Feykir


Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 06/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Góðu gildin Tillaga um breytingu á aðalskipulagi 2002-2014 og deiliskipulag austan Norðurbrautar á Hvamms- tanga í Húnaþingi vestra var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 12. janúar sl. Tillagan var auglýst þann 19. október sl. og athuga- semdafrestur rann út þann 30. nóvember. Samkvæmt til- kynningu frá sveitarfélaginu Húnaþingi vestra bárust fimm athugasemdabréf frá þremur aðilum; þrjú vegna deiliskipulagstillögunnar, eitt sem var bæði um aðalskipu- lagstillöguna og deiliskipu- lagstillöguna og eitt um aðalskipulagstillöguna. Þeim sem gerðu athugasemdir hefur verið svarað með formlegum hætti. /BÞ Hvammstangi Breyting á aðal- skipulagi Dagur leikskólans sem er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu var haldinn hátíðlegur í fimmta sinn um allt land sl. mánudag. Var ýmislegt gert til að minnast hans og m.a. voru bestu gullkorn leikskólabarna valin á veggspjald og þeim dreift til leikskóla og sveitafélaga. Margt fleira var gert í tilefni dagsins, ætlaður til að minna fólk á að þennan dag 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskóla- kennara sín fyrstu samtök. Börn í dag fara langflest í leikskóla og mörg hver byrja ung þá skólagöngu. Skólagöngu segi ég því ekki er bara um geymslu barnanna að ræða fyrir foreldra meðan þau sinna sínum verkum. Á leikskólum læra börnin góð gildi lífsins, þeim er leiðbeint um hegðun og athafnir sem þau flytja með sér heim og kenna oft foreldrum sínum hvað má gera og hvað ekki. Þetta fékk ég að reyna þegar ég talaði við unga frænku mína fyrir stuttu og ætlaði að vera voða fyndinn. Uppnefndi ég sameiginlegan frænda okkar og hún brást reið við. „Það má ekki ríma við nafnið,“ sagði hún ákveðin. Þetta fékk mig til að hugsa að oft erum við fullorðna fólkið að kenna börnunum ótuktaskap án þess að hugsa út í það. Tökum börnin til fyrirmyndar og hegðum okkur vel gagnvart öðrum. Alþingismenn mega líka taka þetta til sín. Páll Friðriksson ritstjóri Norðurland vestra Viljum tala við ríkisstjórnina Eins og greint var frá í Feyki fyrir stuttu óskaði stjórn SSNV með bréfi þann 21. nóvember sl. stílað á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra með afriti á Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, eftir þátttöku og stuðningi við myndun aðgerðarhóps stjórnvalda og heimamanna sem fjalla ætti um aðgerðir til að efla landshlutann. Var bent á þær áhyggjur sem sveitarstjórnarfólk á svæð- inu hefði vegna alvarlegrar stöðu landshlutans; viðvarandi fólksfækkun, samdrátt í hag- vexti á svæðinu undanfarin ár, versnandi lífs- og búsetuskilyrði íbúa, ekki síst vegna ákvarðana stjórnvalda um lækkun fjár- framlaga til verkefna í lands- hlutanum og stórfelldan niður- skurð opinnberrar þjónustu með tilheyrandi áhrifum á innviði og grunngerð en þær ákvarðanir hafa komið hart niður á svæðinu. Óskað var eftir fundi um stöðuna og að strax yrði settur á fót starfshópur fulltrúa SSNV og ráðuneyta forsætis, fjármála, innanríkis, iðnaðar, mennta- og menninga og sjávar- og landbúnaðar sem myndi vinna að nánari greiningu á stöðu svæðisins og kæmi með tillögur að aðgerðum og verkefnum sem tekið geti á þeim bráðasta vanda sem uppi er. Engin viðbrögð höfðu borist frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir ítrekanir þar til í síðustu viku er boðinn var fundur með starfsmönnum ráðuneytisins. Bjarni Jónsson formaður stjórnar SSNV segir það ekki viðunandi niðurstöðu þar sem krafan var að fá fund með forkólfum ríkisstjórnarinnar. Í viðtali á RÚV fyrr í vikunni sagði hann að fólk ætlist til þess að við það sé talað en ekki sýnt fálæti. Því hafi verið ítrekuð krafan um fund með stjórnvöldum. Þá komu sveitarstjórnar- menn í Austur Húnavatnssýslu saman sl. þriðjudag og sendu frá sér eftirfarandi ályktun: Sameiginlegur fundur sveit- arstjórnarmanna í Austur Húnavatnssýslu haldinn í Dalsmynni 7. febrúar 2012 skorar á ríkisstjórn Íslands að svara ákalli stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um