Feykir


Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 06/2012 Dagur leikskólans á Norðurlandi vestra Söngur og gleði Dagur leikskólans var haldin hátíðlegur um allt land sl. mánudag og voru leikskólar á Norðurlandi vestra þar ekki undanskildir. Þetta er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Nemendur á eldra stigi leikskólans Ársala tóku lagið í Skagfirðingabúð í tilefni degi leikskólans. Hópur búðargesta, foreldra og annarra aðstandenda barnanna horfðu á prúða barnahópinn syngja nokkur lög, m.a. skólasöng leikskólans sem Anna Jóna Guðmundsdóttir leikskólastjóri samdi í tilefni dagsins. Anna Jóna afhenti svo Ástu Björg Pálmadóttur sveitarstjóra Skagafjarðar veggspjald með nokkrum vel völdum gullmolum sem leikskólanemendur hafa látið frá sér. Leikskólinn Ásgarður á Hvammstanga var opinn gestum og gangandi sem gafst tækifæri til að skoða leikskólann og kynna sér þær breytingar átt sér þar stað undanfarna mánuði, útfrá Flæði- hugmyndafræðinni. Foreldrar barna á leikskólanum Barnabæ á Blönduósi var boðið að snæða morgunverð með börnum sínum. Eftir hádegi héldu börnin á Fjallabæ, ásamt kennurum, á bæjarskrifstofuna og afhentu Arnari Þór Sævarssyni bæjarstjóra veggspjald með gullkornum leikskólabarna. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.