Feykir


Feykir - 12.05.2010, Side 10

Feykir - 12.05.2010, Side 10
10 Feykir 18/2010 FE YK IR 2 01 0 FE YK IR 2 01 0 Árskóli Nemendur í 10. bekk Árskóla hafa lokið púlinu þennan veturinn og við taka viðburðaríkir lokadagar að ógleymdu skólaferðalagi til Danmerkur. Nemendurnir kvöddu skólann með stæl sl. föstudag. Nemendur tóku daginn snemma og buðu foreldrum sínum til morgunkaffis í skólanum upp úr sjö um morguninn. Klukkan átta höfðu þau síðan tekið sér stöðu fyrir utan starfsmannainngang skólans þar sem rauður dregill hafði verið settur út fyrir kennarana er þeir mættu til kennslu. Sjálf röðuðu krakk- arnir sér síðan við dregilinn og fögnuðu kennurum sínum. Að móttöku lokinni héldu nemendurnir í kennslustof- urnar enda sá 10. bekkur um kennsluna þennan morguninn. Ýmsir leikir, þrautir og gaman var á stundarskránni og höfðu yngri nemendur gaman af uppátækjum þeirra sem eldri voru. Yngra stigið mætti í íþróttahúsið þar sem þau fengu kennslu. Feykir náði skemmtilegum myndum af skemmtilegum degi. Bless bless, sungu nemendurnir fyrir kennara sína um leið og þeir höfðu það á orði að nú væri leiknum lokið og alvaran tæki við. Feykir óskar nemendum 10. bekkjar nær og fjær velfarnaðar og minnir þau á að ganga hægt um gleðinnar dyr. Bless, bless skóli FEYKIR 2010 FE YK IR 2 01 0 FE YK IR 2 01 0

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.