Feykir


Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 2

Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 2
2 Feykir 31/2011 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir – gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 861 9842 Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 317 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Feykir Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Ríkið gaf og ríkið tók Á síðustu árum árunum fyrir hrun og árið eftir var á Norð- urlandi vestra unnið eftir svo kölluðum Vaxtarsamningi auk þess sem sérsök störf í voru búin til í sérstöku átaki er kvótinn var minnkaður. Í þessum átökum urðu til störf bæði hér á Norðurlandi vestra svo og víðar á landsbyggðinni. Flest störfin voru búin til í kring um hin ýmsu setur og söfn. Þá fengu stofnanir aukið fé til rannsóknavinnu sem unnin var úti á landi. Síðustu tvö árin hafa þessi störf síðan smá saman verði tekin til baka, fjármagni til rannsóknarstarfa og sérstakra verkefna hefur verið kippt nánast alveg til baka auk þess sem fjármagn sem hin fjölmörgu setur hafa haft til umráða hefur minnkað það mikið að þau eru vart starfhæf. Tugir og jafnvel hundruð milljóna hafa verið lögð í þessi verkefni sem í dag eru sum hver horfin, önnur hanga á horriminni. Segja má að ríkið hafi gefið og ríkið hafi tekið. Ég hef undan farin ár oft velt fyrir mér því sem mér hefur virst skortur á skilvirkni í því hvernig fé frá hinum opinbera er dreift um landið. Stundum finnst mér eins og að landsbyggðinni sé rétt, hugsunarlaust, summa fjár og sagt um leið. „Hana, byggið nú eitthvert setur eða skráið einhver söfn og í guðs bænum þegið rétt á meðan.“ Setrunum og skráningarverkefnunum eru síðan allir búnir að gleyma þegar kemur að næstu fjárlögum og fá verkefni verða sjálfbær. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig þetta hefði farið ef við hefðum reynt í sameiningu að berjast fyrir því að þessum peningum yrði varið í færri en stærri verkefni. Verkefni sem hefðu átt möguleika á sjálfbærni og jafnvel störfum. Hættum að taka á móti tímabundnum smádúsum, heimtum alvöru lausnir. Við eigum það skilið. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Sveitarstjórn Skagafjarðar Átelur seinagang menntamálaráðherra Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti samhljóða í gær bókun frá Sigurjóni Þórðarsyni, fulltrúa Frjálslyndra- og óháðra, þar sem sveitastjórn átelur þann drátt sem orðið hefur á skipun í stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Ályktun sveitastjórnar; „Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar átelur þann drátt sem orðið hefur á skipun í stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sam- kvæmt auglýsingu um starfið var gert ráð fyrir að nýr skóla- meistari tæki til starfa þann 1. ágúst síðastliðinn. Ljóst er að nú þann 23. ágúst þegar skólinn verður settur, hefur ekki verið gengið frá ráðningu nýs skólameistara og hlýtur það að bitna á allri skipulagsvinnu, sem er nauðsynlegt til þess að skólastarf geti gengið hnökralaust fyrir sig." Barnavernd Skagafjarðar telur ekki tímabært að til starfa taki ein sameig- inleg barnaverndarnefnd fyrir Norðurland vestra líkt og stjórn SSNV hefur lagt til. Telur nefndin að undirbúa þurfi slíka aðgerð betur en gert er í fyrirliggjandi skýrslu stjórnar SSNV sem fylgdi tillögunni. Nefndin telur fjárhagslegan og faglegan ávinning af sameiningu ekki ljósan. Nefndin telur að málið þurfi frekari meðferð innan aðildarsveitarfélaga SSNV. Skagafjörður Telur sameiningu ekki tímabæra Byggðarráð Húnaþings vestra Leggur línurnar fyrir ársþing SSNV Byggðarráð Húnaþings vestra hefur ákveðið að senda fulltrúa sína með ákveðin erindi á ársþing SSNV sem haldið verður í Reykjaskóla dagana 26. – 27. ágúst. Snúa erindin að þeim verkefnum sem Húnaþing vestra leggur áherslu á í samstarfinu. Verkefnin eru þessi; „Sveit- arstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að sameina félags- og skólaþjónustu í sveitarfélaginu og með því veita íbúum heild- stæða þjónustu. Þar er gert ráð fyrir ráðgjöf við börn og full- orðna í málefnum fatlaðra. Byggðarráð ítrekar beiðni um að stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra greiði sveitarfél- aginu fyrir þá þjónustu og geri ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2012. Í tengslum við Landshluta- áætlun Norðurlands vestra, Ísland 2020, leggur byggðarráð áherslu á að koma á dreifnámi í Húnaþingi vestra og stuðning við lagningu hitaveitu í dreifbýli í Húnaþingi vestra. Vegna samgönguáætlunar áranna 2011-2014 er áherslu- atriði Húnaþings vestra lagning bundins slitlags á Vatnsnesveg og Miðfjarðarveg.“ Byggðarráð Húnaþings vestra hefur gengið frá samningi við Skeljung ehf um leigu á landspildu í Melstaðarlandi undir bensínstöð og veitingaskála. Mun hinn nýi skáli því vera í samkeppni og hrein viðbót við Staðarskála í Hrútafirði. Húnaþing vestra Skeljungur ætlar að opna veit- ingaskála „Þetta kom á óvart, við vissum ekkert af þessu fyrr en blaðamenn fóru að hringja í mig ,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum í gær. Gunnar Bragi segir að Guðmundur hafi áður en blaðamenn fóru að grafast fyrir um málið ekki sagt félögum sínum í þingflokkn- um frá ákvörðun sinni. Skagafjörður Guðmundur yfirgefur Framsókn Fulltrúi Frjálslyndra og óháðra í sveitarstjórn Skagafjarðar Álítur endurskoðun fjárhagsáætlunar tímasóun Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra í sveitarstjórn Skagafjarðar óskaði bókað á fundi sveitarstjórnar í gær að hann teldi endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 tímaeyðslu. Nær væri að beita sér fyrir aðgerðum sem gætu orðið til þess að endar næðu saman í rekstri sveitarfélagsins. Segir Sigurjón í bókun sinni að upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins beri með sér að tap sveitarfélagsins á hverjum degi sé liðlega ein milljón króna. Segir Sigurjón að í stað þess að fara í hagræðingar- aðgerðir sem hagræðingar- nefnd á vegum sveitarfélagsins hafi lagt til hafi meirihlutinn staðið fyrir tugmilljóna út- gjöldum sem ekki hafi verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun Skagafjarðar. Blönduós Rekstur Blönduós- bæjar á áætlun Húni.is segir frá því að rekstur Blönduósbæjar fyrstu sjö mánuði ársins gengur samkvæmt áætlun. Bókfærðar tekjur á tímabilinu nema um 396,5 milljónum króna en fjár- hagsáætlun gerir ráð fyrir tekjum að fjárhæð 640 milljónum króna fyrir allt árið. Bókuð útgjöld tíma- bilsins nema um 333,2 milljónum króna en fjárhags- áætlun ársins gerir ráð fyrir útgjöldum upp á 580,6 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða fyrstu sjö mánuði ársins er jákvæð um sem nemur 62,2 mill- jónum króna en fjárhags- áætlun án afskrifta, verðbóta og söluhagnaðar gerir ráð fyrir að tekjur nemi 59,4 milljón króna umfram gjöld. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í dag. Þar kom einnig fram að fjárfestingar fyrstu sjö mánuði ársins námu um 2,6 milljónum króna en gert er ráð fyrir um 7 milljónum króna í fjárfest- ingar á árinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.