Feykir


Feykir - 12.05.2010, Blaðsíða 8

Feykir - 12.05.2010, Blaðsíða 8
8 Feykir 18/2010 Helgi Rafn Viggósson er besti körfuknattleiksmaður Tindastóls á keppnistímabilinu Ekki nema rétt byrjaður maður lenti illa og braut á mér hina löppina. Síðan hef ég ekkert staðið í svona veseni, svarar Helgi og hlær. Skrifað var undir samning við nýjan þjálfara á dögunum og segist Helgi aðspurður að honum lýtist vel á gripinn. –Ég býð bara spenntur eftir að hann komi hérna 1. ágúst. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni. Hvað með mannskapinn verður hann sá sami? –Það er ekki búið að negla það. Það eina sem við vitum er að Axel hverfur á braut í bili alla vega. Hitt á eftir að koma í ljós. En verði ekki meiri breytingar og verðum við heppnir með útlendinga verðum við í góðum málum og ættum að geta stefnt hátt. Helgi er skapbráður leik- maður og lengi vel átti hann í villuvandræðum leik eftir leik. Það var ekki staðan í vetur og segir Helgi að líklega sé það þroskamerki. –Ég fer reyndar enn þann dag í dag alltaf upp að mörkunum en í vetur fór ég sjaldnar yfir þau en oft áður. Náði meira að segja þeim árangri að ná villulausum leik. Það hlýtur að hafa verið eitthvað að mér, þann daginn. Hvernig er það með einkalífið ert líka skapbráður og ör þar? –Ég held að ég sé mjög svipaður. Verð í það minnsta alltaf að hafa eitthvað að gera enda finnur maður sér alltaf einhvern verkefni. Það er ekki vandamálið. Helgi er í sambúð með Hrafnhildi Guðnadóttir, knatt- spyrnukonu og segir hann það stundum ansi skrautlegt að reyna að finna tíma til þess að eyða saman. –Hún var að þjálfa í vetur og á æfingum á kvöldin svo oft mættumst við bara í dyrunum heima. Það var einna helst seint á kvöldin sem tími gafst. Nú er hún hætt að þjálfa svo við sjáumst líka seinnipart- inn eftir vinnu og fyrir æfingar. Helgi er ekki nema 27 ára gamall og á því bestu árin eftir sem körfuboltamaður enda segist hann ekki ætla að slá slöku við næstu árin. –Það styttist í parketið og maður verður að prófa það. Ég er ekki nema rétt byrjaður maður, segir Helgi að lokum og hlær ógurlega. Íþróttafréttir Feykis Helgi Rafn Viggósson fór mikinn á körfuboltavellinum í vetur og er óhætt að segja að veturinn hafi verið hans besti hingað til. Sem fyrirliði fór hann fyrir liðinu með ódrepandi baráttuhug sem skilaði oft á tíðum óborganlegri skemmtun fyrir áhorfandann. Feykir hitti á Helga Rafn í vinnunni í Skagfirðingabúð. Helgi, besti leikmaðurinn, frákastahæstur, mestu framfarir og besta ástundun, þetta eru engir smá titlar. –Þetta var flott, þetta var snilld, svarar Helgi og brosir. –Þetta var mitt langbesta tímabil, hingað til. Ætli maður hafi ekki bara loksins verið að ná þroska sem leikmaður síðan er það bara þannig að æfingin skapar meistarann. Því meira sem maður nær að vera í húsinu og æfa því betri árangur nær maður, bætir hann við. Aðspurður segist Helgi ekki alveg vita hvenær það var sem hann byrjaði að æfa körfubolta. –Ég var í svo mörgum íþróttum sem barn. Ég var í sundi, glímu, frjálsum, fótbolta, golfi og körfu til þess að byrja með en síðan skar ég þetta niður þegar ég var um 12 ára aldurinn og fór þá að einbeita mér meira að körfunni. Helgi hefur spilað með öll tímabil nema eitt en árin sem hann var á sjó urðu tímabilin slitrótt og æfingasókn eftir því. Tímabilið 2004-2005 að mig minnir fór illa hjá mér. Ég var á sjó í upphafi tímabils en þegar ég kom í land í nóvember ákvað ég að fá að prófa aðeins mótor- hjólið hjá bróður mínum. Það vildi ekki betur til en svo að ég flaug á hausinn og skar á mér hnéð og náði ekki að vera neitt með það tímabil. Eru þetta einu meiðslin sem ég hef orðið fyrir í meistaraflokki og þau komu ekki einu sinni í körfu. Hefur þú þá alveg sloppið við meiðsli? –Nei, ekki alveg. Í 9. flokki lenti ég illa í leik á móti Haukum og brákaði á mér vaxtalínubeinið. Rétt þegar ég náði mér góðum af því fór ég með 10. flokki til Njarðvíkur og Tímabilið að byrja... Jæja Hvatarmenn og aðrir knattspyrnu- áhugamenn! Nú líður að því að knattspyrnuvertíðin byrji og munum við Hvatarmenn hefja leik þann 15. maí á heimavelli gegni Reyni frá Sandgerði á heimavelli okkar á Blönduósi. Ég og leikmannahópurinn erum spenntir fyrir því að byrja mótið eftir langt og strangt undirbúningstímabilið sem hefur gengið með miklum ágætum. Við spiluðum í átta liða æfingamóti og fórum taplausir í gegnum þar, lentum í 2. sæti á markatölu, og deildarbikarinn gekk þokkalega og féllum við út í undanúrslitum þar, einnig höfum við spilað nokkra æfingaleiki sem hafa gengið þolanlega, úrslitin verið góð en spilamennskan upp og ofan. Lið okkar hefur tekið nokkrum breytingum þó svokallaðir máttarstólpar liðsins síðasta ár séu með okkur aftur í ár, einnig höfum við endurheimt leikmenn sem spiluðu með Hvöt árið 2008 en réru á önnur mið í fyrrasumar. Við höfum styrkt liðið með þremur útlendingum auk ungra efnilegra leikmanna sem eru að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki. Efnilegasti leikmaður 2. deildar í fyrra gekk til liðs við okkur fyrir þetta tímabilið, ungu uppöldnu strákarnir eru ári eldri og hafa verið að koma skemmtilega á óvart í vetur og einnig er gaman að sjá að heimastrákar hafa tekið fram skóna á ný og ætla að taka þátt í baráttunni með okkur í sumar. Við Hvatarmenn erum stórhuga fyrir sumarið og teljum okkur hafa á stórum og sterkum leikmannahópi á að skipa sem á að geta barist á toppi 2. deildar á komandi tímabili. Leikmannahópurinn verður allur staðsettur á Blönduósi í sumar, sem ekki hefur verið undanfarin ár, svo það ætti að styrkja og efla hópinn til árangurs og ætlum við að reyna að búa til góða og líflega stemningu í kringum liðið og þar komið þið stuðningsmenn inn í dæmið. Við þurfum á ykkar stuðning að halda í sumar og vonumst til þess að sem flestir komi og styðji okkur í leikjum í sumar og búi til með okkur góða og skemmtilega umgjörð á okkar heimavelli. Kæru Blönduósingar og aðrir Hvatarmenn, ÁFRAM HVÖT, og sjáumst á vellinum í sumar!!! Knattspyrnu- og Hvatarkveðja, Jens Elvar Sævarsson þjálfari

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað: 18. tölublað (12.05.2010)
https://timarit.is/issue/397288

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. tölublað (12.05.2010)

Aðgerðir: