Feykir


Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 3
 06/2012 Feykir 3 SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS-bókin er með 2,25% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD www.skagafjordur.is Traktorsgrafa til sölu Til sölu NEW HOLLAND traktorsgrafa af gerðinni NH LB 115. Skráð 5.2 2007. Vélin er ekin 3200 tíma. Upplýsingar veitir Gunnar Pétursson í síma 894 7466. Smári Hallmar Ragnarsson Fékk viðurkenningu fyrir afburðaárangur Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hélt sjöttu verðlaunahátíð sína til heiðurs 23 nýsveinum sem luku burtfararprófi í iðngreinum með afburðaárangri 2011. Hátíðin var í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík laugardaginn 4. febrúar. Að Helgi kampakátur með nýfædda soninn. Háskólinn í Reykjavík bauð þremur nýstúdentum til náms með niðurfellingu skólagjalda á haustönn 2012. Smári er annar frá vinstri. Mynd: tskoli.is Eftir mikinn spennuleik Tindastóls og KR í bikarn- um sl. sunnudagskvöld á Sauðárkróki, renndi Helgi Rafn Viggósson leikmaður Tindastóls til Akureyrar með sambýlis-konu sína þar sem hún ól dreng um klukkan 4 um nóttina. Helgi segir að öllum líði vel og mikil hamingja sé á bænum, drengurinn sé myndarlegur enda líkur móður sinni, Hrafn- hildi Guðnadóttur, Rabbý. Mældist hann 15 merkur að þyngd og 53cm á lengd. Helgi segist hafa beðið Rabbý að halda í sér þangað til eftir leik og hún hafi hlustað á hann í þetta skiptið. Leikurinn var hörku spenn- andi eins og vænta mátti og segir Helgi að allir hafi komið með réttu hugarfari og byrjað strax í fyrsta leikhluta að berjast. Hann er ánægður með innkomu hins nýja Igors í liðið og á von á því að hann verði því drjúgur í vetur enda sé ætlunin að ljúka vetrinum með stæl. Helgi hvetur svo alla til að fjölmenna í Laugardalshöllina 18. febrúar þar sem Tindastóll mætir Keflavík í úrslitaleiknum og vill hann sjá a.m.k. 500 manns á bandi Tindastóls í stúkunni og lofar hann öðrum tölum en þegar þessi lið áttust við síðast. Feykir óskar nýbökuðum foreldrum til hamingju með verðandi körfuboltamann. /PF Tvöföld gleði hjá leikmanni Tindastóls Miðherji fæddur þessu sinni fékk einn nemandi frá FNV Smári Hallmar Ragnarsson viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveins- prófi í vélvirkjun, en iðnmeist- ari hans er Hjörtur Elefsen. Hann fékk jafnframt viður- kenningu frá Háskólanum í Reykjavík fyrir árangurinn og var þar einn af þremur nýsveinum sem fengu slíka viðurkenningu sem fólst í því að þeim var boðið til náms í skólanum með niðurfellingu skólagjalda á haustönn 2012. Foreldrar Smára eru þau Ingibjörg Sigurðardóttir og Ragnar Árnason búsett á Sauðárkróki. Þess má geta að fyrrum nemandi við FNV, Ólína Björk Hjartardóttir, fékk viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi árangur í snyrtifræði, en hún stundaði það nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. /PF Konurnar í kvenfélaginu Ársól eru með gönguklúbb og þær reyna að hittast einu sinni í mánuði og ganga saman. Norðanáttin greinir frá því að síðast liðinn Húnaþing vestra Gengið á vatni sunnudag hafi þær gengið saman yfir Vestur- hópsvatn sem þá var ísi lagt. Veðrið var með besta móti og skemmtu konurnar sér konunglega. Er þetta ellefta árið sem þær hafa gengið saman og hafa þær meðal annars gengið hér um bil alla strandlengjuna frá Litla- Ósi að Hvítserk, bara smá spotti eftir, hefur Norðanáttin eftir Jónínu Rögnu. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.