Feykir - 12.05.2010, Qupperneq 4
4 Feykir 18/2010
Það getur verið erfitt að
flytja í nýtt samfélag. Það
reyndist okkur hins vegar
fremur auðvelt að flytja í
Skagafjörð. Samfélagið hér
tók ungu barnafólki opnum
örmum og hér hefur ekkert
mætt okkur annað en hlýja
og hugulsemi.
Mér varð því fljótlega ljóst að í
Skagafirði býr gott fólk. Málin
þróuðust þannig að við
ákváðum að setjast að á
Sauðárkróki til frambúðar. Ég
vil ala börn mín upp í samfélagi
sem leggur áherslu á gildi
menntunar, samhjálpar og
ábyrgðar. Í ábyrgð felst að taka
virka afstöðu til samfélagsins
sem við erum hluti af. Að axla
ábyrgð er því ekki bara í
höndum ráðamanna, heldur
ekki síður í höndum hvers
einasta íbúa landsins.
Ég vil með framboði mínu
axla ábyrgð sem íbúi í
Skagafirði og leggja mitt af
mörkum til þess að gera gott
samfélag ennþá betra.
Taka þarf til hendinni
á raunhæfan og
skipulegan hátt
Þrátt fyrir að búsetuskilyrði
Vil starfa af metnaði
fyrir Skagafjörð!
AÐSENT EFNI Arnrún Halla Arnórsdóttir skrifar
séu hér á margan hátt
einstaklega góð hef ég þó orðið
fyrir töluverðum vonbrigðum
með aðbúnað fjölskyldna á
Sauðárkróki. Skólahúsnæðið
er í niðurníðslu, illa hirtir
leikvellir, Litli-skógur vel
falinn og í slæmu ástandi, löng
bið eftir leikskólaplássi, fáar
eða engar hraðahindranir í
íbúðahverfum. Lítið virðist
hafa verið hugað að því að
bæta aðbúnað barnafjöl-
skyldna utan við byggingu
hins nýja leikskóla. Hér þarf
því eins og á mörgum öðrum
sviðum að taka til hendinni á
raunhæfan og skipulegan hátt,
ekki síst í tengslum við
skólahúsnæði.
Ég vil einnig sjá uppbygg-
ingu útivistarsvæða fyrir
fjölskyldur. Litli-skógur er t.d.
eitt af best geymdu leyndar-
málum Sauðárkróks. Þegar ég
rambaði á þennan veðursæla
stað fyrir tilviljun varð ég hissa
á því hvað honum var illa
viðhaldið. Hvar voru leiktækin,
blómin, og merkingarnar?
Í heild sinni tel ég Skaga-
fjörð vera svæði sem hefur
upp á gríðarlega margt að
bjóða en allt of margir keyra í
gegnum fjörðinn án þess að
átta sig á því. Það þarf því að
hafa hærra um gæði og
möguleika svæðisins fyrir
ferðalanga og fyrirtæki. Þessari
kynningu þarf sveitarfélagið
að sinna betur með áherslu á
samvinnu allra í sveitarfélaginu.
Ég legg ætíð metnað og alúð í
alla mína vinnu. Þannig vil ég
starfa fyrir fólkið í Skagafirði.
Arnrún Halla Arnórsdóttir,
hjúkrunarfræðingur með
kennsluréttindi og
meistaragráðu í heilbrigðis-og
lífsiðfræði, stundakennari við
H.A., 3ja barna móðir og
óþreytandi bjartsýnismanneskja.
3ja sæti Vinstri-grænna í
Skagafirði í
sveitarstjórnarkosningum
29.maí.
Miklar breytingar hafa orðið
á íslensku efnahagslífi á
síðustu misserum. Góðærið
sem tekið var að láni kvaddi
skyndilega og við tóku tímar
sem gera auknar kröfur til
ráðdeildar stjórnenda.
Sveitarstjórnin sem nú er að
fara frá, skilar sveitarfélaginu
óumdeilanlega í mun verri
fjárhagslegri stöðu en þegar
hún tók við. Tap á rekstri
sveitarfélagsins er gríðarlegt á
kjörtímabilinu eða vel á
sjöunda hundruð milljóna
króna, sem svarar til þess að
tapið á rekstrinum hafi verið
hátt í fimm hundruð þúsund
krónur á hverjum einasta degi
og að sama skapi hefur
sveitarstjórnin verið dugleg
við að bæta við skuldum eða
um það bil einni milljón á dag
sem hún hefur ráðið.
Í stað þess að horfast í augu
við alvarlega stöðu, þá hefur
Fjórflokkurinn tekist á um
hversu hratt eigi að auka
skuldir og fara í framkvæmdir
Verndum störf og
velferð í Skagafirði
AÐSENT EFNI Hrefna Gerður Björnsdóttir skrifar
sem ekki er fjárhagslegt
bolmagn fyrir. Sömuleiðis er
forðast eins og heitan eldinn
að ræða leiðir til úrbóta er
þröng staða fegruð. Reikningar
sveitarfélagsins fyrir árið 2009
bera með sér að endar hafi
verið nokkuð langt frá því að
ná saman, en tapið var um 250
milljónir krónur.
