Feykir


Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 5

Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 5
31/2011 Feykir 5 Knattspyrna 2. deild : Tindastóll/Hvöt Komnir á toppinn Á laugardag mætti lið Tindastóls/Hvatar Hvergerðingum í Hamri í mikilvægum leik í 2. deildinni í knattspyrnu. Það var ljóst fyrir leikinn að ef heimamenn næðu að fagna sigri væru þeir komnir í toppsæti 2. deildar Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en heimamenn voru sterkari síðustu mínút- urnar og höfðu náð yfir- höndinni fyrir hlé með marki frá Atla Arnarsyni. Í síðari hálfleik bætti Ingvi Hrannar Ómarsson við marki en gestirnir úr Hveragerði hleyptu spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í 2-1. Þeir lögðu síðan kapp á að jafna metin en það bitnaði á varn- arleiknum og heimamenn gengu á lagið. Arnar Sigurðsson gerði þriðja markið eftir að hafa fengið stungu inn fyrir vörn Hamars og Ingvi Hrannar bætti svo við öðru marki sínu í leiknum og lokatölur 4-1. Lið Tindastóls/Hvatar er á toppi 2. deildar þegar fjórar umferðir eru eftir en það eru hörkuleikir framundan og staðan í deildinni hnífjöfn þannig að okkar menn verða að halda vel á spöðunum ef þeir ætla sér upp. Næsti leikur er úti gegn Árborg á 26. ágúst. Byrðuhlaup Ungmennafél- agsins Hjalta var haldið laugardaginn 13.ágúst síðastliðinn í 3.sinn í blíð- skaparveðri sem hafði sitt að segja um þann árangur sem náðist í hlaupinu. Hlaupið er ræst í hliði sem liggur inná tjaldsvæði Hóla- skógar og hlaupið eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Að þessu sinni spreyttu 8 hlauparar sig og luku þeir allir hlaupinu með sóma. Byrðuhlaupari ársins er Guðmundur Þór Elíasson, Vestur-Húnvetningur og hrossabóndi á Varmalæk 1 og setti hann nýtt met á leiðinni þegar hann hljóp á 29,30 mínútum. Fast á hæla hans kom Nökkvi Már Víðisson (14 ára) frá Kjarvalsstöðum á 29,37 mín en hann varð fyrir því óhappi að detta á enda- sprettinum. Til marks um góðan árangur hlauparanna voru fyrstu 5 hlaupararnir undir gamla metinu sem Guðmundur Elí Jóhannsson (12 ára) átti og voru 34,09 mínútur. Guðmundur Elí er jafnframt eini hlauparinn sem hefur tekið þátt í Byrðuhlaupinu öll þau 3 skipti sem það hefur verið haldið en að þessu sinni hljóp hann þrátt fyrir að vera hálflasinn. Fyrst kvenna var Sigríður Vaka Víkingsdóttir (12 ára) á 33,37 mínútum og er það nýtt met í kvennaflokki. Sigurvegarar í karla og kvennaflokki fengu veglega verðlaunapeninga og Byrðu- hlaupari ársins fékk farand- bikarinn til vörslu í eitt ár. Ungmennafélagið Hjalti færir þeim sem aðstoðuðu við hlaupið og undirbúning þess bestu þakkir fyrir ómet- anlega aðstoð. Texti og myndir: Guðrún Stefánsdóttir Byrðuhlaupið 2011 Guðmundur Þór sigraði á nýju meti Íþróttafréttir Feykis Nánari fréttir af íþróttum má finna á slóðinni > www.feykir.is/ithrottir Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki, Guðmundur Þór og Sigríður Vaka. Opið íþróttamót Þyts Mette Mannseth var stigahæst Þá er Opna íþróttamóti Þyts 2011 lokið. Mótið var sterkt, góð hross og flottir knapar af öllu Norðurlandi vestra mættir til leiks. Fjórgangssigurvegari var Mette Mannseth og Segull frá Flugumýri II og fimmgangs- sigurvegari var einnig Mette Mannseth og Hnokki frá Þúfum. Stigahæsti knapi mótsins var ofurkonan Mette Mannseth. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins. Fimmgangur b-úrslit - 1. flokkur 6. Ísólfur Líndal Þórisson / Ræll frá Gauksmýri 6,55 7. James Bóas Faulkner / Flugar frá Barkarstöðum 6,19 8. Sverrir Sigurðsson / Rammur frá Höfðabakka 5,88 9. Greta Brimrún Karlsdóttir / Hula frá Efri-Fitjum 5,76 Fimmgangur a-úrslit - 1. flokkur 1. Mette Mannseth / Hnokki frá Þúfum 7,26 2. Bjarni Jónasson / Djásn frá Hnjúki 7,21 3. Þórarinn Eymundsson / Seyðir frá Hafsteinsstöðum 7,14 4. Jóhann Magnússon / Hugsýn frá Þóreyjarnúpi 6,60 5. Fanney Dögg Indriðadóttir / Kara frá Grafarkoti 6,21 Fjórgangur - 1. flokkur 1. Mette Mannseth / Segull frá Flugumýri II 7,53 2. Ísólfur Líndal Þórisson / Kristófer frá Hjaltastaðahv. 