Feykir - 12.05.2010, Side 9
18/2010 Feykir 9
Húnaþing vestra
Íbúar áhugasamir um endur-
bætur í umhverfismálum
Fimmtudaginn 15. apríl efndi
Umhverfisnefnd Húnaþings
vestra til íbúafundar á
Hvammstanga um
umhverfismál, með aðstoð
starfsfólks UMÍS ehf.
Environice.
Tilgangur fundarins var að fá
fram hugmyndir íbúa um
brýnustu viðfangsefnin og
framtíðarsýn á sviði umhverfis-
mála í sveitarfélaginu. Feykir
vann úttekt úr samantekt
starfsfólks UMÍS ehf. eftir
fundinn.
Fundurinn á Hvammstanga
var vel sóttur, en hann sátu um
45 manns. Fundarmenn unnu í
hópum að því að skilgreina
brýnustu málaflokkana og
viðfangsefnin á sviði umhverfis-
mála eftir fyrirfram ákveðnu
verklagi.
Umfjöllunarefnin réðust af
áhuga hvers hóps um sig, en
úrgangsmál, fegrun umhverfis
og umgengni við náttúruperlur
svæðisins voru þó þau mál sem
hvað oftast bar á góma og virtust
þannig brenna hvað mest á
íbúum.
1. Samgöngur
Akvegir
- Bundið slitlag um Vatnsnes.
- Malbika tengivegi.
- Halda áfram vegabótum fram á
Víðidalstunguheiði.
- Bæta vegina almennt og auka við
útskot.
- Girða meðfram tengivegum – stórhætta
vegna lausagöngu búfjár.
- Lausamöl og ökufærni ferðamanna!
- Opna gamla sveitavegi.
- Velja sérstaka útsýnisvegi og merkja þá
sérstaklega, upplagt fyrir ferðamenn.
- Koma í veg fyrir akstur utan vega.
- Bæta vegakerið almennt, ekki síst með
tilliti til snjóalaga.
- Bæta veg að “Þrælsfelli” (?)
- Malbika Merkurhringinn og lýsa hann.
Gönguleiðir
- Gera göngukort sýnilegri og aðgengilegri
t.d. með merkingum. Auka kynningu á
gönguleiðamöguleikum í sveitarfélaginu.
- Gera átak í stikun gönguleiða.
- Merkja gönguleiðir á Vatnsnesfjalli.
- Setja prílur/stiga/hlið á girðingar sem
þvera gönguleiðir.
- Fleiri göngustíga. Stýra umferð til að
koma í veg fyrir átroðning og
skemmdir á gróðri.
- Koma upp bekkjum og áningarstöðum
við göngustíga.
Reiðleiðir
- Átak í reiðvegum, t.d. meðfram
þjóðvegum. Fylgja því eftir sem gert er
ráð fyrir í skipulagi varðandi reiðvegi.
- Laga reiðstíg norðan og sunnan við
Hvammstanga.
- Fjölga reiðvegum.
- Tengja saman Línakradal og Víðidal.
Hjólreiðar
- Hjólreiðakerfi
- Hvetja til þess að fólk noti hjól meira og
í staðinn fyrir bíla.
- Hjólreiða- og göngubraut milli
Hvammstanga og Laugabakka.
2. Lífsstíll
- Hvetja fólk til útiveru í nærumhverfi
sínu, benda á möguleikana og sýna
gott fordæmi.
- Vinna að útbótum fyrir útivistarfólk, t.d.
þá sem ganga/hlaupa út á
Vatnsnes.
- Heilsusamlegra umhverfi.
- Átaksverkefni: Heilsuátak og
lágmarksnotkun bíla t.d. í ákveðinn tíma
3. Umhverfisásýnd –
fegrun umhverfis
Almennt
- Húnaþing – fyrirmynd annarra árið
2015.
- Endurrækta gömul tún og setja lokræsi
í þau til að stækka þau, auðvelda
yfirferð og þannig að þau gefi meiri arð.
- Viðhalda girðingum við vegi og fjarlægja
þær sem eru ónýtar.
- Hreinsun strandlengjunnar. Skoða
samstarf við vinnuskólann.
- Of mikið rusl á víðavangi, skipuleggja
átak í hreinsun t.d. meðfram vegum.
- Rækta garðinn sinn.
- Hvetja fyrirtæki til bættrar umgengni.
- Veita viðurkenningar fyrir snyrtileg hús
og bæi.
- Átak í niðurrifi gamalla húsa og
reglulegu viðhaldi á þeim sem uppi
standa
- Hvetja bændur til að raða upp búvélum
á snyrtilegan hátt, líka þeim sem
eru í notkun daglega.
- Meiri umfjöllun um garðasamkeppnina
og hvetja fólk til að taka þátt.
- Vera með sérstaka átaksviku á hverju
ári þar sem allir eru hvattir til að
taka til hjá sér.
- Vantar úrræði vegna einkalóða.
4. Fræðsla
- Almenn kynning og fræðsla á
lagaumhverfi, t.d. skipulagsmála.
