Feykir


Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 09.02.2012, Blaðsíða 5
 06/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Helga Margrét Þorsteins- dóttir sjöþrautarkona úr Ármanni bætti Íslandsmet sitt er hún keppti í fimmtarþraut innanhúss á alþjóðlegu móti í Tallin í Eistlandi, dagana 3. og 4. febrúar. Fyrra met hennar var 4.205 stig frá árinu 2010, en hún bætti met sitt um 93 stig og hlaut samtals 4.298 stig í keppninni. Helga Margrét varð í 2. sæti í mótinu, á eftir Lauru Ikauniece frá Lettlandi sem hlaut 4.346 stig. Jafnframt kemur árangur Helgu, með 4.298 stig, henni í 11 sætið á heimslistanum og best á Norðurlöndunum. /BÞ Frjálsar íþróttir : Helga Margrét Þorsteinsdóttir Bætti Íslandsmetið Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fór fram um sl. helgi í Laugardalshöll í Reykjavík. Um 240 keppendur voru skráðir til leiks sem var nokkuð meira en á sl. ári, samkvæmt heimasíðu Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ). Keppendur komu frá 17 félögum og samböndum og kepptu í samtals 784 greinum. Skagfirðingar fjölmenntu á mótið og unnu keppendur UMSS fjóra Íslandsmeistara- titla á mótinu, fjögur silfur og þrjú brons. Skagfirsku piltarnir í flokki 16-17 ára urðu í 3. sæti í stigakeppninni en allur hópurinn hafnaði í 6. sæti af 19 liðum í samanlagðri stiga- keppni mótsins, segir á heima- síðu Tindastóls. /BÞ MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum Fjórir Íslands- meistaratitlar ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@feykir.is Guðrún Gróa hefur meira og minna dvalist í Reykjavík síðan hún kláraði grunnskóla en alltaf fundist hún eiga heima á Reykjum í Hrútafirði þar sem hún ólst upp. Hún er árgangur 1989, dóttir bændanna Þorsteins Sigurjónssonar og Aðalheiðar Böðvarsdóttur. Guðrún æfir kraftlyftingar en rifjaði upp gamla takta í kúluvarpi í sumar og fannst það svo gaman að hún hefur æft og keppt í því í vetur með lyftingunum. Íþróttafélög Guðrúnar eru Grótta og FH. Helstu íþróttaafrek: Ég átti nokkur aldursflokkamet í frjálsum en Helga systir sá til þess að þau stóðu ekki lengi. Ég hef unnið Íslands- og bikarmeistaratitla auk minni titla með KR í körfubolta bæði í mestaraflokk og yngri flokkum. Svo á ég nokkur met í kraftlyftingum. Skemmtilegasta augnablikið: Ég get ómögulega nefnt bara eitt augnablik. Skemmtilegast af öllu finnst mér þegar öll fölskyldan er saman komin en það gerist yfirleitt bara á jólum og í réttunum því við systkinin erum á víð og dreif um heiminn. Það bregst ekki að þegar allur „krakkaskarinn“ kemur saman heim í sveit þá er mikið líf og fjör. Þess utan eru mínar bestu stundir tengdar íþróttum. Það er fátt sem jafnast á við það, eftir mikla vinnu og æfingar, að ná settum markmiðum, vinna sigra eða slá met. Þegar illa gengur spyr ég mig stundum til hvers ég sé eiginlega að leggja þetta á mig en þegar maður uppsker árangur erfiðisins þá fæ ég svarið við því. Neyðarlegasta atvikið: Ég lenti í frekar vandræðalegu atviki í skólanum um daginn. Þá var ég eitthvað að vafra á Facebook og asnaðist til að ýta á tengil á frétt sem vakti athygli mína. Það vildi ekki betur til en svo að um hrekk var að ræða og það birtist einhver ófreskja á skjánum og það upphófust mikil óhljóð sem hættu ekki þó ég lokaði tölvunni. Það var engu líkara en ég hefði sett brunavarnarkerfi alls háskólasvæðisins í gang. Sem betur fer var kaffihlé svo kennslan var ekki í gangi og kennarinn ekki inni í stofunni ef svo hefði ekki verið hefði ég neyðst til að mæta með hauspoka í tíma það sem eftir lifir vetrar. Einhver sérviska eða hjátrú? Nei ég held bara ekki en á Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Berst í gegnum bókmennta- sögu síðustu 4000 ára keppnisdögum er allt frekar rútínubundið hjá mér og í föstum skorðum, sérstaklega þegar ég var í körfunni þá var dagskráin á leikdegi yfirleitt niðurnjörfuð, t.d. hvað ég borðaði, hvenær ég fékk mér síðasta kaffibollan fyrir leik, hvenær ég mætti í íþróttahúsið o.s.frv. Það var samt ekkert tengt neinni hjátrú. Þegar ég hef fundið eitthvað sem hentar mér vel þá held ég mig bara við það og er lítið að breyta til. Uppáhalds íþróttamaður? Það eru margir íþróttamenn sem ég hef fylgst með í gegnum tíðina og litið upp til. