Feykir


Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 16.02.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 07/2012 listakonu frá Hvammstanga sem sótti sína keramikmenntun m.a. til Ungverjalands. Árið 1997 dvaldi Gréta um stutt skeið í Danmörku hjá íslenskri leirlistakonu, Önnu Jónsdóttur að nafni, en þar lærði hún svokallaða raku- brennslu, sem stærsti hluti framleiðslu Grétu samanstend- ur af í dag. „Við höfðum áður séð Önnu Siggu í Varmahlíð rakubrenna og í fyrstu vorum við alveg skíthræddar við þetta – með allan þennan eld og mikla hita,“ rifjar hún upp og hlær en rakubrennsla er aldagömul leirbrennsluaðferð sem á rætur að rekja til Japan. Þá er leirinn brenndur við rúm- lega 900° hita og tekinn út á meðan hann er ennþá heitur, lagður í spæni þannig að það kviknar í honum og svo er hann snöggkældur í vatni. „Maður veit aldrei nákvæmlega hvernig hluturinn kemur til með að líta út. Glerungurinn springur aldrei eins og sömu söguna má segja um útkomu litarins, sem kemur alltaf skemmtilega á óvart. Það er alltaf fróðlegt að sjá hvað ég er með í höndunum þegar ég hef þrifið hlutinn með stálull,“ segir Gréta. Hún bætir við að það séu ekkert rosalega margir sem leggja stund á rakubrennslu á Íslandi en þó séu þeir nokkrir. Þessari brennsluaðferð fylgir mikil vinna, bæði er þetta þónokkuð ferli og mikið puð og segist Gréta oft vera uppgefin eftir slíkan brennsludag. Hún hefur komið sér upp aðstöðu til rakubrennslu í gömlu útihúsi við bæinn, en þar sem húsnæðið er ekki einangrað gerir það henni erfiðara um vik að vinna að þessari brennsluaðferð að vetri til. „Ég reyni að grípa tækifærið þegar vel viðrar og úti er þýða,“ útskýrir Gréta. Þó svo Gréta sé nú að mestu í rakubrennslu hefur hún einnig notast við hefðbundinn raf- magnsbrennsluofn í gegnum tíðina en í fyrstu fékk hún afnot af leirbrennsluofni í eigu Kven- félagsins á Hvammstanga til nokkurra ára, áður en hún fjárfesti í slíkum ofni sjálf. Þá vinnur hún einnig muni úr steinleir sem er svo brenndur við afar hátt hitastig, eða rúmlega 1200°C. Ýmsar snjallar hugmyndir Hvað listmuni Grétu varðar þá segir hún suma þeirra hafa verið í framleiðslu allt frá upphafi, nokkrir þeirra eru nýir af VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Englar og Afrópíur í Leirhúsi Grétu Listaverk mótuð í leir í Litla-Ósi í Miðfirði Gréta Jósefsdóttir leirlistakona hefur selt leirmuni sína við góðan orðstír í fjölmörgum ferðamanna- og sérvöruverslunum vítt og breitt um landið um nokkurt skeið. Blaðamaður Feykis leit við á vinnustofu hennar, Leirhúsi Grétu, á Litla-Ósi skammt frá Hvammstanga og skoðaði þau fjölmörgu listaverk sem þar gefur að líta og ræddi um leið við hana um leirlistina og upphaf farsæls ferils hennar í listinni. Gréta og maður hennar, Gunnar Þorvaldsson, fluttust að Litla-Ósi í Miðfirði árið 2001 og reistu sér þar íbúðar- hús, ásamt litlu húsi undir leirverkstæði en húsin eru falleg bjálkahús frá Finnlandi. Gunnar er fæddur og uppalin að Litla-Ósi en Gréta er frá Hvoli í Vesturhópi. „Okkur datt í hug að kaupa kotið og byggja einu sinni enn, en áður bjuggum við á Hvammstanga og höfðum búið þar frá árinu 1973,“ segir Gréta og bætir við að strax í upphafi hafi litla húsið verið hugsað sem vinnustofa undir leirlistmuna- gerð. „Ég var með aðstöðu í kjallara húss okkar á Hvamms- tanga en það var gluggalaust rými og í raun ekkert sem hægt var að nota til frambúðar.“ Þar hefur aldeilis verið gerð bragar- bót því á litla leirhúsinu hennar Grétu eru gluggar nánast til allra átta og með fallegt útsýni yfir fjörðinn. Byrjaði með dúlleríi Gréta segist hafa kynnst leirnum fyrst á námskeiði sem haldið var á vegum Gallerí Bardúsu á Hvammstanga árið 1992. Þangað kom leirlistakonan Anna Sigríður Hróðmarsdóttir frá Varmahlíð og kenndi grunnundirstöður í keramik- gerð. „Þegar ég heyrði um námskeiðið varð ég forvitin og langaði að prófa. Við gerðum nokkra hluti hjá henni og hún kenndi okkur undirstöðuatriði í meðferð og mótun leirs. Í kjölfarið byrjaði ég að dúlla meira við þetta og fikra mig áfram við að búa til hluti,“ útskýrir Gréta. „Sumarið eftir fór ég, ásamt fleiri konum sem höfðu verið með mér í nám- skeiðinu, með nokkra muni á Handverkssýninguna á Hrafna- gili, við vorum í bás með Galleríi Bardúsu. Og þar má segja að boltinn hafi farið að rúlla,“ segir Gréta brosandi. Á handverks- sýningunni seldust flestir þeir leirmunir sem þær voru með til sölu og í framhaldi af því fór jafnvel að skapast eftirspurn eftir þeim. „Við fórum með muni á handverkssýninguna í nokkuð mörg ár og seldum alltaf virkilega vel – það má segja að þetta hafi verið ævintýri líkast!“ segir Gréta og hlær. Gréta hélt áfram að búa til fleiri gerðir af leirmunum og sótti fleiri námskeið, m.a. hjá Bjarnheiði Jóhannsdóttur leir-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.