Feykir


Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 6

Feykir - 25.08.2011, Blaðsíða 6
6 Feykir 31/2011 Úlfur Úlfur er nýtt band sem á síðustu vikum hefur vakið verðskuldaða athygli enda spila strákarnir flotta tónlist auk þess að vera duglegir að koma sér á framfæri. Til þess nota þeir Facebook og Youtube og segja fullum fetum að internetið sé málið. Feykir eyddi í síðustu viku hádeginu með þessum stjörnum framtíðarinnar inni í listasmiðju á leikskóla í Reykjavík. Bandið skipa Króksararnir Helgi Sæmundur Guðmunds- son og Arnar Freyr Frostason auk Keflvíkingsins Þorbjörns Einars Guðmundssonar, eða Bjössa. Þegar blaðamann ber að garði voru þeir Arnar og Bjössi fastir í umferð en Helgi Sæmundur var að gefa verðandi skólabörnum sem flest voru á sínum síðasta leikskóladegi hádegisverð. Blaðamaður að- stoðar við hádegisverðinn og úr verða fjörugar samræður. Krökkunum finnst mikið til að Helgi Sæmundur sé að fara í blaðaviðtal þó ekki þekki þau blaðið. Umferðahnúturinn losnar og maturinn á diskunum klárast, börnin fara í hvíld og Helgi Sæmundur fær örstutt hlé til þess að geta svarað spurn- ingum blaðamanns. Svona er líf popparans á Íslandi í dag. Við fáum okkur sæti inni í listasmiðju og ég byrja á því að spyrja strákana út í hvers konar band Úlfur Úlfur sé? „Vá, nú langar mig að segja eitthvað geðveikt stórt og framúrskarandi en skortir orðin,“ svarar Arnar og þeir hlæja allir. „Við erum band í útrás, okkar nálgun á popptónlist er meira í ætt við rapp en samt sem áður er við með öll poppelementin í þessu,“ bætir hann við. Náðu saman í gegnum FIFA Þeir Arnar og Helgi Sæmundur hafa lengi starfað saman í tónlist en hvernig skyldi Bjössi hafa komið inn í þetta samstarf? „Hann er bara svo góður, snýst þetta ekki allt um hæfileika,“ spyr Arnar á móti og Helgi Sæmundur bætir við. „Við hittum hann þegar verið var að taka upp video með MC Gauta, eftir upptökur fórum við í FIFA og eftir það var ekki aftur snúið. Þegar þú hefur spilað FIFA með einhverjum þá er hann orðinn svo gott sem besti vinur þinn.“ (Fyrir þá sem ekki vita þá er FIFA fótboltaleikur) Bjössi er sjálfur samhliða starfi sínu með strákunum að vinna að sinni fyrstu sólóplötu en hún mun eingöngu koma út rafrænt. „Frítt og gott, það er fín leið þegar maður er að koma sér á framfæri að byrja á því að gefa út rafrænt og leyfa þá frítt niðurhal á tónlistinni. Síðan fær maður bara peningana fyrir að spila,“ úrskýrir Bjössi og bætir síðan við. „Internetið er það besta sem komið hefur fyrir unga og fátæka tónlistarmenn. „Það er frábær leið til þess að kynna sig fyrir svo gott sem engan pening. Það eina sem maður þarf að kosta til eru græjurnar til þess að geta komið tónlistinni á netið.“ Ég ákveð að bakka örlítið með viðtalið og koma að íslenskum sveitasið með betri kynningu á strákunum, ættum þeirra og uppruna. Við byrjum á Arnari Frey. „Já, þú segir það, ég er sonur þeirra Frosta Frostasonar og Sigríðar Ragnarsdóttur,“ svarar hann og lítur á Helga. „Vá, ég veit ekki hvað ég á að segja meira,“ segir hann og þeir hlæja allir en Arnar heldur þó áfram: „Ég er búin að vera viðloðandi tónlist síðan ég var í grunnskóla og lengst af í einhverju samstarfi við hann Helga Sæmund hér. Rappið og tónlistin er mín ástríða í lífinu í raun mín eina ástríða.“ Arnar Freyr hefur í sumar starfað á heimili fyrir einhverfa drengi en þegar blaðið kemur út verður hann sestur á skólabekk en hann hefur nú valið sitt framtíðar fag og hyggst leggja stund á nám í kennarafræðum. „Ég ætla að vera í skóla og reyna samhliða því að semja og framleiða eins mikla tónlist og ég get. Þetta er því voða einfalt og ljúft líf.“ Svo mörg voru þau orð og við beinum athygli okkar að Helga Sæmundi sem er sonur Guðmundar Ragnarssonar og Herdísar Sæmundardóttur. Helgi líkt og Arnar segist eiga erfitt með að svara svona spurning um persónu sína. „Ég er úr Fljótunum í Skagafirði og Siglufirði. Ég hef verið í kringum tónlist mjög lengi. Tók þátt í að stofna tónlistarklúbb við FNV þar sem starfaði Hlutirnir gerast á Internetinu Strákarnir í Úlfi Úlfi í Feykisviðtali Arnar Freyr, Helgi Sæmundur og Þorbjörn Einar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.