Feykir


Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 06/2012 Aðför að lífsgæðum Frístundasvið hefur nú sent frá sér breytingar á opnunartíma sundlauga sveitarfélagsins. Markmið með breytingunum er að skerða þjónustu en jafnframt að auka tekjur. Erfitt er að sjá hvernig ná eigi fram þessum markmiðum þegar fólki er gert erfiðara fyrir með að nálgast þjónustuna. Skagfirðingar hafa verið þeirrar gæfu aðnjótanda að eiga ógrynni af heitu og góðu vatni. Því fylgja ákveðin forréttindi og í raun lífsgæði að eiga þessa auðlind. Enginn efast um að það kostar peninga að eiga og reka sundlaugar sem og önnur íþróttamannvirki. Margir líta á rekstur þessara húsa sem sjálfsagða þjónustu við íbúa héraðsins og hingað til hafa það verið einkunnarorð stjórnenda sveitarfélagsins að auka lífsgæði íbúa og á tyllidögum hafa þessi lífsgæði verið tíunduð í markaðs- setningu sveitarfélagsins. Þá má heldur ekki gleyma því að skerðing á þessari þjónustu rímar illa við markaðssetn- inguna “Ísland allt árið“ og Skíðaparadís í Skagafirði. Í sundlauginni í Varmahlíð á nú að stytta opnunartíma á kvöldin um klukkustund yfir vetrarmánuðina. Lokað verður kl. 20:00 í staðin fyrir 21:00. Þessi breyting hefur mikið rask í för með sér fyrir viðskiptavini sundlaugarinnar sem að jafnaði hafa verið að koma í laugina eftir kl. 19:30 samkvæmt upplýsingum starfsmanna sundlaugarinnar. Þá er rétt að geta þess að ekki er langt síðan að opnunar- tíminn var styttur um ½ tíma, úr 21:30 í 21:00. Á rúmu ári hefur því opnunartími verið skertur um 1 og ½ tíma á kvöldin. Kvöldopnun í sund- lauginni í Varmahlíð er íbúum framhluta Skagafjarðar jafn mikilvæg og morgunopnunin í sundlaug Sauðárkróks, enda er þetta ákveðin menning eða lífsmunstur sem hefur þróast í áranna rás. Starfsmenn og nemendur Meðferðarheimilisins á Há- holti hafa verið fastagestir sundlauganna í Skagafirði frá upphafi þeirrar starfsemi árið 1993. Eru sundlaugaferðir liður í dagskrá og allajafnan er farið á hverju kvöldi í sund- laugina í Varmahlíð. Undir- ritaður lítur á skerðingu opnunartíma því alvarlegum augum enda mun hún hafa slæmar afleiðingar fyrri starf- semina. Sundferðir eru góður afþreyingarkostur og styttir mjög kvöldin á heimilinu fyrir nemendur þar sem ekki er nú í marga aðra afþreyinga að leita á svæðinu. Ekki má heldur gleyma því að sund er afar heilsusamleg afþreying og líkamsrækt. Þessi breyting á opnunar- tíma mun skerða mjög mögu- leika okkar á að nýta þennan AÐSENT ARI JÓHANN SIGURÐSSON skrifar Barna- og unglingastarf hestamannafélaganna í Skagafirði Maraþon stórbingó Sannkallað maraþon bingó var haldið í Tjarnabæ sunnudaginn 22. janúar síðastliðinn. Bingóið var haldið til styrktar Barna- og unglingastarfi hestamanna- félaganna í Skagafirði, Léttfeta, Stíganda og Svaða, en undanfarin ár hafa félögin haldið saman námskeið fyrir börn og unglinga í félögunum. Gaman var að sjá hversu margir komu til að styrkja starfið en rétt um 100 manns tóku þátt í leiknum. Mjög mörg fyrirtæki og einstaklingar styrktu starfið með vörum og gjafabréfum í vinninga og komu þeir úr hinu ýmsu áttum s.s járningar, reiðkennsla, hjálmar, rækjur, handverk, rafmagnsvörur, flúðasigling, járningasvunta, o.fl. ofl. Aðalvinningurinn var ekki af verri endanum, gisting fyrir tvo á Hótel Sögu og miðar í Bláa lónið. Það má með sanni segja að vel hafi tekist til og viljum við þakka öllum fyrirtækjunum og einstaklingunum kærlega fyrir sem lögðu okkur lið. Verum sýnileg – alltaf Nú á haustmánuðum stóð Barna- unglingastarf hesta- mannafélaganna í Skagafirði fyrir því að safna í pöntun á vetrarúlpum frá North Roch til að nota í hestamennskunni. Lógó Barna- og unglinga- starfsins og styrktaraðilanna var síðan prentað á úlpurnar í bak og fyrir í endurskyni og kemur það einstaklega vel út. Fengum við styrki frá Arion banka, Kaupfélag Skagfirðinga, Landsbankanum og Sparisjóð Skagafjarðar, færum við þeim bestu þakkir fyrir. Til athugunar er að gera jafnvel eitthvað svipað í haust því margar fyrirspurnir hafa borist um hvar hægt væri að fá svona úlpur. Tilgangurinn með þessu verkefni var að veita börnum okkar meira öryggi í umferð- inni, hvort sem er gangandi eða ríðandi. Það er því óhætt að segja að ungir hestamenn í Skagafirði séu mjög vel „upplýstir“ og til algjörrar fyrirmyndar í þessum efnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Í lokin viljum við biðja þau börn sem ekki hafa skráð sig í vetrarstarfið að gera það hið snarasta. Í vikulega starfinu eru tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17-21 og er það ætlað þeim börnum sem eru orðin töluvert vön, fædd 2003 og síðar. Helgarstarfið er aðra hverja helgi frá kl 11-15 og er opið öllum börnum. Fyrsti kennsludagur í vikulega starfinu var þriðjudaginn 31. janúar, en helgarstarfið hefst helgina 4. – 5. febrúar. Hægt er að fylgjast með niðurröðun í holl á: www.lettfeti.net stigandafelagar.123.is svadafelagar.123.is Hægt er að skrá sig á netfangi: lettfetar@gmail.com eða í síma 847 2685 (Stína) og 894 7558 (Magga). Texti: Rósa María Myndir: Kristín Ármanns Mikil spenna var á stórbingói hestamannafélaganna enda glæsilegir vinningar í boði. Eins og sjá má eru nýju úlpurnar hjá unglingahreyfingu hestamannafélaganna vel sýnilegar í myrkri. afþreyingarkost. Afleiðing- arnar munu bitna á heimilinu og ekki síður á rekstri sund- laugarinnar þar sem tekjur hennar munu skerðast. Við lauslega samantekt telst mér til að rekstraraðilar meðferðar- heimilisins hafi greitt sveitar- félaginu tæpar 200.000.- kr. fyrir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins á síðasta ári, þar af var aðgangur að laug- inni í Varmahlíð um 70%. Ég vil að endingu skora á yfirmenn Frístundasviðs og stjórnendur sveitarfélagsins Skagafjarðar að draga til baka skerðingar á opnunartíma sundlaugarinnar. Að halda þeim til streitu er ekkert annað en gróf aðför að lífs- gæðum íbúa framhluta Skaga- fjarðar auk þess sem þessi breyting mun skerða mjög möguleika meðferðarheimil- isins til að halda úti heilbrigðri afþreyingu á kvöldin. Ari Jóhann Sigurðsson Forstöðumaður Meðferðarheimilinu Háholti Leikfélag Blönduóss Jakob ráðinn leikstjóri Leikstjórinn Jakob S. Jónsson hefur ráðinn leikstjóri hjá Leikfélagi Blönduóss en verið er að reyna að fá fólk til að taka þátt í leikriti á þess vegum. Að sögn Guðmundar Karls Ellertssonar formanns félagsins gengur það ekki of vel þar sem vanti aðstoðarfólk. Haldinn var fundur fyrr í vikunni en mæting ekki nógu góð að mati Guðmundar sem blásið hefur til annars fundar á sunnudagsmorgun klukkan 10. Guðmundur segir að fólk sé tilbúið að leika en það vanti þá sem ekki eru síður mikilvægir en það eru þeir sem vinna á bakvið. Guðmundur Karl er hóflega bjartsýnn á framhaldið sem ræðst af mætingu á sunnu- daginn og hvetur hann áhuga- sama að koma og taka þátt í skemmtilegu verkefni. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.