Feykir


Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 8

Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 8
8 Feykir 31/2011 Hér á landi hefur áhugi á nýtingu innlends korns til matvælaframleiðslu aukist á síðustu árum. Einkum er um að ræða bygg en einnig hveiti í smáum stíl og fleiri korntegundir hafa verið prófaðar. Bygg er sú korntegund sem þarf stystan vaxtartíma til að ná þroska og því er það ræktað á norðlægum slóðum. Matís hefur staðið að þróunarverkefnum um íslenskt bygg til matvæla- framleiðslu. Íslenskt bygg er athyglisvert hráefni en það býður upp á marga möguleika í matvælaiðnaði og matargerð. Innlent bygg hefur náð fótfestu í bakaríum landsins. Það er ekki síst hollusta byggsins sem hvetur mat- vælaframleiðendur til að nota það í matvæli. Bygg er auðugt af trefjaefnum og vekja vatnsleysanlegu trefjaefnin (einkum beta- glúkanar) sérstaka athygli. Beta-glúkanar geta lækkað blóðkólesteról og dregið úr sveiflum á blóðsykri. Mun meira er af beta-glúkönum í byggi en hveiti. Bygg gefur bökunarvör- um einkennandi og gott bragð. Aftur á móti myndar bygg veikari glúten-netju en hveiti. Þessi netja heldur uppi byggingu hefaðra brauða og því þarf að nota í þau hveiti samhliða bygginu. Í bökunarvörur sem byggja ekki á hefingu er hægt að nota hátt hlutfall byggs eða bygg eingöngu. Bygg er fjölhæf korntegund til matvælavinnslu og matreiðslu. Mögulegt er að nota bygg í bökunarvörur, morgunkorn, grauta, samsetta rétti og meðlæti í stað hrísgrjóna. Úr byggi er unnið maltbygg sem notað er við framleiðslu áfengra drykkja. Einnig má hugsa sér að bygg verði notað í markfæði (e. functional foods) sem eflir heilsu. Hjá Matís og Landbún- aðarháskóla Íslands hafa verið teknar saman gæðakröfur fyrir þurrkað bygg. Gæða- kröfunum er ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum með bygg til matvælaframleiðslu. Mismunandi kröfur eru settar fram um matbygg og bygg til ölgerðar. Gæðakröfur fyrir þurrkað fóðurbygg eru einnig settar fram en gæðakröfurnar ná ekki til votverkaðs byggs. Lýsingu á gæðakröfunum er hægt að nálgast á vefsíðum Matís og Landbúnaðarháskólans. Einnig munu starfsmenn Matís á Sauðárkróki og öðrum starfsstöðvum verða fólki innan handar ef óskað er eftir upplýsingum eins og tekið var fram á velsóttu námskeiði um . Ólafur Reykdal verkefnastjóri hjá Matís Vísindi Nota má íslenskt korn í bökunarvörur Fyrirtæki vikunnar Valdemar Trausti Ásgeirsson og Hallfríður Ósk Óladóttir reka að líkindum eitt minnsta bakarí landsins á bænum Auðkúlu í Húna- vatnshreppi. Þau Valdemar og Hallfríður hafa búið í um 15 ár á Auðkúlu en þangað komu þau fyrir algjöra tilviljun. Voru að leita sér að jörð og fundu þessa sem var föl og nú búa þau með holdanautgripi og reka Sveitabakarí. Á Auðkúlu búa auk Hall- fríðar og Valdemars börnin Sandra 14 ára og Óli 15 ára auk þess sem þau eiga Ásgeir sem er 21 árs og farinn suður í Tækniskólann. Krakkarnir eru dugleg að aðstoða foreldra sína heima við og grípa í hin ýmsu verk hvort heldur sem er í bakaríinu eða við bústörfin. Valdemar lærði á sínum tíma bakstur fyrir sunnan og vann í bakaríi á Hellu og Hveragerði í mörg ár. Vann hann einnig í Krúttbakaríi á Blönduósi á meðan það var og hét auk þess sem hann hafði unnið við kjötafurðastöðvar. „Búskapurinn var ekki að duga okkur og við rákumst á auglýsingu um kleinugerð sem gömul hjón á Skagaströnd höfuð rekið. Það fór svo að við keyptum af þeim húsið og tækin og fluttum það hingað heim og stofnuðum utan um það nýtt fyrirtæki, Sveitabakarí,“ útskýrir Hallfríður. Fyrirtækið var síðan stofnað í desember árið 2009 en í dag stendur það undir tveimur og hálfu stöðugildi. Það er, vinnu fyrir þau hjón auk þess sem kona af næsta bæ verður í hálfri stöðu hjá þeim í vetur. En hvað fannst sveitungunum um að bóndinn á Auðkúlu væri farinn út í kleinubakstur? „Ég held að þau hafi verið ógurlega hissa, kannski mest hissa á því Steikja kleinur í bakgarðinum að þetta gæti yfirhöfuð gengið hérna í sveitinni. Þau svo sem vissu að hann væri bakari þannig að það svo sem kom engum á óvart.“ Í Sveitabakaríi baka þau kleinur, flatbrauð, normal- og maltbrauð auk þess sem Valdemar hefur tekið að sér að baka ýmislegt sem hann hefur verið beðinn um fyrir veislur hjá sveitungunum og jafnvel fyrir jólin. Það hefði líklega einhverjum brugðið fyrir 50 árum eða svo hefði bóndi í sveitinni staðið í jólabakstri fyrir húsmæðurnar en svona breytast tímarnir og mennirnir með. Hallfríður var fram á vorið að vinna á Blönduósi en í vetur getur hún unnið alveg heima en þessa dagana standa breytingar í þessu minnsta bakaríi lands- ins en þau hjón festu kaup á tveimur vinnugámum frá Kárahnjúkum og eru að inn- rétta þá sem stækkað bakarí. „Við ætlum að fá okkur stærri og betri bakaraofna og fara að framleiða samlokubrauð til viðbótar við það sem við erum með nú þegar.“ Vörur frá Sveitabakaríi má kaupa í Hlíðarkaupi á Sauð- árkróki auk þess sem þær eru í sölu á Blönduósi og segja þau að Blönduósingar séu duglegir að versla brauðin þeirra. Þá fer flatbrauð í kaupfélagið á Hvammstanga. „Síðan erum við að senda vörur á Reykjavíkurmarkað, Frú Lauga á Laugalæk sem er bændamarkaður, Kostur í Kópavogi, Melabúðin. Þín Verslun Seljabraut, Búrið og Kjöthöllin eru öll að versla við okkur og Kostur hefur legið í okkur að framleiða meira,“ útskýra þau en eins og er eru þau að steikja um 500 kleinur á dag og stundum meira enda rjúka kleinurnar út. „Við höfum passað okkur á því að stækka bara hægt og rólega enda erum við orðin hundleið á bönkunum og höfum byggt þennan rekstur upp algjörlega án þess að vera að taka lán. Við fengum styrk á sínum tíma frá Framleiðnisjóð Landbúnaðarins auk þess sem Landbótasjóður gamla Svínavatnshrepps styrkti okkur í upphafi. Við ætlum að gera þetta á eigin hraða og verðleikum. Þó við séum að fara að framleiða matarbrauð þá erum við ekkert að fara í neina samkeppni við stóru bakaríin við verðum áfram bara við, Sveitabakarí,“ segja þau hjón að lokum. Hallfríður og Valdemar ásamt börnum sínum, Söndru og Óla.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.