Feykir


Feykir - 12.05.2010, Síða 2

Feykir - 12.05.2010, Síða 2
Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 284 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum 2 Feykir 18/2010 Leiðari Förum að ganga í takt Ég verð að játa að ekki leið mér neitt betur eftir að Hreiðar og Magnús fóru í grjótið. Ekki það að ég sé ekki þeirrar skoðunar að þeir eigi ekki að vera þar hafi þeir brotið af sér heldur kannski vegna þess að vera þeirra þar leysir á engan hátt minn vanda. Sem snýr að því að minn gamli banki Íslandsbanki á Ísafirði er búinn að ákveða að mitt nafn sé svo gott að þau sem vilja yfirtaka íbúðina mína þar fá ekki til þess leyfi. Þau standast jú greiðslumat en forsagan er ekki flekklaus og þar af leiðandi er betra að láta mig dingla í snörunni. Ég hef jú alltaf staðið í skilum. Mikið vildi ég óska þess að stjórnvöld myndu hætta að hugsa of mikið um fortíðina, hætta að setja löggjafir um gæluverkefni og fara að takast á við vanda heimilanna í landinu þannig að venjulegu fólki verði gert kleift að standa í skilum í samræmi við þau plön sem lagt var upp með. Ég held að þegar upp verður staðið komi það með að ganga lengra í átt að lausn kreppunnar en nokkrir hvítflibbar í fangelsi, það getur komið samhliða eða síðar. Lausnin er ekki heldur fólgin í því að skipta um ríkisstjórn og einhverjir aðrir komist að með sín gæluverkefni. Lausnin er fólgin í því að allir fari að ganga í takt og vinna saman í að finna leiðir til þess að sem flestir geti staðið í skilum og um leið átt þak yfir sitt höfuð. Ég auglýsi hér með eftir skjaldborginni sem okkur var lofað. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Skagaströnd Engar kosningar í vor Ljóst er að ekki þarf að kjósa til sveitarstjórnar á Skagaströnd þar sem einungis einn listi býður þar fram. Veittur var lögbundinn tveggja daga frestur til þess að annað framboð mætti koma fram en svo var ekki. Eru fulltrúar Skagastrand- arlistans því sjálfkjörnir aðal- og varamenn í sveit- arstjórn Skagastrandar næstu fjögur árin. Skagafjörður Lögregla leggur hald á töluvert af fíkniefnum Lögreglan á Sauðárkróki handtók á dögunum tvo aðila þegar þeir hugðust sækja pakka sem komið hafði með flugi til Sauðárkróks. Í pakkanum reyndust vera um 70 grömm af maríjúana sem í daglegu tali er kallað gras og er ein af afurðum Kannabis plöntunnar. Þessum 70 grömmum hafði verið pakkað í smærri pakkn- ingar og leikur grunur á að efnið hafi verið ætlað til sölu. Við húsleit sem framkvæmd var í framhaldi handtökunnar fund- ust áhöld til neyslu fíkniefna og einnig töluverðir fjármunir. Eftir skýrslutöku var aðilunum sleppt. Málið er enn í rannsókn og er það unnið í samvinnu við lög- regluna á Siglufirði. Lögreglan vill árétta að hægt er að koma nafnlausum upp- lýsingum til lögreglu í gegn um heimasíðu lögreglunnar á Sauðárkróki og í gegn um fíkni- efnasímann 800-5005. Jarðgerð gjaldþrota Lífrænn úrgangur til Akureyrar Umhverfisnefnd Skagafjarðar hefur ákveðið vegna tímabundinnar stöðu jarðgerðarinnar á Sauðárkróki að semja við Flokkun ehf á Akureyri um móttöku á lífrænum úrgangi. Jarðgerð efh. var í eigu Kjötafurðastöðvar KS, Fisk, Flokku og Sveitarfélagsins Skagafjarðar en fyrirtækið