Feykir


Feykir - 02.02.2012, Síða 5

Feykir - 02.02.2012, Síða 5
 05/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Körfubolti : Iceland Express deildin Menn komu hauslausir ICELAND EXPRESS DEILDIN TINDASTÓLL 72 KEFLAVÍK 91 Tindastólsmenn komu fjallbratt niður á jörðina sl. föstudagskvöld eftir frábært gengi í síðustu 10 leikjum. Keflvíkingar mættu í heimsókn í Síkið og það var bókstaflega engin miskunn hjá Magnúsi Gunnarssyni og félögum hans úr Reykja- nesbænum. Eftir hressilegan fyrsta fjórðung tóku gestirnir öll völd á vellinum og heimamenn voru ráð- og dáðlausir nánast til leiksloka. -Nei þetta var ekki erfiður leikur. Við spiluðum bara eins og fávitar, sagði Helgi Rafn Viggósson leikmaður Tinda- stóls eftir leik Tindastóls og Keflavíkur sl. föstudagskvöld en þar biðu heimamenn lægri hlut fyrir liði gestanna í Iceland Expressdeildinni 72 – 91. Illa gekk hjá Stólunum að komast inn í leikinn, hittu illa og marg- ar sendingar fóru forgörðum. -Menn komu hauslausir, það er bara þannig. Ef menn mæta ekki með rétt hugarfar í leikinn þá fer þetta svona, sagði Helgi er hann var spurður hvað hefði gerst hjá liðinu. –Þetta er svosem bara einn leikur en við erum búnir að vera á ágætis „rönni“ og svo töpum við þessum leik núna en svo er bara að gíra sig upp fyrir næsta leik á fimmtudaginn næsta (í kvöld). Nú hendum við þessum leik aftur fyrir okkur og byrjum upp á nýtt og tökum leikinn á móti Fjölni í Grafarvoginum. Þessi leikur hjá okkur í kvöld var skelfilegur og ég ætla að vona að menn gyrði sig í brók og mæti almennilegir í næsta leik, sagði Helgi svekktur með frammistöðu liðsins. Tindastóll: Miller 15, Rikki 15, Svabbi 14, Allen 8, Loftur Páll 6, Helgi Rafn 6, Þröstur Leó 5, Ingvi Rafn 2 og Helgi Margeirs 1. /PF mt .... Körfuknattleiksdeild Tindastóls ákvað að senda hinn hávaxna leikmann Myles Luttman til síns heima eftir stutta dvöl á Króknum en ljóst var fljótlega eftir að hann kom á Krókinn að hann skorti ýmislegt sem gott er að hafa í körfubolta en hæðin ein dugði ekki til að festa sig í sessi í liði Tindastóls. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar taldi sig vera búna að fá Igor Tratnik í hans stað en sá hefur verið leikmaður Vals í vetur. Var leikmönnum Tindastóls tilkynnt um komu kappans og fyrsta æfing með liðinu átti að vera sl. mánudagskvöld. Skrifuð var frétt um málið á Feyki.is sem vakti athygli og undrun stjórnar Vals sem ekki hafði losað leikmann- inn undan samningi við liðið og taldi að Tindastóll viðhefði óheiðarleg vinnubrögð í málinu. Heimildir Feykis herma að umboðsmaður Igors hafi um nokkurn tíma leitað að öðru liði fyrir hann og boðið Tindastóli. Ekki var búist við öðru en hann væri laus af þeim sökum og hann því kynntur til sögunnar. Stjórn deildar- innar hefur velt vöngum um næstu skref sem stigin verða í leikmannakaupum en ekki hafði verið tekin ákvörðun þegar blaðið fór í prentun. /PF Körfubolti : Stólarnir sendu Luttman heim Héldu að Igor Tratnik væri að koma Atskákmót Sauðárkróks Teflt á þriðjudögum Fimmtudaginn 26. janúar á afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák, Friðriks Ólafssonar, var teflt víðsvegar á landinu honum til heiðurs. Skákfélag Sauðárkróks greip tækifærið og blés til atskákmóts. Nú er lokið 6 umferðum af 9 og er Jón Arnljótsson einn efstur með fullt hús vinninga, en Unnar Ingvarsson og Christoffer Munkholm koma skammt á eftir. Alls taka 9 keppendur þátt í mótinu sem lýkur næsta þriðjudag. -Skákfélag Sauðárkróks er mjög gamall félagsskapur sem senn nálgast það að verða hundrað ára. Við