Feykir - 12.05.2010, Qupperneq 5
18/2010 Feykir 5
Feykir.is
Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171
smáAUGLÝSINGAR
Poolborð til sölu
Poolborð til sölu 7 ft. Upplýsingar síma 864 2995.
Ég heiti Sigríður
Magnúsdóttir, borin og
barnfæddur
Sauðkrækingur. Á fimmta
aldursári flutti ég með
fjölskyldu minni til Ástralíu
og þar bjó ég til 2001
þegar mér bauðst staða
sem fjármálastjóri hjá
Siemens í Þýskalandi.
Í þau 40 ár sem ég bjó í Ástra-
líu lifðu sterk tengsl við fjöl-
skylduna heima og Skaga-
fjörður hafði alltaf sérstakan
sess. Þegar tækifæri til gafst á
kaupa æskuheimilið og flytja
til Íslands var það ekki spurn-
ing í huga mínum að láta verða
að því. Mér bauðst staða á
Hólum sem var bæði spenn-
andi starf og gefandi. Fyrir
einu ári síðan fór ég að vinna
hjá Leiðbeiningarmiðstöðinni.
Í störfum mínum hjá
Hólum og Leiðbeiningar-
miðstöðinni hef ég fengið
innsýn í þá undirstöðugrein
sem landbúnaðurinn er, auk
víðtækrar þekkingar á há-
skólaumhverfinu. Í Skagafirði
er um margt einstaklega
fjölbreytt atvinnulíf. Hér er að
finna öll skólastig, hér er
blómlegur fiskiðnaður og
hverskonar iðnaður annar,
opinberar stofnarnir, ýmsar
rannsóknarstofnanir, þjón-
ustufyrirtæki auk fjölbreytts
landbúnaðar. Fjölbreytt at-
vinnulíf er undirstaða fjöl-
breytts mannlífs þar sem hinar
ýmsu atvinnugreinar kalla á
Heimfluttur
Skagfirðingur
AÐSENT EFNI Sigríður Magnúsdóttir skrifar
Urðun og efnistaka
við Sölvabakka, Blönduósbæ
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar
samkvæmt lögum nr. 106/2000. Að áliti Skipulagsstofnunar verða neikvæð áhrif urðunar og
efnistöku fyrst og fremst við bæinn Sölvabakka í Refasveit. Þau muni felast í sjónrænum
áhrifum frá bæjarhúsum þar og hættu á að íbúar á Sölvabakka verði varir við lyktarmengun frá
urðunarstaðnum, einkum þegar norðlægir vindar blása að sumarlagi. Neikvæð sjónræn áhrif í
nágrenni urðunarstaðarins verði mest meðan á uppbyggingu hans standi en þau verði minni á
rekstrartíma. Fjarlægð urðunar frá bæjarhúsum á Sölvabakka verður nálægt
lágmarksskilyrðum reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs og því telur Skipulagsstofnun
brýnt að Norðurá bs. standi við áform um að haga vinnulagi við móttöku og urðun sorps
þannig að það taki mið af vindafari hvern dag. Skipulagsstofnun telur að neikvæð áhrif
framkvæmdanna á loftgæði við bæjarhús á Sölvabakka verði tímabundin en þau verði ekki
veruleg.
Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslu
Norðurár bs. er einnig
að finna á heimasíðu stofnunarinnar:
www.skipulag.is.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hófst
við embætti sýslumannsins á Sauðárkróki, Suðurgötu 1, þann 6. apríl s.l.
Opnunartími verður aukinn til kjördags 29. maí n.k.
Lokað er á sunnudögum. Opnunartími verður sem hér segir:
Föstudaginn 14. maí kl: 09:00-20:00
Laugardaginn 15. maí kl: 10:00-14:00
Mánudaginn 17. maí kl: 09:00-20:00
Þriðjudaginn 18. maí kl: 09:00-20:00
Miðvikudaginn 19. maí kl: 09:00-20:00
Fimmtudaginn 20. maí kl: 09:00-20:00
Föstudaginn 21. maí kl: 09:00-20:00
Laugardaginn 22. maí kl: 10:00-14:00
Mánudaginn 24. maí kl: 10:00-17:00
Þriðjudaginn 25. maí kl: 09:00-20:00
Miðvikudaginn 26. maí kl: 09:00-20:00
Fimmtudaginn 27. maí kl: 09:00-20:00
Föstudaginn 28. maí kl: 09:00-20:00
Laugardaginn 29. maí kl: 10:00-14:00
Eftir kl 15:00 ofangreinda daga verður ekki mögulegt
að sinna öðrum erindum en kosningum.
Ath. Framvísa þarf persónuskilríkjum
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
mismunandi reynslu og
menntun sem veldur því að
samfélagið er ekki eins einsleitt
og annars kynni að verða.
Ég tel að sem „heimfluttur“
Skagfirðingur/Íslendingur
hafi ég að mörgu leyti aðra sýn
á samfélagið og á þeirri sýn og
reynslu vil ég byggja mína
vinnu fyrir sveitarfélagið Mér
hefur stundum fundist að hér
ríki viss ósýnileiki og að oft sé
erfitt fyrir einstaklinga að
komast inn í rótgróið skag-
firskt samfélag. Nýliðin
atvinnu- og mannlífssýning
sýndi svo um munar í hve
fjölbreyttu samfélagi við
búum, bæði hvað varðar
atvinnutækifæri, frumkvæði
einstaklinga og ekki síst í
þeirri fjölbreyttu menningar-
starfsemi sem hér fer fram.
Það eru forréttindi að búa í
„litlu“ samfélagi eins og Skaga-
fjörður er en því fylgir líka
ábyrgð.
Það er auðveldara fyrir
einstaklinga að taka þátt í og
móta umhverfi sitt og samfélag
en oft getur nándin einnig
orðið til þess að erfiðara er að
stíga niður fæti. Ég hef mikinn
áhuga á að taka þátt í mótun
og stefnu samfélagsins sem ég
bý í og því hef ég boðið mig
fram á lista Framsóknar-
flokksins til þeirra verka og
mun vinna þau af eins miklum
heilindum og mér er unnt.
Sigríður Magnúsdóttir,
skipar 2. sæti á lista
Framsóknarflokksins í
Skagafirði
Sveitarstjórnarkosningar 2010 : Blönduós
Listi fólksins
verður til
Nýtt framboð kynnti
framboðslista sinn sl.
föstudagskvöld á Hótel
Blönduósi. Framboðið hefur
hlotið nafnið „Listi fólksins“
og sækist eftir
listabókstafnum L. Listann
mun leiða Kári Kárason,
framkvæmdastjóri en annað
sæti vermir Zophonías Ari
Lárusson, verslunarmaður.
Nöfn frambjóðenda eru
eftirfarandi:
1. Kári Kárason,
viðskiptafræðingur
2. Zophonías Ari Lárusson,
verslunarmaður
3. Anna Margret Sigurðardóttir,
kennari
4. Ágúst Þór Bragason,
viðskiptafræðingur
5. Heiðrún Bjarkadóttir,
þjónustustjóri
6. Hilmar Þór Hilmarsson,
lögreglumaður
7. Valgerður Soffía Gísladóttir,
lögg. bókari
8. Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson,
framkvæmdastjóri
9. Ragnheiður Ólafsdóttir,
kennari
10. Guðmundur Elías Ingþórsson,
verktaki
11. Lúðvík Blöndal,
bílstjóri
12. Ágúst Sigurðsson,
ferðaþjónustubóndi
13. Jakob Jónsson,
framkvæmdastjóri
14. Valdís Finnbogadóttir,
verslunarkona