- Fræðsla og kynning varðandiúr-
gangsmál, t.d. flokkun, endurvinnslu o.fl.
- Fræðsla um afleiðingar þess að flokka
ekki úrgang og almennt að ganga
illa um umhverfið og náttúruna.
- Almenn fræðsla til heimilanna og
fullorðna fólksins (vantar brú á milli
heimilanna og þess sem er verið að gera
í leik- og grunnskólum).
- Virkja félagasamtök (kvenfélög og
önnur félög) til að fræða um
matjurtaræktun, berjaræktun o.fl.
5. Saga og menning
- Merkja eyðibýli
- Merkja fornar þjóðleiðir og gamlar
gönguleiðir.
- Merkja áhugaverða staði og sögustaði.
- Endurbyggja gamlar verbúðir á
Vatnsnesi og gera gönguleið með
fjörunni.
6. Friðlýsingar
- Merkja náttúruperlur og bæta aðgengi
að þeim.
- Friðun (lokun) svæða sem orðið hafa
illa úti vegna ágangs og átroðnings.
- Gera Vatnsnes að þjóðgarði.
- Friðlýsa gamlar byggingar. Halda í
upprunann.
- Átak í skráningu minja og sagna.
- Verndun náttúruminja.
7. Ferðaþjónusta
og ímynd
- Þolmörk ferðamannastaða.
- Skilgreina rétt landeigenda og
ferðamanna.
- Skipuleggja umferð ferðamanna og
beina þeim á ákveðna staði þar sem
ákveðin uppbygging er til staðar (salerni,
aðgengi, þjónusta o.s.frv.)
- Byggja upp fleiri svæði fyrir ferðamenn
með ákveðinni grunnþjónustu
(salerni, þjónusta o.s.frv.).
- Bæta aðgengi að náttúruperlum, ekki
síst í einkalöndum. Finna lausnir.
- Vinna með landeigendum, fá þá til að
benda á athyglisverða/markverða staði.
- Gera planið á Norðurbraut aðlaðandi
með myndum úr héraði til að auka
fermannastraum um útvegi.
- Koma upp markvissu samráði við
landeigendur með það að markmiði að
kanna möguleikann á aðgengi að
eftirsóttum stöðum, hugsanlega þannig
að landeigendur láti eftir land til að
bæta aðgengi að ákveðnum stöðum.
- Huga að nýjum ferðamannastöðum.
- Veiðimöguleikar fyrir ferðamenn og
aðra, t.d. á fiski og fugli.
- Setja upp upplýsingaskilti á nokkrum
tungumálum við ferðamannastaði
- Sjálfbær ferðaþjónusta þar sem gæðin
eru mikil. Ekki fjöldaferðamennsku.
Náttúruvæn ferðamennska og halda í
náttúrulegt umhverfi við
ferðamannastaði.
- Afþreying á tjaldstæði (leiktæki,
gönguleiðir, saga o.fl.), rafmagn.
- Umhverfisvottun, t.d. Green Globe, mun
draga fram jákvæðari mynd af
sveitarfélaginu fyrir ferðamenn og aðra.
Það mun einnig hafa jákvæð
heildaráhrif á umhverfið.
- Bæta aðkomu að Hvammstanga og
Laugarbakka, t.d. með gróðri, litríkum
blómum og fl. Fyrsta upplifun skiptir
miklu!
8. Skipulagsmál
- Stefna í skipulagsmálum sé unnin á
grundvelli framtíðarsýnar með víðtæku
samráði allra í samfélaginu, en ekki fárra
einstaklinga.
- Verkefni séu unnin á grundvelli
skipulags og þau kláruð.
- Betra eftirlit og eftirfylgni með skipulagi
og ákvörðunum sem teknar eru.
- Upplýst umræða um einstök ákvæði í
skipulagsmálum.
- Stefna í landnýtingu og skógrækt.
- Vatnsverndarsvæði.
- Arnarvatnsheiði – framtíðarstefna.
Nýting til beitar? Nýta fyrir ferðamenn?
Eða bæði eða hvorugt?
- Skipulag ferðaleiða, gönguleiða og
reiðleiða með tilheyrandi
upplýsingaskiltum og merkingum.
- Betra skipulag landnýtingar m.t.t.
túnræktar, skógræktar,
frístundabyggðar, beitar o.s.frv.
- Auka áhuga fólks á skipulagsmálum og
stuðla að umræðu sem ekki er alltaf
bundin vandamálum sem koma upp.
- Deiliskipuleggja eldri hluta þéttbýlisins
(óskipulagt svæði).
- Deiliskipulag vantar víða.
9. Ræktun
Almennt
- Kornrækt og repjurækt.
- Hvetja bændur til sjálfbærrar
framleiðslu, t.d. kornrækt.
- Landgræðsla þar sem það á við til að
auka gæði lands.
- Uppgræðsla á rofabörðum, holtum,
melum og söndum.