erum nokkrir karlar sem höfum haldið þessu gangandi undanfarið ár, hitt- umst vikulega á veturna og höfum teflt í Íslandsmóti skákfélaga, þar sem við erum í 3. deild haldið Norðurlandsmót og innanfélagsmót. Við teflum á þriðjudagskvöldum klukkan átta í Safnahúsinu, segir Unnar Ingvarsson formaður Skák- félags Sauðárkróks en að hans sögn mættu fleiri mæta og taka þátt í skemmtilegum félagskap og hvetur hann fólk til að láta sjá sig. –Við höfum verið að mæta um 10-12 manns en það eru um 20-25 manns skráðir í félagið, segir Unnar sem getur ekki varist brosi þegar blaða- maður spyr hvort þetta sé dýrt sport. –Nei þetta er ekki dýrt. Það kostar ekkert að koma og tefla með okkur. /PF Helga Margrét Þorsteins- dóttir er nú að hefja sitt innanhússtímabil og hefur keppt í fimm greinum á tveimur mótum undanfarið. Á RIG sem haldið var í Reykjavík fyrir skömmu stökk hún 1.73m í hástökki sem var allt í lagi að mati Vésteins Hafsteinssonar þjálfara, en hún á best 1.77m. Helga bætti sig í 800m hlaupi, hljóp á 2.12,85mín sem er einkar góður árangur. Síðstliðinn sunnudag keppti Helga Margrét í Norr- köping í Svíþjóð og náði hún tímanum 8.92sek í 60m grindahlaupi, en þar á hún best 8.69sek. Í kúluvarpi varpaði hún kúlunni 14.74m en hún á best 15.01m kast og stökk svo 5.68m í langstökki en þar er hennar besti árangur 5.92m. Frjálsar íþróttir : Helga Margrét Þorsteinsdóttir Komin á fullt skrið -Helga er jákvæð og finnst hún vera á réttri leið eftir erfiðan seinni part sumarsins 2011 og miklar breytingar sem fylgdu í kjölfarið með flutningi hingað út, háskóla- námi, nýjum áherslum í æfingum, nýjum þjálfara og svo framvegis, segir Vésteinn. Helga mun keppa í sinni fyrstu fimmtarþraut innan- húss um helgina í Tallinn í Eistlandi og telur Vésteinn að möguleikinn sé stór á nýju meti hjá henni. /PF KSÍ hefur birt fyrstu drög að dagsetningum á leikjum Íslandsmótsins í sumar og hefst keppni í 2. deild þann 12. maí. Fyrsti leikur Tindastóls verður útileikur gegn Haukum á Ásvöllum í Hafnafirði en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Víkingi Ólafsvík þann 19. maí. Mótið stendur yfir til 22. september og endar með útileik gegn Þrótti í Reykjavík. Leikir Tindastóls á Íslands- mótinu sumarið 2012 verða leiknir á laugardögum. /BÞ Íslandsmót meistaraflokks karla í fótbolta Fótboltaveislan hefst 12. maí Stór hópur ungmenna frá UMSS keppti á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um sl. helgi. Samkvæmt heimasíðu Tindastóls var mótið mjög fjölmennt, með nálægt 800 keppendum í allt að 60 grein- um. Skagfirðingarnir stóðu sig vel og unnu til 18 verðlauna, 4 gull, 8 silfur og 6 brons. Verðlaunahafar UMSS voru: Ísak Óli Traustason (16-17) sigraði í hástökki og þrístökki, varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi og 3. sæti í langstökki. Sæþór Már Hinriksson (12) sigraði í langstökki og varð í 3.-4. sæti í hástökki. Björn Margeirsson sigraði í 1500m karla. Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14) varð í 2. sæti 60m, 200m, 60m grind. og langstökki. Berglind Gunnarsdóttir (11) varð í 2. sæti í kúluvarpi. Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17) varð í 2. sæti í 200m. Sveinbjörn Óli Svavarsson (15) varð í 2. sæti í í stangarstökki. Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (16-17) varð í 3. sæti í 60m og 400m. Gunnar Freyr Þórarinsson (13) varð í 3. sæti í kúluvarpi. Haukur Ingi Marinósson (14) varð í 3. sæti í kúluvarpi. /BÞ Stórmót ÍR í frjálsíþróttum UMSS sendi fjölmennt lið

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.