Feykir


Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 4

Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 4
4 Feykir 31/2011 Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Er eitthvað að frétta? Biskup í Ábæjarmessu Hin árlega messa í Ábæjarkirkju í Austurdal var sunnudaginn 31. júlí sl. um verslunarmannahelgina. Sóknarpresturinn, séra Dalla Þórðardóttir, þjónaði fyrir altari. Kirkjukór Flugumýrar- og Miklabæjarsókna leiddi söng, en organisti var Jóhanna Marín Óskarsdóttir. Kristín Halla Bergsdóttir spilaði á fiðlu. Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, vísiteraði kirkj- una og predikaði í messunni en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur í Ábæ. Með biskupi í för var kona hans, Kristín Guðjóns- dóttir. Í predikun sinni, sem var mjög áhrifamikil, ræddi biskup fyrst um þann helga stað Ábæ, þar sem gott væri að vera og hafa handverk Skaparans fyrir augum. Út frá því ræddi hann nokkuð um lífið, undir lífsins, hvað það felur í sér að vera manneskja, hver við séum og á hvaða leið við erum. Því næst trú og vísindi. Margir álitu guðstrú úrelta eins og hvern annan barnaskap. „Vísindi hafa ekki afsannað trúna, þótt þau hafi gert margt gott,“ sagði biskup. Darwin gerði merkar uppgötvanir um þróun lífsins og flest líklega rétt, en hvorki honum né raunvísindum hefur tekist að útskýra til hlítar hið flókna undur, sem maðurinn er. Það er hugsun, hugar að baki öllu lífi, kærleiksríkur guð, sem elskar heiminn og sendi son sinn til að frelsa heiminn. Undir lífsins verður ekki skilið né skýrt með vísinda- legum aðferðum einvörðungu heldur aðeins í trú. „Vísindi og trú eiga samleið,“ sagði biskup m.a. í predikun sinni. Vel var hlustað á predikun biskups og mátti heyra saumnál detta, svo hljótt var umhverfis kirkjuna, þar sem fjöldi fólks sat á meðan á guðsþjónustunni stóð. Að lokinni athöfn buðu systkini Helga heitins Jónssonar öllum kirkjugestum, sem voru um 170 í kaffi heim að Merki- gili, eins og þau hafa gert frá árinu 1997, er Helgi hrapaði til bana í Merkigilinu. Með því vilja þau heiðra minningu hans, en einnig hafa þau gefið kirkjunni stórgjafir, málað hana og prýtt. Hitann og þungann nú síðustu árin hafa borið hjónin Kristín Jónsdóttir og Þórarinn Eggertsson, Hraungerði í Álftaveri. Tóku þau sig til ásamt dætrum sínum tveimur og máluðu kirkjuna að utan, áður en þau héldu aftur suður til síns heima. Almenn ánægja var með komu biskupshjónanna, sem með ljúfmannlegri framkomu unnu hug og hjörtu kirkjugesta og blönduðu við þá geði. Þess má geta, að biskup fór yfir á kláfnum við Skagastaði á leið fram að kirkju og gekk yfir Merkigilið í bakaleiðinni ásamt Agnari á Miklabæ og Gunnari á Löngumýri. AÐSEND GREIN Ólafur Hallgrímsson skrifar Skagafjörður Forn grafreitur á Óslandi Forn grafreitur fannst við fornleifarannsóknir á Óslandi í Óslandshlíð. Þar voru fornleifafræðingar Byggðasafns Skagfirðinga á ferðinni, við hina svokölluðu Skagfirsku kirkjurannsókn. Við fornleifauppgröftinn fundust átta til tíu grafir saman á litlu svæði, sem bendir til að þétt hafi verið grafið í garðinn. Ein gröfin var opnuð og var þar komið niður á bein barns sem hefur verið um 5 – 6 ára þegar það lést. Elstu heimildir um kirkju á Óslandi eru frá árinu 1591 og samkvæmt ritheimildum virð- ist kirkjuhald hafa verið þar fram til um 1690. Leifar hring- laga kirkjugarðs og kirkjutóftar innan hans, voru sýnileg fram yfir miðja síðustu öld en um- merki þeirra hurfu að mestu við jarðrækt. Helstu niðurstöður forn- leifarannsóknarinnar eru þær að þar sem grafir fundust undir óhreyfðu gjóskulagi úr