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa til þess þegar Vala Flosadóttir vann til verðlauna á ólympíuleikunum og hún er í miklu uppáhaldi hjá mér sem og margir aðrir frjálsíþróttamenn, má þar nefna Jón Arnar Magnússon, Carolinu Klüft og svo auðvitað Helgu Margréti Þorsteinsdóttur. Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? Það er alltaf stórskemmtilegt að mæta Helgu systur í 1á1 í körfu- bolta í gamla íþróttahúsinu heima í Reykjaskóla. Hvernig myndir þú lýsa rimmunni? Þegar við systur mætumst í kappleik er baráttan alltaf hatrömm og allra bragða beitt til að knýja fram sigur. Eins og gefur að skilja verður það oft til þess að keppnisskapið ber hinn sanna íþróttaanda ofurliði og oftar en ekki þarf að leggja reglur leiksins til hliðar og útkljá leikinn með allsherjar barsmíðum. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? Það er nú eitthvað lítið sem ég hef náð að afreka, á það vonandi eftir. Ætli ég verði ekki bara að segja sigur í Söngvarakeppni í grunnskólanna þegar við Erla Sif vinkona mín röppuðum Skólarapp. Það var klárlega toppurinn á rappferli okkar og að sama skapi voru það mikil vonbrigði að við skyldum ekki „meika það“ á alþjóðavísu. Lífsmottó: Þolinmæði þrautir vinnur allar. Ég er því miður ekki sérstaklega þolinmóð en hvað sem maður tekur sér fyrir hendur þá skiptast á skin og skúrir og þegar á reynir skiptir öllu að vera þolinmóður því eins og mamma segir svo oft við mig þá birta öll él upp um síðir. Helsta fyrirmynd í lífinu: (og af hverju). Foreldrar mínir eru mínar stærstu fyrirmyndir. Það er ótrúlegt hvað þau hafa innt af hendi og sýnt mikla þrautseigju í gegnum tíðina. Þó ég yrði 200 ára næði ég ekki að gera helminginn af því sem þau hafa gert. Hvað er verið að gera þessa dagana? Þessa dagana fer mestur tími minn í æfingar og lestur námsbókanna. Hvað er framundan? Á næstunni ætla ég að halda áfram að lyfta lóðunum af miklum móð og reyna að verða sterkari á morgun en ég var í gær. Það eru nokkur mót erlendis í vor og sumar sem ég stefni á og því er verk að vinna. Fyrir utan íþróttirnar liggur meðal annars fyrir að berjast í gegnum bókmenntasögu síðustu 4000 ára og fyrstu málfræðiritgerðina. Hvorutveggja afar áhugavert. Svo tel ég bara niður dagana þangað til fer að vora. Tindastóll lagði gott lið KR í undanúrslitum Powerade bikarsins í Síkinu sl. sunnudagskvöld og var sigurinn sanngjarn. Stólarnir voru oftar en ekki skrefinu á undan Vestur- bæingum í hreint geggjuðum körfuboltaleik sem var spil- aður á fullu tempói frá fyrstu til síðustu mínútu, leikmenn voru á stóru tánum og áhorfendur stóðu á öndinni. Tindastóll var þremur stigum yfir í leikhléi, 45-42, og þegar upp var staðið munaði enn þremur stigum, lokatölur 89- 86. Lið Tindastóls er því komið í úrslitaleikinn þar sem það mætir Keflavík. Stólarnir komu einbeittir til leiks og ætluðu greinilega að rífa sig upp eftir tvo slæma tapleiki í deildinni. Stemn- ingin í hópnum var mikil og smitaði stuðningsmennina sem fjölmenntu í Síkið og létu vel í sér heyra. Strákarnir stóðu allir fyrir sínu og rúm- lega það en kannski má nefna sérstaklega hinn splunkunýja Tratnik sem var góður bæði í vörn og sókn og þá var mikil og góð stemning í kringum Þröst Leó og Allen nýtti færi sín innan teigs frábærlega. Níu leikmenn Tindastóls komust á blað, allir þeir sem annað borð komu inná. /ÓAB Stig Tindastóls: Tratnik 19 / 5 varin skot, Allen 18 / 7 fráköst, Þröstur Leó 11, Svabbi 9, Miller 9 / 8 stoðsendingar, Rikki 8, Hreinsi 6, Helgi Freyr 5 og Helgi Rafn 4. Undanúrslit Poweradebikarsins : Tindastóll - KR 89-86 Á leið í Höllina

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.