Feykir


Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 02.02.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 05/2012 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ingólfur Ómar sem orðar þetta djöfuls tíðarfar í fjórum línum á eftirfarandi hátt. Vetrartíðin geysi grimm gerir víða baga. Ofanhríðin æði dimm oft vill lýðinn plaga. Kannski má halda áfram með góðgæti úr Skagafirði. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka fann oft til þess hve aðstaða hans var erfið til að sinna huglægum viðfangsefnum. Um þær hugleiðingar mun hann hafa ort þessa. Mín er sálin kreppt í kút kraftlítil að glíma. Vill þó skyggnast eitthvað út yfir rúm og tíma. Hjörleifur var alla tíð sveitamaður og góður bóndi. Hann rifjar svo upp geðþekkar minningar frá smalaárunum. Áður gekk ég gróna jörð gleymdi að telja sporin þar, sem lítil lambaspörð lágu dreifð á vorin. Á efri árum lítur Hjörleifur yfir farinn veg og rámar í að freistingarnar hafi verið drjúg margar Forðum ótt mig yfir bar anda studdur kvikum. Meðan leiðin vörðuð var vonaljósa stikum. Fyrr var ég í syndum sæll Sjafnar vermdur glóðum. Er nú bara aumur þræll yfir köldum hlóðum. Reynist flest í veröld valt veltur margt úr skorðum. Ég er sjálfur orðinn allt öðruvísi en forðum. Sá magnaði íslenski bóndi Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum hefur ort margar snjallar vísur og limrur á sinni vegferð. Þessi limra á vel við í dag. Þjóðin er orðin að ambátt auralaust hyskið er framlágt, ráðamenn standa í stöðugum vanda stundandi lífsgæðasamdrátt. Einhverju sinni er mikil tíðindi spurðust um ástir kóngafólks hjá hinum bresku, orti Eysteinn. Hugþekkar hefjast til skýjanna hátignir Dana og Svíanna. En vert er að geta um vandamál Breta vesalings Kalli og Díana. Svo fréttist af sveitapíunni sem skrapp suður. Vísnaþáttur 563 Hún Systa var sexý og kóketten svo varð hún dálítið ólétt.Hún hleypur um nætur náföl og grætur ælandi oft fram á klósett. Síðan berast fréttir úr hinum stóra heimi alla leið frá Japan. Ungmeyja austur í Japan öslaði hnédjúpan krapann. Rakst þar á Kana hann klóraði hana þá réðst hún á dónann og drap hann. Hentar vel nú að rifja upp þessar ágætu vetrarvísur sem ég held að séu eftir Jón M. Melsteð. Það mun hrífa huga þinn heims frá grýttum vegi. Horfa upp í himininn - helst á vetrardegi. Norðurljósin leika sér loftið bláa gylla. Óteljandi hnatta her himingeiminn fylla. Man eftir fleiri vísum í svipuðum dúr held að rétt sé munað að höfundur sé Karl Friðriksson frá Hvarfi í Víðidal. Bið lesendur að leiðrétta mig ef þeir vita betur. Stjörnur lykja loftið þétt leiftrum kvikum strjála. Norður- blika ljósin létt líkt og hvikul sála. Yrðu færri manna mein minna skuggans veldi. Væri sálin heið og hrein sem himinn á svona kveldi. Það mun hafa verið Adolf I. Petersen sem orti svo fallega vetrarvísu. Máninn skín og skreytir blá skaut með stjörnu rósum. Björtum ljóma bregður frá bjarma af norðurljósum. Önnur vísa kemur hér eftir Adolf Næturhiminn næturglóð nætur -stjörnu- hringur. Á næturhörpu næturljóð næturgalinn syngur. Í síðasta þætti birti ég grínvísu sem ort var vegna auglýsingar frá KS í sláturtíð. Hef nú fengið þær upplýsingar, sem ég þakka fyrir, að höfundur hennar sé Ingimar Bogason á Sauðárkróki. Var seinni hluti vísunnar ekki rétt með farinn hjá mér en á að vera svo. Kaupfélagið hyggst í haust hausana taka af bændum. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Berglind Guðmundsdóttir hefur umsjón með liðfimi og kristinni íhugun sem hóf nýverið göngu sína á miðvikudagskvöldum í safnaðarheimili Hvamms- tangakirkju. Blaðamaður Feykis hafði samband við Berglindi til að forvitnast um þessa nýjung. „Liðfimi er í raun efnisleg þýðing á jóga yfir á íslensku en þetta eru svipaðir tímar og ég var með þegar ég bjó á Skagaströnd. Nú er ég að þróa jógað áfram með kristinni íhugun, sem er í raun nýtt fyrir mér líka en mér finnst alveg frábær tilhugsun að hægt sé að fara í kirkjuna sína, fara í slökun, lesa upp bænir og tengja saman líkama og sál,“ segir Berglind en hún fluttist til Hvammstanga árið 2010 þegar eiginmaður hennar, sr. Magnús Magnússon, gerðist sóknarprestur á Hvammstanga. Magnús er frá Staðarbakka í Miðfirði en Berglind er úr Kópavogi. Hvenær byrjaðir þú að stunda jóga? „Pabbi var sjálfmenntaður jógakennari þannig að ég byrjaði að sprikla í kringum hann ung að aldri en ég stundaði þetta ekki að neinni alvöru fyrr en síðar meir,“ svarar Berglind en hún aflaði sér kennsluréttinda í jóga árið 2002. Sem fyrr segir hóf hún að kenna jóga þegar hún bjó á Skagaströnd. „Ég hef verið að hugsa um það í þónokkurn tíma að byrja með jógatímana aftur, alveg síðan ég flutti hingað á Hvammstanga. Ég vildi Liðfimi og kristin íhugun í Hvammstangakirkju Gott fyrir andlega heilsu fara rólega af stað og kanna áhugann,“ segir Berglind en hún fékk leyfi hjá sóknarpresti og sóknarnefndinni til að bjóða upp á Liðfimi og kristna íhugun sem hluta af safnaðarstarfi Hvammstangakirkju og er það opið öllum þeim sem vilja taka þátt. Hvernig kom hugmyndin upp að tvinna kristna íhugun saman við jóga? „Ég hef heyrt að boðið hafi verið upp á samskonar tíma á Akureyri og í Reykjavík. Ég kynntist tengingu jóga og kristinnar íhugunar fyrst þegar ég sótti námskeið í Skálholti árið 2006 og ég hreifst þegar að hugmyndinni. ,,Þar gerðum við sólarhyllinguna, sem er þekkt jógaæfingaruna, og samtvinnuðum Faðir vor inn í þá runu,“ útskýrir Berglind og heldur áfram: „Ég tek mið af þeim æfingum en er einnig að prófa mig áfram.“ Berglind var með fyrsta tímann miðvikudaginn 18. janúar við góðar undirtektir. „Það komu níu manns í fyrsta tímann og svo viku síðar voru þátttakendur 15, sem betur fer var búið að rýma aðeins til í safnaðarheimilinu,“ segir Berglind og hlær. „Það leið öllum vel eftir á og allir voru mjög afslappaðir. Góð slökun undir bljúgri bæn eftir góðar æfingar er gott fyrir andlega heilsu.“ /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.