Feykir


Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 09/2012 Sungið á tíu tungumálum Það var þéttsetinn salurinn í Menningarhúsinu Miðgarði sunnudaginn 19. febrúar, konudaginn, þegar Kvennakórinn Sóldís hélt þar tónleika. Þetta voru aðrir opinberu tónleikar kórsins, sem aðeins hefur starfað í rúmlega hálft annað ár, var stofnaður 2. júní 2010 „við eldhúsborðið á Uppsölum“, að sögn Drífu Árnadóttur, húsfreyju þar og eins og af stofnendum kórsins. Drífa ber nafn með rentu, hún dreif upp stofnun kórsins ásamt þeim Írisi Olgu Lúðvíksdóttur og Sigurlaugu Maronsdóttur. Auglýst var eftir konum í kórinn og stóð ekki á við- brögðum, því 40 konur gáfu sig fram, sem flestar koma úr Skagafirði, en nokkrar úr Austur-Húnavatnssýs lu. Kórinn fékk inni í Miðgarði til æfinga. Söngstjórinn var ráðin Sólveig Sigríður Einarsdóttir, kirkjuorganisti og tónlistar- kennari á Blönduósi, og undir- leikari Rögnvaldur Valbergs- son. Kórinn hélt sína fyrstu tónleika í Miðgarði á kvenna- frídaginn haustið 2010, söng þá fimm lög á jafnmörgum tungu- málum og fékk góðar viðtökur. Tónleikarnir 19. febrúar voru ekki síður á alþjóðlegum nótum. Á efnisskránni voru sextán lög og flest af erlendum toga, lagaval fjölbreytt og nokkuð óvenjulegt. Alls söng kórinn á níu tungumálum auk móðurmálsins, þ.e. á frönsku, spænsku, finnsku, rússnesku, hebresku, swahílí, latínu, sænsku og ensku. Ekki virtist það vefjast fyrir konunum, enginn þurfti á blöðum að halda á tónleikunum og varð ekki annað heyrt en þær leystu þetta verkefni vel af hendi. Fyrsta lagið á efnisskránni var Hevenu shalom aleichem, þjóðlag frá Ísrael, sungið á hebresku, sem mun merkja: Við færum þér frið. Sem kunnugt er, er hebreskan lesin frá hægri til vinstri, en líklega hefur það ekki komið að sök í þessu tilfelli. Síðan kom hið hrífandi lag, Malaika (Engill), ættað frá Keníu og sungið á swahílí. Lagið hljómaði vel í flutningi kórsins. Þess má geta, að Óskar Pétursson syngur þetta lag á geisladisk sínum, Þú átt mig ein (2005), og þar heitir það Að morgni og er við texta eftir Braga Valdimar Skúlason. Efnisskránni var skipt í tvennt og gert stutt hlé eftir áttunda lag. Í fyrri hluta dagskrárinnar voru m.a. lagið Hvar eru fuglar, rússneskt lag sungið við ljóð Steingríms Thorsteinssonar, sem féll vel við lagið, þótt ekki sé það lagið, sem flestir þekkja við þetta ljóð. Einnig lagið Vertu til/Katjúsa, sem sungið var bæði á rússnesku og við íslenskan texta Tryggva Þorsteinssonar. Fyrsta lag eftir hlé var Vikivakar, hið þekkta lag Valgeirs Guðjónssonar við texta Jóhannesar skálds úr Kötlum, sem kórinn flutti á leiðinni upp á svið. Þá vil ég nefna Pie Jesu, við latneskan texta úr Requiem eftir Andrew Lloyd Webber. Einnig sænska lagið Vem kan segla förutan vind við ljóð Friðriks Guðna Þorleifssonar, sem er nokkuð þekkt hér á landi. Síðasta lag á efnisskránni var Climb every mountain eftir Rofgers & Hammerstein, kröftugt lag og áhrifamikið. Sem aukalag söng kórinn Úr Fjörðum, fallegt lag við ljóð og lag Böðvars Guðmundssonar, en endað var á Bæn við texta Skagfirðingsins, Bjarna Stefáns Konráðssonar, og fór vel á því. Kynnir á tónleikunum var Sara R. Valdimarsdóttir, sem leysti það af hendi með mikilli fag- mennsku. Sem leikmanni í faginu virtist mér tónleikarnir takast vel. Yfir þeim var ferskur blær. Kórinn býr greinlega yfir góðum raddstyrk og sönggleð- in var áberandi, sem hvort tveggja naut sín vel í Miðgarði, innkomur voru öruggar og styrkleikabreytingar sömuleiðis og auðheyrt að stjórnandinn, Sólveig Sigríður Einarsdóttir, hefur alla þræði í hendi sér. Undirleikur Rögnvaldar Val- bergssonar studdi við flutn- inginn af öryggi og smekkvísi, svo sem vænta mátti frá hans hendi. Útkoman á tónleikun- um verður að teljast góður árangur, einkum þegar þess er gætt, hve kórinn hefur starfað í skamman tíma, og er ástæða til þess að óska kórfólki til hamingju með það allt. Áheyrendur kunnu líka vel að AÐSENT ÓLAFUR Þ. HALLGRÍMSSON skrifar Skagfirðingurinn, Húnvetning- urinn og frumkvöðullinn Hvenær er maður Skagfirðingur og hvenær er maður ekki Skagfirðingur? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann er spurning sem stundum er erfitt að svara. Sama er upp á teningnum þegar reynt er að svara spurningunni í heiti greinarinnar. Hvað með þann sem fæddist í Austur- Húnavatnssýslu, ólst upp í Skagafirði og eyddi fullorðinsárunum í Vestur- Húnavatnssýslu? Hér er átt við frumkvöðulinn, uppfinningamanninn, bónd- ann og jarðfræðinginn Jakob H. Líndal. Hann fæddist árið 1880 á Steiná í Svartárdal, ólst upp á Hrólfstöðum við Mikla- bæ í Skagafirði og bjó síðar á Lækjamóti í Vestur Húna- vatnssýslu. Kemur hann okkur á Norðurlandi eitthvað við í dag? Getum við lært eitthvað af lífshlaupi forfeðra okkar sem nýtist okkur til framtíðar? Nú eru viðsjárverðir tímar. Miklir fólksflutningar frá Norðurlandi vestra. Því er mikilvægt fyrir okkur sem hér búum að taka höndum saman og sporna við þessari þróun. Fram að þessu hefur verið talið mikilvægt að hleypa heim- draganum og kynnast öðru fólki, annarri menningu og öðrum lífsháttum. Samfara því er mikilvægt að geta komið aftur heim með lífsreynsluna í farteskinu og miðla af þekkingu sinni, samfélaginu og manni sjálfum og sínum til góða. Það er skylda okkar sem eldri erum að gera samfélagið þannig að það sé eftirsókn- arvert fyrir unga fólkið að snúa til baka eftir nám og aðra reynslu sem lífið hefur upp á að bjóða. Atvinnumöguleikar þurfa að vera fjölbreyttir þannig að menntunin nýtist, bæði er varðar háskóla- menntun, iðnmenntun, list- sköpun, íþróttir og hvað eina sem mannlífið hefur upp á að bjóða. Til að vera sterkari þurf- um við sem búum á Norðurlandi vestra að standa saman um hagsmuni okkar. Við erum stórt og öflugt landbúnaðarhérað, við eigum sjóinn, vötnin, laxveiðiárnar, náttúruna, heiðarnar, jöklanna síðast en ekki síst eigum við forfeðurna. Við þurfum að státa okkur af því fólki sem svæðið hefur alið af sér og koma þeim tilfinningum til afkomenda okkar án þess að hreykja okkur yfir aðra. Skagfirðingurinn, Hún- vetningurinn og frumkvöðull- inn Jakob H. Líndal fæddist í lok nítjándu aldar þegar mikil harðindi voru og tíðarfar erfitt. Hann braust til mennta við mikla fátækt og tókst með harðfylgi að nýta hæfileika sína samfélaginu til góða. Hann fæddist í Austur- Húnavatnssýslu að Steiná í Svartárdal en fluttist til Skagafjarðar með foreldrum sínum. Á þessum árum var fátækt mikil og framboð á námi lítið. Eftir vinnusöm ár og nám við Möðruvallaskóla fór Jakob í Hólaskóla. Fram að aldamótum voru öll verk unnin með höndun- um. Í byrjun tuttugustu aldar fóru hestverkfæri að ryðja sér til rúms og var sú bylting ekki síðri en vélvæðing nútímans. Árið 1904 hófu bændur í Skagafirði jarðrækt við Reykjarhól í Skagafirði eða við Varmahlíð. Var Jakob ráðin til sjá um verkið. Jakob lagði jarðhitavatnið sem kom upp úr jörðinni við Reykjarhólinn, í malarrásum um landið, þannig að moldin hitnaði og varð rakari. Þá var kartöflum og rófum sáð í landið. Jakob var frumkvöðull að nota hveravatn við ræktun og leiða það um akrana. Jakob skrifaði síðar grein um málið í danskt landbúnaðartímarit. Árið 1906 lá leið Jakobs til Noregs til frekara náms, hann fór í landbúnaðarskólann í Askov. Um sumarið vann Jakob á búgarði í Danmörku. Þegar Jakob kom heim 1909 hóf hann kennslu á Hólum í Skagafirði. Árið 1910 tók hann við forstöðu Ræktunar- félag Norðurlands á Akureyri, um leið varð hann ritstjóri ársrits félagsins. Árið 1914 kvæntist Jakob Jónínu Sigurðardóttur frá Lækjamóti. Þau fluttu svo búferlum þangað árið 1916, rétt fyrir frostaveturinn mikla. Jörðin hafði litlar slægjur og hóf Jakob ræktunarstarfið. Kom hann á umfangsmikilli áveituframkvæmd, en vatnið var næringarsnautt mýrar- vatn. Þarna hannaði Jakob þúfnabana sem notaður var til að auðvelda túnrækt. Eintak af honum er til á Byggðasafni Húnvetninga og Stranda- manna á Reykjum. Málþing Málþing verður haldið um Jakob H. Líndal í Félags- heimilinu Víðihlíð laugardag- inn 14. apríl nk., kl. 10.30 til kl. 16.00. Þangað munu okkar helstu sérfræðingar á sviði landbúnaðar og jarðvísinda koma og halda skemmtileg erindi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Málþingið er styrkt af Menningarráði. Sigríður Hjaltadóttir Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna AÐSENT MÁLÞING UM JAKOB H. LÍNDAL meta söng Sóldísar og létu ánægju sína í ljós með dynjandi lófaklappi. Voru stjórnanda og undirleikara færðir blóma- vendir í lokin. Að loknum tónleikum var svo kaffi- hlaðborð, sem kórkonur sáu um, þar sem borð svignuðu undan kræsingum. Með kvennakórnum Sóldís hefur kóraflórunni í Skagafirði bæst öflugur liðskraftur. Telst mér til, að hér séu nú starfandi fimm kórar í héraði, svo af nógu er að taka fyrir þá sem kunna að meta góðan kórsöng. Þess má að lokum geta, að kórinn mun á næstunni efna til tónleika víðar á Norðurlandi, svo ekki er öll nótt úti fyrir þá, sem misstu af tónleikunum í Miðgarði. Ólafur Þ. Hallgrímsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.