra var ljóðið Sólskinið í Dakoda sem var ellefu vísur. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti í Biskupstungum, hreifst af þessum vísum og datt í hug að gera ellefu vísur í svipuðum dúr. Skammdegið er sora svart en síst er hugur þungur. Þegar sólar skæra skart skín um Biskupstungur. Stundum hátíð halda má og hittast eins og núna. Þá er fögur sjón að sjá sólina skína á frúna. Vindar leiðir landi frá leggja bönd á fossinn. Þá er fögur sjón að sjá sólina skína á hrossin. Vorið kveikir von á brá og vekur engja lífið. Þá er fögur sjón að sjá sólina skína á þýfið. Sauðir kroppa blómin blá og birkiskógarlundinn. Þá er fögur sjón að sjá sólina skína á hundinn. Sumardaginn margan má moka fjárhúskrærnar. Þá er heldur sjón að sjá sólina skína á ærnar. Rakki gjammar, rollur þá renna á flutningspallinn. Þá er fögur sjón að sjá sólina skína á kallinn. Granna er holt að heils´upp á og hrista tóbaksklútinn. Þá er fjögur sjón að sjá sólina skína á hrútinn. Oft á Kili kveðast á kátu smalaköllin. Þá er fjögur sjón að sjá sólina skína á fjöllin. Smalamann í miðri á mæðir grautarvömbin. Þá er fögur sjón að sjá sólina skína á lömbin. Með glas í hönd er gölt af stað og gleymt er drottins nafnið. Þá er heldur huggun að hafa birtu á safnið. Gaman að rifja næst upp ágæta vorvísu eftir hinn snjalla hringhendusmið Ágúst Guð- brandsson. Strýkur vanga austan átt eftir langan vetur. Dals í fangi blómið brátt boðið angan getur. Önnur hringhent vorvísa kemur hér eftir Ágúst. Vísnaþáttur 666 Gef mér stund við blóma barmbirkilund og söngva.Sem það að blunda í þínum arm þrái ég fundi öngva. Eins og margir vita er Bjarki Karlsson einn af snjallari limrusmiðum þessa lands. Þessar munu vera eftir hann. Þegar Gaukur frá Gnúpverjahreppi fór að gelta eins og vitstola seppi. Þau ráð aldrei sviku að ró´ann í viku í bólstruðum klefa á Kleppi. Og Halldór frá Hrunamanna hreppi var alltaf að kanna, hvort ekkjufrú Anna (hin eina og sanna) myndi ekki dyngjuna manna. Hann Þórður í Þingvallasveit í þjóðgarðinn sendi á beit Guðríði sína græðlinga að tína (en Guðríður þessi er geit). Það er Elín Jónsdóttir frá Árnesi í Tungusveit sem er höfundur að þessari vorvísu. Vorsins allir vænta menn vonir falla saman. Bregðast valla-yngist enn ísafjalla daman. Önnur hringhenda kemur hér eftir Elínu. Ástin mærust lífgar ljós lífið hlær við augum. Þegar grær hin rauða rós reifuð skærum baugum. Gaman að rifja næst upp fallega vorvísu eftir Kristinn Bjarnason frá Ási í Vatnsdal. Töfrum blandast birtu, mögn breytist landsins háttur. Líkt og standi á langri þögn lífsins andardráttur. Árdags gestir koma á kreik kvak á flestra tungu. Vorsins besta ljóðaleik lóa og þrestir sungu. Fallegar hringhendur þar á ferð og gaman að bæta einni við. Verum smáum, vakti sól vaxtarþrá í taugum. Fjólan lág, er ljósið ól leit upp bláum augum. Gott að enda með þessum magnaða sann- leika, höfundur Hjörtur Gíslason. Alla mína ævi hef ég óskað þess að verða ríkur, En úr þessu eftir gef ég öðrum mínar gullnu flíkur. Þeim sem trúa á auðinn, ann ég allra gæða, er vonin spáði. En í minni örbyrgð fann ég öryggið, sem hjartað þráði. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Sú heiðurskona Kristbjörg Kemp hringdi í mig um daginn og spurði hvort ég vildi ekki taka við ákorendapennanum í Feyki. Ég hélt nú það og síðustu vikuna ef ég verið að hugsa um hvað ég ætti að skrifa. Ég ákvað svo að skrifa um það sem mér finnst skipta máli í samfélagi eins og okkar hér í Skagafirði þ.e. menning barna og unglinga. Menning er stórt orð með mikla merkingu. Ég ætla því að skrifa um einn lið menningar en það eru listir og þá listkennsla og listþátttaka barna. Hér í okkar samfélagi finnst mér nefnilega vanta mikið upp á listkennslu barna, bæði vantar kennara og svo er þátttaka okkar foreldra ekki nægilega góð með börnum okkar. Nefna má að skorið hefur verið niður í tveimur grunnskólum héraðsins í listgreinum m.a. vegna kennaraskorts. Ef leggja hefði átt niður stærðfræði eða íslensku með sama hætti held ég að við foreldrar hefðum sagt eitthvað við því. En þetta er líka kannski spurningin hvernig við viljum sjá listkennslu og þátttöku barna okkar í listviðburðum. Hingað í Skagafjörð koma oft skemmtilegar leiksýningar og eða tónleikar og eru þessir viðburðir mjög oft sýndir í skólunum á skólatíma. Sumir leikskólanna bjóða foreldrum að taka þátt með börnum sínum en yfirleitt upplifa börnin þessa listgrein án foreldra. Er það það sem við viljum? Ég sem foreldri vil gjarnan taka meira þátt í listviðburðum með börnunum mínum. Ég er hinsvegar þakklát þeim skólum sem taka á móti viðburðum sem þessum og brjóta upp skólastarfið á þennan hátt þó svo ég vildi gjarnan vera með. Við foreldrar verðum nefnilega líka að vera dugleg að gera hluti með börnunum okkar. Ég fer oft á tónleika hér í Skagafirði og ég sakna þess að sjá ekki fleiri unglinga á þessum tónleikum með foreldrum sínum. Það er okkar að þjálfa upp (ef hægt er að segja svo) nýja áhorfendur, þátttakendur í listviðburðum. Þeim þarf ekki alltaf að finnast alveg rosalegt stuð eða brjálæðislega gaman en oft á tíðum kynnast þau einhverju nýju og áhugaverðu sem þau vilja svo skoða betur seinna meir. Ég tek sem dæmi að ég fór á flotta tónleika um daginn í íþróttahúsinu á Króknum, flottir söngvarar, flott hljómsveit, ljós og fleira. Þetta var auglýst sem barna- og unglingatónleikar og ódýrt inn. Hinsvegar spurði ég sjálfa mig...hvar er allt unga fólkið okkar? Sárafáir á tónleikunum og stærsti hluti barnanna 6 ára og yngri fannst mér. Þetta hefði verið tilvalið tækifæri til að fara og njóta með börnunum okkar! Einnig hef ég tekið eftir því að um leið og börn og foreldrar eiga að tjá sig saman í listgrein, t.d. dansi, þá kemur fólk ekki. Ekki er það vegna þess að börnin vilji ekki dansa heldur af því að fullorðna fólkið er hrætt við að gera sig að fíflum. En er ekki stundum allt í lagi að fara út fyrir þægindarammann, það gæti meira að segja verið svolítið gaman! Mig langar því í lokin að hvetja ykkur foreldrar að fara á menningarviðburði ýmisskonar með börnunum og unglingunum ykkar og njóta samverunnar með þeim! - - - - - - Ég skora á þá flottu konu Önnu Maríu Oddsdóttur að taka við pennanum. Kristín Halla Bergsdóttir á Grænumýri í Blönduhlíð skrifar Barnamenning ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.