6,93 3. Tryggvi Björnsson / Stimpill frá Vatni 6,83 4. Riikka Anniina / Gnótt frá Grund II 6,40 5. Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,13 Fjórgangur - 2. flokkur 1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Ræll frá Varmalæk 6,77 2 Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti 6,50 3 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,27 4 Sandra Marin / Glymur frá Akureyri 6,23 5 Íris Sveinbjörnsdóttir / Bráinn frá Akureyri 5,57 Fjórgangur - unglingaflokkur 1 Elín Magnea Björnsdóttir / Stefnir frá Hofsstaðaseli 6,67 2 Brynja Kristinsdóttir / Tryggvi Geir frá Steinnesi 6,57 3 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 6,17 4 Bryndís Rún Baldursdóttir / Birna frá Vatnsleysu 6,03 5 Birna Olivia Ödqvist / Björk frá Lækjamóti 5,33 Fjórgangur - barnaflokkur 1 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 6,30 2 Jónína Ósk Sigsteinsdóttir / Vár frá Lækjamóti 5,27 3 Eva Dögg Pálsdóttir / Katla frá Fremri-Fitjum 5,20 4 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Mímir frá Syðra-Kolugili 3,90 5 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 3,70 Tölt T2 1 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 6,50 2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Kátur frá Grafarkoti 6,42 3 Ragnar Stefánsson / Saxi frá Sauðanesi 6,04 4 Sverrir Sigurðsson / Arfur frá Höfðabakka 5,00 5 Þóranna Másdóttir / Hvítserkur frá Gauksmýri 4,17 Tölt - 1. flokkur 1 Þórarinn Eymundsson / Taktur frá Varmalæk 8,11 2 Mette Mannseth / Segull frá Flugumýri II 7,67 3 Tryggvi Björnsson / Sif frá Söguey 7,33 4 Riikka Anniina / Gnótt frá Grund II 6,72 5 Elvar Logi Friðriksson / Stuðull frá Grafarkoti 6,61 Tölt - 2. flokkur 1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárg. 6,94 2 Ragnar Smári Helgason / Kóði frá Grafarkoti 6,33 3 Vigdís Gunnarsdóttir / Ræll frá Gauksmýri 5,94 4 Halldór Sigfússon / Seiður frá Breið 5,78 5 Anna Lena Aldenhoff / Dorit frá frá Gauksmýri 5,67 Tölt - unglingaflokkur 1 Valdimar Sigurðsson / Fönix frá Hlíðartúni 6,62 2 Finnbogi Bjarnason / Svala frá Garði 6,56 3 Aron Orri Tryggvason / Sóldögg frá Efri-Fitjum 6,50 4 Atli Steinar Ingason / Diðrik frá Grenstanga 6,22 5 Elín Magnea Björnsdóttir / Stefnir frá Hofsstaðaseli 6,11 Tölt - barnaflokkur 1 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Funi frá Fremri-Fitjum 5,50 2 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,39 3 Jónína Ósk Sigsteinsdóttir / Vár frá Lækjamóti 5,11 4 Eva Dögg Pálsdóttir / Katla frá Fremri-Fitjum 5,00 5 Telma Rún Magnúsdóttir / Efling frá Hvoli 4,61 Gæðingaskeið 1. sæti - Tryggvi Björnsson, Dynfari frá Steinnesi - 8,00 Umferð 1 6,00 8,00 8,00 8,40 6,50 7,75 Umferð 2 7,00 8,00 8,00 8,20 7,50 8,25 2. sæti - Mette Mannseth, Háttur frá Þúfum - 7,13 Umferð 1 7,00 7,50 7,00 8,80 7,00 7,42 Umferð 2 6,50 7,00 7,00 9,20 6,50 6,83 3. sæti - Sverrir Sigurðsson, Rammur frá Höfðabakka - 6,67 Umferð 1 5,00 7,00 7,50 9,50 6,00 6,33 Umferð 2 4,00 8,00 8,00 9,10 7,50 7,00 4. sæti - Mette Mannseth, Hnokki frá Þúfum - 6,38 Umferð 1 6,50 6,50 6,50 9,22 5,00 6,42 Umferð 2 6,00 6,00 6,50 9,50 7,00 6,33 5. sæti - Elvar Logi Friðriksson, Kaleikur frá Grafarkoti - 6,29 Umferð 1 2,00 7,00 6,50 8,80 3,50 5,83 Umferð 2 3,50 7,50 7,00 8,70 6,00 6,75 Tryggvi Björnsson og Dynfari frá Steinnesi, sigurvegarar í Gæðingaskeiði og 100 m skeiði. Mynd: thytur.123.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.