Feykir


Feykir - 12.05.2010, Blaðsíða 6

Feykir - 12.05.2010, Blaðsíða 6
6 Feykir 18/2010 eru bara ótrúlega mikil forrétt- indi og heiður að mínu mati. Bara lengi lifi lýðræðið og sér- staklega unglingalýðræði. Þannig að þú ert á réttri hillu í lífinu starfandi hjá Húsi frítímans? -Já það er svo gefandi að fá að vinna með ungu fólki, það er margt sem maður lærir af þeim skal ég segja ykkur. Það er mér líka mjög mikilvægt að ungt fólk hafi vettvang til að blómstra, geti komið sínum skoðunum á framfæri, geti framkvæmt sínar hugmyndir og finni sig og sínum áhugamálum farveg í samfélaginu. Við höfum verið að brjóta marga múra og er ég virkilega ánægð með að hafa tekið þátt í þeirri þróun. Við erum öll einstaklingar með áhugamál og skoðanir og er ég afar hlynnt þeirri þróun að í Húsi frítímans skiptir ekki máli hvaðan þú ert eða á hvað aldri þú ert. Heldur er aðal málið að Hús frítímans er samveru staður fyrir alla Skagfirðinga þar sem tómstundir sameina fólk. Einnig hef ég fengið að vera þátttakandi og skipuleggjandi að ýmsum nýjungum á sviði frístundaþjónustu þannig að það eru alltaf nýjar og spenn- andi áskoranir sem gaman er að leysa með samstarfsfólki mínu. Ég held allavega að þessi hilla sé orðin nokkuð þétt skipuð skemmtilegum bókum, þó er enn pláss fyrir miklu fleiri. Síðan ertu að skipuleggja Jónsmessuhátíð, Landsmót hestamanna og ert í hóp sem kallar sig því skemmtilega nafni Fljótasysturnar, segðu okkur aðeins frá því. -Já þetta er þriðja Jónsmessan sem ég fæ það skemmtilega verkefni að skipuleggja uppákomur fyrir börnin. Jónsmessuhátíðin á Hofsósi er orðin viðamikil og flott fjölskylduskemmtun og er ég afar stolt af henni og gleður hún mitt Hofsósingshjarta. Í fyrra fékk Ómar Bragi mig til að vinna að skipulagningu Unglingalandsmóts og út frá þeirri vinnu bauðst mér tækifæri til að skipuleggja Barnagarð á Landsmóti hesta- manna, virkilega spennandi vinna framundan og hlakka ég mjög til að demba mér í þá vinnu. Finnst bara ótrúlega skemmtilegt og gefandi að skipuleggja og framkvæma viðburði. En já svo eru það Fljótasystur það eru ekkert smá hnyttnar og skemmtilegar konur sem ætla sér að setja upp söngskemmtun til heiðurs söngkvenna erlendra sem inn- lendra. Þrjú pör af systrum sem Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, söngkona, starfsmaður frístundasviðs Skagafjarðar, varaformaður Samfés, ein Fljótasystra, ein af aðstandendum Gærunnar og síðast en ekki síst tveggja barna móðir. Feykir hafði samband við þessa önnum köfnu athafnakonu og forvitnaðist um hennar hagi og verkefnin stór og smá. Sæl Silla, það er nóg um að vera hjá þér þessa dagana; Sönglög á Sæluviku, trúbadorakeppni, varaformaður Samfés, Jóns- messuhátíðin, Landsmót hesta- manna, Fljótasystur og Gæran. Er aldrei lognmolla í kringum þig? Fyrsta spurningin uppsker hlátur áður en von er á svari, -Heyrðu þú ert nú ekki sú eina sem spyrð mig að þessu. En nei, held að ég myndi bara ekki fúnkera ef ég hefði ekki nóg af skemmtilegum verkefnum. Hef alla tíð verið svona, fjölskyldan mín kallar það athyglissýki, segir Silla og hlær, -ég hef bara afskaplega mikla ánægju út úr því að leggja mitt af mörkum í uppbyggingu menningar og það er bara svo magnað að fá tækifæri til að vera skapandi og framkvæma hugmyndir sínar. Margir hafa spurt mig hvort ég éti og sofi á sama tíma og ég taki pissupásur, hvort það séu fleiri klukkustundir í mínum sólahring heldur en annarra o.s.frv. en jú svefninn fær að kenna á því en hey er það ekki bara ofmetið að sofa, bætir hún við og hlær. -Nei mín skoðun er bara sú að allt sem ég geri og framkvæmi skapi mig og með því skapist hamingja mín og barnanna minna. Svo ég vitni nú bara í stjörnuspeki. is þá segir stjörnumerki mitt afskaplega mikið um mig; „ Tvíburinn þarf fjölbreytni til að viðhalda lífsorku sinni. Honum líður best þegar mikið er um að vera og þess er krafist að hann sinni mörgum verkefnum á sama tíma.“ Þannig að "bring it on". Þegar kemur að því að kafa dýpra í fjölmörg verkefni Sillu er ekki annað hægt en bara stökkva ofan í laugina til hennar og byrja einhvers staðar. Við veljum að byrja á trúbadorakeppni FM 95,7 sem Silla tók þátt í á dögunum ásamt Sigfúsi Benediktssyni tónlistarmanni. Þið fóruð alla leið í úrslit ekki satt? -Heyrðu jú, við komumst upp úr undanúrslitunum í úrslitin góðu. Dómnefndin stóð upp fyrir okkur og alles en síðan vorum við bara of miklir rokkarar fyrir FM samkomu í úrslitunum. En þetta var virki- lega skemmtilegt og Heiðari Austman fannst við vera lang frumlegust. Verður eitthvað framhald á samstarfi ykkar tveggja? -Já já já já maður minn, Fúsi Ben og Vordísin eru bara rétt að byrja, fullt af mögnuðum hug- myndum komnar, erum t.d. að fara að leggjast í upptökur. Bara stórkostlegt að fá tækifæri til að vinna með svona massa brilliant tónlistarmanni. Nú síðan varstu á dögunum kjörin varaformaður Samfés, hvaða þýðingu hefur það embætti? -Heyrðu já, ég var í síðustu stjórn Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi og lágu mörg brýn og mikilvæg verkefni fyrir okkur. Stjórnin vann gífurlega hugmynda- vinnu gagnvart samtökunum og nú er það hlutverk nýrrar stjórnar að viðhalda þeirri hugmyndavinnu og sigla með samtökin í enn faglegri átt. Að fá að vera þátttakandi í að skapa og móta stefnu samtaka sem vinna gífurlega uppbyggilegt starf fyrir unglinga á Íslandi Sigurlaug Vordís í Feykisviðtali Þarf fjölbreytni til þess að viðhalda lífsorkunni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.