Feykir


Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 07/2012 Til upplýsinga vegna breytinga á afgreiðslutíma sundlauga Vegna umræðna um breytingar á afgreiðslutíma sundlauga í Skagafirði, í þessu tilfelli þeim breytingum sem snúa að lauginni í Varmahlíð er rétt að upplýsa um eftirfarandi: Umræða um að til stæðu breytingar á afgreiðslutíma sundlauga í Skagafirði hefur staðið yfir síðan í desember, við gerð fjárhagsáætlunar- innar, og hafði Félags- og tóm- stundanefnd, sem fer með pólitískt forræði í þessum málaflokki, forgöngu um að ákvarðanir um afgreiðslutíma yrðu byggðar á faglegum rökum og vel unnum gögnum. Á síðasta fundi nefndarinnar þegar sú vinna var kynnt, voru nefndarmenn allir sammála um niðurstöður. Í öllum laugunum er tölvu- kerfi sem heldur nákvæmlega utan um hvenær gestir mæta í laugarnar, hvenær afgreiðslan fer fram. Við ákvörðun á breyt- ingu á afgreiðslutíma lauganna var þessi nákvæma skráning höfð til hliðsjónar og að leiðarljósi, einmitt til þess að fara ekki gegn því mynstri sem langflestir laugargestir hafa komið sér upp þegar kemur að því að sækja laugarnar. Hverja heimsókn/afgreiðslu er þannig hægt að tímasetja og halda utan um svo rétt sé en ekki aðeins byggð á ágiskunum eða heild- arskráningu. Fyrstu fimm mánuði síðasta árs komu 1742 í laugina í Varmahlíð, þar af komu 4,5% eftir klukkan 20. Sé rýnt nánar í þessar tölur kemur í ljós að af þeim 245 gestum sem sóttu Varma- hlíðarlaug í janúarmánuði á síðast ári, komu 17 þeirra eftir klukkan 20 á kvöldin, þá daga sem opið var, þ.e. að meðaltali 1 á dag. Mest er aðsóknin í allar laugarnar frá kl. 17-20. Í febrúar sótti 321 gestur laugina, þar af 15 eftir kl. 20. Það nær ekki einum gesti að meðaltali á dag. Í mars náði gestafjöldinn 296 allan mánuðinn og þá voru gestir eftir klukkan 20 alls 18. Í apríl er sól farin að hækka á lofti og þá voru gestirnir 502, langflestir á laugardögum eða samtals 104. Þann mánuð komu alls 21 eftir klukkan 20 en líkt og aðra mánuði koma flestir milli klukkan 17 og 20. Í maí komu 378 manns í laugina og 9 þeirra komu eftir klukkan 20. Breyting á afgreiðslutíma laugarinnar er sú að hún verður opin fleiri tíma á dag en áður, þ.e. frá kl. 9.00 á morgnana til kl. 20.00, fjóra daga vikunnar. Föstudaga frá kl. 9-14 og laugardaga frá kl. 10-15. Það gerir 53 tíma á viku eða 212 tíma á mánuði en var 132 tímar á mánuði í fyrravetur. Starfsmaður sem er á vakt eftir klukkan 20 í íþrótta- miðstöðinni mun ekki vísa fólki frá sundlauginni enda létt verk að hafa eftirlit með þessum örfáu, stundum bara eina, sem kemur að jafnaði milli klukkan 20:00 og 21:00. Í þeim tilfellum sem hópar óska eftir að komast í laugarnar eftir lokun þá gildir það um allar laugarnar að hægt er að óska eftir því enda þjónustulund starfsfólks sund- lauganna mikil og öryggi sundgesta haft í fyrirrúmi. Varðandi þá fullyrðingu forsvarsmanns Háholts sem hefur tjáð sig opinberlega um breyttan afgreiðslutíma og vitnar til þess að það fyrirtæki sé „stórviðskiptavinur sund- laugarinnar“, þá er erfitt að setja mælistiku á það öðruvísi en að skoða tölur. Sé miðað við tekjur Íþróttamiðstöðvarinnar/ sundlaugarinnar í Varmahlíð á síðasta ári, þá námu skráð viðskipti Hádranga, rekstrar- félags Háholts, 0,5% af þeim. Þessi hópur er að sjálfsögðu AÐSENT MARÍA BJÖRK INGVADÓTTIR skrifar boðinn velkominn héðan í frá sem hingað til og verður örugglega hægt að finna lausn sem báðir aðilar sætta sig við, verði eftir því leitað. Á það hefur bara ekki reynt. Þá má einnig minna á að hér í Skaga- firði eru fjórar sundlaugar reknar af sveitarfélaginu, þrjár þeirra opnar almenningi á tímabilinu frá 06:50-20:15 virka daga og um helgar frá kl. 10-16. Ein þjónar eingöngu sem skólamannvirki að vetr- inum. Ljóst er að aldrei er hægt að gera öllum til hæfis, hvorki í þessu né öðru, en það var sannarlega haft að leiðarljósi við ákvörðun á afgreiðslutíma hverrar laugar að koma honum fyrir innan fjárhagsrammans og með þjónustu við íbúana að leiðarljósi byggt á staðreyndum um