Fyrir íbúa Skagafjarðar
skiptir það afar miklu máli að
jafnvægi náist sem allra fyrst, í
rekstri sveitarfélagsins, en
fjárhagsleg hagsæld er for-
senda fyrir opinberri þjónustu
og velferð. Sérstaklega stendur
það einvala starfsliði sveitar-
félagsins nærri að endar nái
saman en það tryggir öruggt
rekstrar- og starfsumhverfi.
Það gefur auga leið að lang-
framandi og aukinn halla-
rekstur og skuldasöfnun sem
sum stjórnmálaöfl bjóða upp á
er bein ávísun á harkalegan
niðurskurð.
Við í Skagafirði höfum
orðið vitni að stórtækum, til-
viljunarkenndum og ósann-
gjörnum niðurskurði ríkis-
stjórnar Vg og
Samfylkingarinnar sem er
bein afleiðing af andvaraleysi
og skuldasöfnun þjóðarbúsins.
Hér er gott að búa og mikil
tækifæri á margvíslegum
sviðum til að gera gott betra.
Vísasta leiðin til þess að vernda
störfin, tryggja uppbyggingu
og vernda áframhald á góðri
þjónustu er að tryggja fjárhags-
legan grunn sveitarfélagsins.
Á lista Frjálslyndra og
óháðra er margt ungt fólk sem
vill byggja sína framtíð í
Skagafirði á fjárhagslega
traustum grunni.
Hrefna Gerður Björnsdóttir
2. sæti F-listans og Sigurjón
Þórðarson 1. Sæti F – listans.
Eitt af megin markmiðum
samfélagsins ætti að vera
að gera ungu fólki kost á að
snúa aftur til heimaslóðanna
eftir að það hefur menntað
sig. Til að þetta geti orðið
að veruleika þarf samfélagið
að byggja á fjölbreyttri
atvinnustarfsemi þannig að
sem flestir fái starf við sitt
hæfi.
Með þetta að leiðarljósi hefur
verið unnið að því að koma á
fót koltrefjaverksmiðju á
Sauðárkróki, en slík verksmiðja
getur skapað um 60 störf í
fyrstu og á stuttum tíma getur
hún orðið að 150 manna
vinnustað. Kosturinn við
starfsemi sem þessa er að
störfin eru fjölbreytt og stór
hluti þeirra er fyrir fólk með
háskólamenntun. Það er
raunhæfur möguleiki á því að
koltrefjaverksmiðja verði reist
á næstu árum á Sauðárkróki,
en örlítið hik hefur orðið á
stækkunaráformum kol-
trefjaiðnaðarins vegna
heimskreppunnar. Koltrefja-
verksmiðja á Sauðárkróki
verður til þess að efla atvinnulíf
í Skagafirði og því komum við
Koltrefjar
á Króknum
AÐSENT EFNI Þorsteinn Tómas Broddason skrifar
til með að vinna að því verkefni
á næstu árum. Þetta er þó ekki
það eina sem við ætlum að
gera á næstunni í uppbyggingu
atvinnulífs heldur ætlum við
að vinna að fjölda verkefna
sem öll miðast við að bæta
atvinnulífið.
Nokkur verkefni sem við
ætlum að leggja áherslu á;
• Auka verðmætasköpun í
sveitum með bættri
aðstöðu til smáframleiðslu
og dreifingu á fullunnum
vörum.
• Kanna möguleika þess að
gera landbúnaðinn
sjálfbærari með
orkuframleiðslu.
• Laða að fyrirtæki í
matvælaiðnaði með góðri
aðstöðu, uppbyggingu á
rannsóknum og þróun í
greininni og framsækinni
umhverfisstefnu.
• Styðja við uppbyggingu
ferðaþjónustu með
skipulögðum svæðum
fyrir hótel, skemmtigarða
og fleira.
• Halda áfram með upp-
byggingu trefjaiðnaðar í
Skagafirði meðal annars
með því að koma á námi í
smíði og notkun trefja.
• Vinna áfram að því að laða
að fyrirtæki í rekstri
netþjónabúa.
Samfylkingin í Skagafirði
ætlar að halda áfram að vinna
að uppbyggingu atvinnu í
Skagafirði í samstarfi við íbúa
og fyrirtæki. Látið okkur vita
ef þið eruð með góðar
hugmyndir sem þið viljið
koma á framfæri, við
hlustum.
Þorsteinn Tómas Broddason
er markaðs- og
frumkvöðlafræðingur frá
Háskólanum í Stavanger. Hann
er Skagfirðingur í húð og hár og
skipar annað sæti
Samfylkingarinnar í
sveitarstjórnarkosningunum
2010.