Feykir


Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 3

Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 3
31/2011 Feykir 3 Multi Musica hópurinn Með útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi Viltu koma í heimsreisu með Multi Musica? Þann 17. september verða útgáfutónleikar Multi Musica hópsins í Salnum Kópavogi en diskurinn Unus Mundus er nýkominn út. Á diskinum eru 13 lög frá 11 löndum, farið er í ferðalag í fylgd tónlistar frá Mexíkó, Chilé, Kúbu, Brasilíu, Suður- Afríku, Keníu, Indlandi, Rúm- eníu, Spáni, Grikklandi og endar ferðin á Íslandi. Hópinn skipa níu tónlistar- menn úr Skagafirði en diskur- inn er gefinn út í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarð- ar og Vini Kenía, en hluti af ágóða disksins rennur til upp- byggingu Lakeview skólans í Maeri við Viktoríuvatn í Kenýa. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangseyrir kr.2.500. Framtíðaratvinna Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 og á staðnum. FISK Seafood hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út fjóra togara og rekur landvinnslur á Sauðárkróki, Skagaströnd og Grundarfirði. Fólk vantar til starfa í landvinnsluna á Sauðárkróki til hefðbundinna fiskvinnslustarfa. Vinnutíminn er frá kl. 07:00 – 15:30 Framtíðaratvinna Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 og á staðnum. FISK Seafood hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út fjóra togara og rekur landvinnslur á Sauðárkróki, Skagaströnd og Grundarfirði. Fólk vantar til starfa í landvinnsluna á Sauðárkróki til hefðbundinna fiskvinnslustarfa. Vinnutíminn er frá kl. 07:00 – 15:30 Framtíðaratvinna Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 og á staðnum. FISK Seafood hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út fjór togara og rekur landvinnslur á Sauðárkróki, Skagaströnd og Grundarfirði. Fólk vantar til starfa í landvinnsluna á Sauðárkróki til hefðbundinna fiskvinnslustarfa. Vinnutíminn er frá kl. 07:00 – 15:30 Fra tíðaratvinna Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 og á staðnum. FISK Seafood hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út fjóra togara og rekur landvinnslur á Sauðárkróki, Skagaströnd og Grundarfirði. Fólk vantar til starfa í landvinnsluna Sauðárkróki til hefðbundinna fiskvinnslustarfa. Vinnutíminn er frá kl. 07:00 – 15:30 Framtíðaratvinna Fólk vantar til starfa í landvinnslu FiSK Seafood á Sauðárkróki til hef u din a fiskvinnslustarfa. vinnutíminn er frá kl. 07:00 – 15:30 Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 og á staðnum. Byggðastofnun Ráðherraskipuð stjórn tekur við Mbl.is segir frá því að ný stjórn Byggðastofnunar tók við á ársfundi stofnunarinnar í dag. Nýr stjórnarformaður er Þóroddur Bjarnason prófessor á hug- og félags- vísindasviði Háskólans á Akureyri. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- ráðherra, skipaði stjórnina en ekki var leitað eftir tilnefning- um frá þingflokkum stjórn- málaflokkanna. Segir iðnaðar- ráðuneytið að það sé í samræmi við álit ríkisendurskoðunar frá árinu 1996 en þar var lagt til að komið yrði á beinu stjórnsýslu- sambandi milli ráðherra og stofnunarinnar. Samkvæmt því skuli ráðherra skipa beint í stjórn stofnunarinnar þar sem hann beri ábyrgð á stofnuninni og gagnvart Alþingi samkvæmt ráðherraábyrgð. Aðrir í stjórninni eru Ásta Dís Óladóttir framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar, Guð- mundur Gíslason fram- kvæmdastjóri Gámaþjónustu Austurlands, Gunnar Svavars- son sjálfstætt starfandi ráðgjafi, Sigurborg Kr. Hannesdóttir framkvæmdastjóri ráðgjafa- fyrirtækisins Ildi, Valdimar Hafsteinsson framkvæmda- stjóri Kjöríss og Ólöf Hall- grímsdóttir, ferðaþjónustu- bóndi á Vogum í Mývatnssveit. Varamenn í stjórn eru Þorsteinn Gunnarsson f.v. rektor Háskólans á Akureyri, Þorkell Sigurlaugsson fram- kvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, Bergsteinn Einars- son, framkvæmdastjóri Set ehf., Matthildur Helgadóttir Jónu- dóttir framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar Snerpu, Jóna Árný Þórðardóttir grein- ingarsérfræðingur innra eftir- lits hjá Alcoa Fjarðaáli, Laufey Helgadóttir hótelhaldari á Hótel Smyrlabjörgum og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir lektor við Háskólann á Hólum. Multi Musica-hópinn skipa f.v. Jóhann og Margeir Friðriks, Rögnvaldur Valbergs, Ásdís Guðmunds, Íris Baldvins, Ólöf Ólafs, Jóhanna Óskars, Sorin Lazar og Sveinn Sigurbjörns. Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar afhenti Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki garðbekk að gjöf í gær. Herdís Klausen, framkvæmdastjóri hjúkrunar, veitti bekknum formlega viðtöku fyrir hönd Heilbrigðisstofn- unarinnar. Bekkurinn er staðsettur sunnan við Heilbrigðisstofnunina og á honum er skilti með áletrunina: „Góð áning við vinarþel.“ Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki HS fær bekk að gjöf Herdís Klausen tekur við bekk fyrir hönd HS. Bekkurinn var gjöf frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.