hvenær gestir eru að sækja laugarnar. Með góðum kveðjum María Björk Ingvadóttir Frístundastjóri Vísnavefur Héraðsskjalasafns Skagfirðinga Í samstarf við Bragagrunn Um nokkurra ára skeið hefur Héraðsskjalasafn Skagfirðinga haldið úti vísnavef, þar sem skráðar hafa verið lausavísur eftir fjölmarga höfunda. Vísurnar koma úr stórum handrita- söfnum, sem safnið varðveitir, einkum safni Sigurðar J. Gíslasonar kennara og skrifstofumanns á Akureyri og Sigurjóns Sigtryggssonar á Siglufirði. Eins og notendum Vísna- vefjar Héraðsskjalasafns Skag- firðinga er kunnugt hefur vefurinn legið niðri um tíma. Nú hefur Vísnavefurinn farið í samstarf við Bragagrunn Stofnunar Árna Magnússonar og opnar nú að nýju. Vísna- grunnarnir eru aðskildir að öðru leyti en því að höfunda- skráin er sú sama. Fleiri skjalasöfn munu bætast í hóp- inn á næstu misserum og þannig verður til öflugri og betri grunnur. Á Vísnavefnum er hægt að leita að lausavísum og höfund- um vísna, jafnframt er hægt að fræðast um vísnagerð og brag- hætti á vefnum. Slóðin er www. arnastofnun.is/bragi. Fjölmargir hafa nýtt sér þetta verkefni á undanförnum árum m.a. til rannsókna á þessum forna menningararfi íslendinga en áhugafólk um lausavísur getur líka notað grunninn sér til skemmtunar. Hvetjum við notendur til að senda okkur línu með ábend- ingum eða upplýsingum um það sem betur má fara. Mikið er af villum í grunninum og er unnið að því að fækka þeim eins og nokkur kostur er. Þegar þetta er ritað eru skráðir vísnahöfundar um 2300 og vísur um 30.000 talsins. /Héraðsskjalasafn Skagfirðinga ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Ég er fæddur í Skagafirði og ólst upp hjá foreldrum mínum á Stóra- Vatnsskarði fram yfir unglingsár en bjó svo á Sauðárkróki fram að tvítugu. Eftir það fluttist ég til Reykjavíkur og hef verið þar meira og minna síðan. Oft hef ég rætt við dætur mínar um æsku mína og uppvöxt og er þar auðvitað margt sem kemur þeim spánskt fyrir sjónir svo ekki sé meira sagt. Um daginn sagði til dæmis yngri dóttir mín, sem enn er á leikskóla, með talsverðu stolti í röddinni við mig: „Pabbi, þú varst aldrei á leikskóla!“ og bætti svo við með ögn meiri undrun og hálfgerðum ótta í röddinni: „En fórstu í skóla?“ Jú, í skóla fór ég þrátt fyrir að hafa ekki fetað forskólaþrepin í Varmahlíð og fann svo sem ekki mikið fyrir því þegar ég mætti í 1. bekk að ég væri að koma beint út sveitinni. Eitthvað var ég farinn að stauta mig áfram í lestri en þess minna sjóaður í samskiptum við jafnaldra. Ég telst nefnilega til þeirra ört fækkandi einstaklinga sem fengu að upplifa æsku þar sem heimilið og bústörf voru í aðalhlutverki og sá tími sem gafst heima fyrir var jafnvel enn meira uppfræðandi en skólaganga. Í stað þess að fara í leikskóla, skottaðist ég í kringum föður minn, sinnti bústörfum og lærði af lífinu og störfunum í sveitinni. Þar lærðist manni að fagna jafnt vorinu með nýju lífi og haustinu með nýju slátri. En það var ekki bara heimafyrir sem lífið var með öðrum blæ en í dag. Þannig tók til að mynda skólastarfið mið af heimilislífi nemenda. Krafan á að börnin væru heima þá og þegar mest þörf var fyrir þau og þau gátu orðið að gagni var allsráðandi og skólinn varð að aðlaga sig að því. Þannig var ómögulegt að byrja skóla fyrr en flest allt fé var komið af fjalli og eins gott að vera búinn að kanna kunnáttu barna í lestri og skrift áður en sauðburður hófst. Með þessu tel ég að við, þau sem ólumst upp við þessar aðstæður, höfum öðlast breiðari þekkingu en gengur og gerist strax á fyrstu árum ævinnar. Eitthvað sem ekki verður auðveldlega komið til skila innan veggja skólans. Ég tel því við hæfi að enda á orðum sem kunningi minn viðhafði eitt sinn: „Já, það eru forréttindi að hafa alist upp í sveit.“ - - - - - Ég ætla svo að skora á fermingarsystur mína hana Höllu Rut Stefánsdóttur að taka við pennanum af mér. Guðmundur Rúnar Benediktsson er brottfluttur Skagfirðingur Forréttindi þess að alast upp í sveit

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.