Heklu frá 1104 er ljóst að kirkju- garðurinn hefur verið í notkun þegar á 11. öld. Bætti þessi rannsókn því 500 árum framan við þekkta sögu kirkjuhalds á Óslandi. Hægt er að sjá nánari upp- lýsingar um rannsóknina á heimasíðu Byggðasafns Skag- firðinga ( ÁSKORENDAPENNINN ) Anna Lilja Pétursdóttir í Varmahlíð Þá er nú betur heima setið en af stað farið! Í vor lágu fyrir boð í nokkur brúðkaup og því ljóst að framundan var ferðasumarið mikla hjá mér. Fyrsta brúðkaupið var reyndar utan landsteinanna, í smáþorpi fyrir utan Manchester. Þeir sem þekkja mig vita að ferðalög mín hafa oftast kostulegar ferðasögur í för með sér. Borðfélagi minn í brúðkaupinu í Manchester þekkti heldur betur vel til Íslands enda átti hann systur sem hafði unnið sem kynningar- og almennatengslafulltrúi fyrir íslenskt verkefni í Bretlandi, nánar tiltekið margumrætt ICESAVE. Eftir hrun missti systirin vinnuna og það að hafa tekið þátt frá byrjun í ICESAVE spunanum virtist ekki vera góður stökkpallur fyrir starfsferilinn því eina starfið sem henni bauðst eftir þetta var í Ástralíu. Við borðfélaginn ræddum ekki mikið um landsins gagn og nauðsynjar eftir að þetta kom fram þar sem hann hélt mínu heimalandi að hluta til ábyrgu fyrir því að missa einkasystkini sitt í aðra heimsálfu. Daginn eftir brúðkaupið mikla kom í ljós að Grímsvatnagos var hafið, brúðhjónin og helmingur brúðkaupsgestanna voru því strandaglópar í bili, engin heimferð og engin brúðkaupsferð. Það sama mátti svo sem segja um mig, engin heimferð á dagskrá hjá mér þar sem Icelandair hreinlega gleymdi okkur sem vorum stödd í Manchester á þessu tímabili. Ég get sagt ykkur núna að þegar flugfélag gleymir ykkur í öðru landi þá eruð þið í veseni, hafið það bara í huga. Heim komst ég þó á endanum en væri eflaust enn í Manchester ef ekki væri fyrir brjálaða Man. Utd. aðdáendur sem voru fastir með mér í borginni og gátu ekki hugsað sér að vera þar þegar Man.City liðið tæki sigurhring í miðbæinn með bikarinn sem liðið var nýbúið að vinna. Það kom þó að því að eitthvað gagn væri í þessu Man.Utd. mönnum. Þegar heim var komið tók næsta brúðkaup við. Það átti heldur betur að vera þjóðlegt og notalegt, veislan í afskekktustu byggð landsins og allir gestirnir áttu að kúra í tjöldunum sínum, enda ekki önnur gisting í boði. Til að gera langa sögu stutta fauk tjaldið mitt, niðdimm þokan kom í veg fyrir að hægt væri að njóta stórbrotins útsýnisins sem mér skilst að Strandirnar bjóði upp á og ríkið á Hólmavík er víst bara opið stundum og þá mjög stuttan tíma í einu. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá voru bæði ferðalögin gríðarskemmtileg. Eftir viðkomu á stöðum eins og Drangsnesi, Djúpuvík og Króksfjarðarnesi hefur þó sjaldan verið eins gott að koma heim til Varmahlíðar. Stundum þarf maður að fara að heiman til að átta sig á því hvað það er gott að koma heim aftur. - - - - - - Anna Lilja skorar á Pétur Fannberg Víglundsson frá Varmahlíð. Bjórhátíðin Hólasumbl hefst á Hólum laugardaginn 27. ágúst og verður þar fjölbreytt dagskrá í boði. Þar á meðal verða bjór- kynningar, þar sem smakkað verður á hinum ýmsum gerð- um af íslenskum bjór, hægt að spreyta sig í kútarúllkeppni og loks verður kosning um besta bjór hátíðarinnar. Aðgangseyrir á hátíðina er 4500 kr. Innifalið er glas, merkt Bjórsetri Íslands, þrír bjórmiðar og miði fyrir ham- borgara frá Ferðaþjónustunni á Hólum. Aldurstakmark er 20 ár. Nánari upplýsingar eru fáanlegar hjá bjorsetur@mail. holar.is Bjórhátíð á Hólum Hólasumbl Biskup við altari Ábæjarkirkju. Mynd: ÓÞH

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.