aðgerðir í atvinnu- og byggðamálum. Stjórn SSNV hefur ítrekað óskað eftir fundi með for- sætisráðherra án árangurs til að ræða mjög erfiða stöðu byggða á Norðurlandi vestra og leggja fram tillögur til að finna lausnir á þeim vanda. Á þeim fundi hugðist stjórnin skýra hvernig hún telur ríkisvaldið geta komið að viðspyrnu og endurreisn og hamlað þeirri öfugþróun í byggðamálum sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. /PF Björgunarsveitin Strönd fékk beiðni um að sækja bátinn Sæfara SK 112 rétt fyrir kl. 15 á sunnudag en hann hafði þá fengið í skrúfuna um 13 sjómílur vestur frá Skagaströnd. Samkvæmt heimasíðu björgunarsveitarinnar lagði Húnabjörg, bátur sveitarinnar, skömmu síðar úr höfn og var komin að Sæfaranum laust fyrir kl. 16 og tók bátinn í tog. Ferðin til baka gekk tíðinda- laust fyrir sig og kom Húna- björg til hafnar á Skagaströnd með Sæfarann rétt fyrir kl. 18, eftir rétt um þriggja tíma ferðalag. Veður var ágætt, suðvestlægur 3-5 m/s og sæmilegt í sjóinn. /BÞ Björgunarsveitin Strönd Sæfari sóttur Útleiga Ljósheima í Skagafirði Óska eftir rökstuðningi Þröstur I. Jónsson og Kolbrún Jónsdóttir á Sauðárkróki óska eftir því að Sveitarfélagið Skaga- fjörður rökstyðji ákvörðun menningar- og kynningar- nefndar sem hafnaði tilboði þeirra til að reka Félags- heimilið Ljósheima en það mál var afgreitt í nefndinni 12. janúar sl. og í sveitar- stjórn 25. janúar. Málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs nýlega sem samþykkti að vísa erindinu til afgreiðslu menningar- og kynningarnefndar. Að sögn Sigurjóns Þórðar- sonar sveitarstjórnarfulltrúa Frjálslyndra var hæsta tilboði í rekstur Ljósheima ekki tekið og lét hann bóka „[...] að aug- ljóslega hefðu orðið mistök við afgreiðslu málsins á fyrri stigum og það eina rétta í stöðunni væri að ganga til viðræðna við þá sem skiluðu inn tilboðum í rekstrinum í góðri trú um að góðir stjórn- sýsluhættir og jafnræði ríkti við afgreiðslu málsins, en svo reyndist ekki vera.“ Þorsteinn Broddason, Samfylkingu, sagði m.a. í bókun sinni: „Menningar- og kynningarnefnd hefur nú 6 daga til að skila rökstuðningi og áskil ég mér rétt til að taka þetta mál aftur upp þegar sá rökstuðningur hefur borist.“ /PF Sundlaugar í Skagafirði Breyttur afgreiðslutími Afgreiðslutími sundlaug- anna í Skagafirði hefur tekið breytingum frá og með sl.sunnudegi. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 var tekin sú pólitíska ákvörðun að hagræða í rekstri sundlauga með því að stytta opnunar-tíma yfir vetrarmánuðina, lækka launakostnað, hækka tekjur og reyna að koma á meira samstarfi milli íþróttamannvirkja. Ekki skyldi þó koma til uppsagna en nýta það svigrúm sem skapaðist ef starfsfólk hætti eða færi í leyfi. Að sögn Maríu Bjarkar Ingvadóttur frístundastjóra hefur umræða um að til stæðu breytingar á afgreiðslutíma sundlauga í Skagafirði staðið yfir síðan í desember, við gerð fjárhagsáætlunarinnar, og hafði Félags- og tómstundanefnd, sem fer með pólitískt forræði í þessum málaflokki, forgöngu um að ákvarðanir um af- greiðslutíma yrðu byggðar á faglegum rökum og vel unnum gögnum. Á síðasta fundi nefndarinnar þegar sú vinna var kynnt, voru nefndarmenn allir sammála um niðurstöður. Í öllum laugum sveitar- félagsins eru tölvukerfi sem heldur nákvæmlega utan um hvenær gestir mæta í laug- arnar og hvenær afgreiðslan fer fram. Var sú skráning höfð til hliðsjónar þegar ákvörðun um breytingarnar voru teknar til þess að fara ekki gegn því mynstri sem langflestir laugargestir hafa komið sér upp þegar kemur að því að sækja laugarnar. Ekki er verið að breyta opnunartíma sund- lauganna yfir sumartímann. /PF Húni.is sagði frá því að lögreglan á Blönduósi, ásamt lögreglunni á Akureyri hafi fundið 34 kannabisplöntur á eyðibýli á Skaga í síðustu viku. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Blönduósi barst henni upplýsingar sem bentu til þess að þar færi fram ræktun á kannabis. Eyðibýlið hefur ekki verið í ábúð í mörg ár og eigendur fluttir á brott. Málið er í rannsókn. /PF Húnavatnssýsla Kannabis

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.