hefur nú verið tekið til gjald- þrotaskipta. Aðalskuldunautur Jarð- gerðar er Byggðastofnun en lán Jarðgerðar var í jenum og hafa skuldir fyrirtækisins þrefaldast á sama tíma og ekki hefur komið jafn mikið inn af hráefni og rektaráætlanir gerðu ráð fyrir. Skiptastjóri þrotabúsins er Stefán Ólafsson á Blönduósi. Fljót Íbúar gefa heitan pott Halldór G. Hálfdánarson hefur fyrir hönd íbúa í Fljótum óskað leyfis til að endurnýja heitan pott sem er í sundlauginni á Sólgörðum. Snúa hugmyndir heima- manna að því að skipta út núverandi potti og setja annan stærri eða tvo jafnstóra þeim gamla. Í bréfinu segir að sveitarfélagið muni ekki bera nokkurn kostnað af framkvæmdinni og fyrir liggi fjármagn, loforð um efni og vinnu vegna þessa. Á fundi byggðarráðs þakkaði ráðið frumkvæði íbúanna og samþykkti á ofangreindum forsendum að veita leyfi til að endurnýja núverandi pott með öðrum stærri, enda séu öll tilskilin leyfi til staðar. Gagnaver á Blönduósi Eldgos hræðir Greenstone-menn Greenstone ehf og sveitar- félög í Austur-Húnavatnssýslu hafa framlengt viljayfirlýsingu um byggingu gagnavers á Blönduósi en áður höfðu menn vonast til að endanleg ákvörðun um bygginguna yrði tekin í apríl. Greenstone vill bíða og sjá hver þróun eldgoss í Eyjafjallajölki verður sökum ótta við mögulegt öskufall frá gosinu. Viljayfirlýsingin hefur nú staðið í 18 mánuði og spurning hvað nú verði. Um mikla hagsmuni er að ræða fyrir allt Norðurland vestra enda um gríðarlega stóra framkvæmd að ræða. Kidka á Hvammstanga Mikil aukning á útflutningi Mikil aukning er á sölu prjónaðra voða til Rússlands frá Kidka á Hvammstanga en þar er rekin prjónastofa og túristaverslun. Gert er ráð fyrir 50 % söluaukningu milli ára. Kidka sem er fjölskyldu- fyrirtæki þeirra Kristins Karls- sonar og Irinu Kamp á Hvamms- tanga, hefur undanfarin ár framleitt og selt prjónaðar voðir til Rússlands. Í fyrra voru sendir út fjórir 20 feta gámar af framleiðslunni en í ár stefnir í að þeir verði alls sex, sem mun vera nálægt 18 tonnum. Alls starfa fimm manns á prjónastofunni sem skapar þó fleiri störf því að á Sveinsstöðum er rekin sauma- stofa þar sem saumaðar eru flíkur úr prjóninu. Kristinn segir að gengið sé mjög hagstætt núna fyrir útflutninginn og sýnir í raun hve vitlaust það hafi verið skráð þegar svokallað góðæri gekk yfir. –Það skiptir máli hvernig gengi krónunnar er og þarf að skoða það hverjir eru að búa til alvöru peninga, en ekki eitthvert papparusl, segir Kristinn. Við prjónastofuna er rekin túristaverslun þar sem ýmsar vörur er á boðstólnum og hefur fólk átt þess kost að ganga gegnum fyrirtækið og skoða framleiðsluferli vörunnar. Kristinn segir að verslunin hafi tvöfaldast undanfarin ár með fjölgun ferðamanna þá sér- staklega á síðasta ári og hann er bjartsýnn á komandi sumar. Hvammstangahöfn Gamall eikarbátur til sölu Húnaþing vestra býður til sölu mb. Sif HU-39, sem hefur skipaskrárnúmer 0711. Sif er 57 BRL eikarbátur smíðaður í Njarðvík árið 1956 er án haffærnisskírteinis og ekki sjófær. Áhugasamir hafi sam- band við Pétur Arnarsson, hafnarvörð, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 895-1995.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.