- Veita ráðgjöf varðandi hvers konar
ræktun, t.d. sumarblóm, tré, jurtir
o.s.frv. Hægt að koma á fræðslu milli
kynslóðanna varðandi ræktun hvers
konar þar sem þeir eldri miðla reynslu til
þeirra sem yngri eru.
- Endurheimt votlendis.
- Loka skurðum.
- Eyða skógarkerfli og lúpínu.
- Stefnumótun í landnýtingu.
- Sjálfbær nýting lands.
Skógrækt
- Markviss og skipulögð skógrækt með
fagmennsku að leiðarljósi.
- Skipuleggja skógrækt á landi sem nýtist
illa til annars (eins og gras- eða
kornræktar).
- Bæta aðkomu að trjálundum og
ræktunarsvæðum, setja t.d. niður borð
og bekki (áningarstaðir).
- Skipulögð skjólbeltaræktun, t.d. norðan
við Hvammstanga.
- Sértæk skógrækt eins og beitarskógur
og útivistarskógur.
- Hefja ræktun skógar í sveitarfélaginu
sem verði „okkar skógur“. Þar væri
t.d. hægt að fá útskriftarnema í leik- og
grunnskóla til að planta við lok hvers
námsstigs (grenndarskógur).
Einstaklingar gætu einnig fengið sitt
svæði (svæði í fóstur).
- Umhirða skógræktarsvæða. Ekki nóg
að planta, þarf að grisja og hirða um
svæðin. Illgresi og sinuflákar lítt
spennandi (hægt að beita þroskaðan
skóg t.d.)
- Ekki planta trjám á láglendi – planta í
fjallshlíðar.
- Gera starf skógræktarfélagsins
sýnilegra.
- Mörkuð verði skýrari stefna varðandi
Kirkjuhvamminn.
- Varast að planta trjám alls staðar!
Vernda víðáttuna og útsýnið.
- Verndun víðerna – ekki byrgja útsýni
með trjám.
- Banna grenitré nema í húsagörðum.
Matjurtir
- Sameiginlegir matjurtagarðar með
hugsanlegri markaðssölu (eða
uppskeruhátíð) í lok sumars.
- Samstarf við kaupmenn þannig að
matvæli úr héraði séu á áberandi stað í
verslunum.
- Veitingastaðir geri út á og auglýsi
matvæli (hráefni) frá
bændum/framleiðendum í nágrenninu.
- Hvetja til grænmetisræktunar og nota
heita vatnið á Laugarbakka til
eflingar á grænmetisrækt.
- Slow food.
- Beint frá býli.
- Sveitamarkaðir.
- Vistvæn matvælaframleiðsla. Grænt
samfélag með áherslu á hollt
mataræði.
10. Úrgangsmál
Sorphirða
- Hvetja alla til að endurvinna allt sem
hægt er.
- Fleiri sorpílát, fleiri flokkunarílát. Skoða
„tunna í tunnu“ aðferðina við
flokkun á lífrænum úrgangi.
- Auka flokkun á vegum sveitarfélagsins.
- Færa blaða- og pappagáminn frá
Kaupfélaginu.
- Betra skipulag á hirðingu járns og
timburúrgangs.
- Bjóða upp á flokkun á úrgangi við
heimahús. Nýta hagræna hvata
(umbunarkerfi), t.d. með lægri
sorphirðugjöldum á þá sem flokka. Með
meiri flokkun er einnig hægt að fækka
ferðum vegna sorphirðu og ná fram
hagræðingu með þeim hætti.
- Fjölga losunarstöðum fyrir úrgang.
Vantar t.d. fleiri opna gáma fyrir
heimafólk og ferðafólk í sveitum.
- Merkt endurvinnsluílát um sýsluna.
- Bjóða upp á gáma til sveita,
sérstaklega fyrir grófan úrgang (þar sem
er langt að fara).
Gámaplan (Hirða)
- Gámur (eða tunna) fyrir venjulegt
heimilissorp þegar Hirða er lokuð.
- Opnunartími Hirðu (breyta og aðlaga
að þörfum fleiri). Passa einnig að
flokkunargámar/tunnur séu tæmdir (of
oft komið að þeim fullum).
Hugmynd að opnunartíma Hirðu: 2
dagar í viku: 11-13, 3 dagar í viku: 16-
18. Opið á laugardögum milli 12 og 17.
Lífrænn úrgangur
- Moltugerð. Jarðgerð.
- Garðaúrgangur: merkja betur svæðið,
betri umgengni.
- Fara í skipulagða söfnun timburs til
sveita og nýta hráefnið til
endurvinnslu.
- Vantar jarðvegstipp.
- Gor og blóð frá sláturhúsi. Vargfugl
vandamál.
- Hræ sem notuð eru fyrir ref. Reglur um
umgengni á slíkum stöðum.
- Almennt vandamál að losna við hræ
(dauðar skepnur).
- - - - -
Samantekt fundarins í heild
sinni má finna á heimasíðu
Húnaþings vestra
www.hunathing.is