Feykir


Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 5
 09/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Fyrsta keppni KS deild- arinnar í hestaíþróttum hófst í síðustu viku og er óhætt að segja að þar hafi verið samankomin glæsileg hross og knapar. Eftir forkeppnina stóð Ólafur Magnússon efstur en í úrslitum náði Ísólfur L Þórisson að hefja sig úr B úrslitum og á toppinn. Stefán Reynisson hjá Meistaradeild Norðurlands var ánægður með kvöldið og segir það vera góðan undanfara keppninnar í vetur. „Það er sýnilegt að það verður hörð barátta í KS deildinni í vetur. Ég var mjög ánægður með hrossin sem voru virkilega góð en einn- ig var ánægjulegt hvað vel var mætt á pallana“, segir Stefán. Úrslit voru eftirfarandi: Ísólfur L Þórisson . . . . . . . . . 7,47 Ólafur Magnússon . . . . . . . . 7,40 Sölvi Sigurðarson . . . . . . . . . 7,37 Bjarni Jónasson . . . . . . . . . . 7,23 Baldvin Ari Guðlaugsson . . . . 7,13 Fanney Dögg Indriðadóttir . . 7,00 B-úrslit Ísólfur L Þórisson . . . . . . . . . 7,27 Baldvin A Guðlaugsson . . . . . 7,27 Þórarinn Eymundsson . . . . . . 7,17 Mette Mannseth . . . . . . . . . 7,00 Viðar Bragason . . . . . . . . . . . 6,83 Magnús B Magnússon . . . . . 6,60 /PF KS deildin Ísólfur sigraði fjórganginn Tindastólsmenn gerðu ágæta ferð suður sl. föstudag en þar mættu þeir liði Vals í Iceland Express deildinni. Ekkert annað en sigur var á dagskránni hjá Stólunum en lið Vals hefur enn ekki sigrað í deildinni og er því stigalaust. Leikurinn var jafn framan af en í þriðja leikhluta skutust Stólarnir framúr og lönduðu öruggum sigri, 61-74. Valsmenn höfðu frum- kvæðið í byrjun en í öðrum leikhluta voru það Stólarnir sem náðu yfirhöndinni þó þeir færu ekki langt framúr Völsurum og í leikhléi var staðan 26-29. Rikki hafði átt erfitt uppdráttar í fyrri hálf- leik en í þriðja leikhluta fór hann mikinn, gerði fimm 3ja stiga körfur á fimm mínútna kafla og á þeim tíma breyttist staðan úr 28-30 í 37-49 og staða Tindastóls orðin væn. Staðan 43-54 að loknum þriðja leikhluta. Valsmönnum tókst aldrei að minnka muninn svo nokkru næmi síðustu 10 mínúturnar, munurinn yfirleitt 7-13 stig á liðunum og á endanum fór svo að Stólarnir höfðu stigin 2 með sér heim, lokatölur sem fyrr segir 61-74. Curtis Allen átti ágætan leik fyrir Stólana en hann gerði 15 stig og tók 10 fráköst Iceland Express deildin : Valur - Tindastóll 61-74 Skyldusigur á stiga- lausum Valsmönnum Skagfirðingar stóðu sig mjög vel á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, sem fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 25.-26. febrúar. Þeir urðu í 5. sæti af 19 liðum í samanlagðri stiga- keppni og kom Fríða Isabel Friðriksdóttir, 14 ára, heim með gullið og varð Íslands- meistari í hástökki. Mótið var vel sótt, samkvæmt heimasíðu Tindastóls, með um 360 keppendur frá 19 félögum og samböndum. Flestir kepp- endur komu frá ÍR eða 61, FH 44 talsins, HSK/Selfoss 36, Breiðablik 31, UMSE 28 og frá UMSS og Fjölni með 23 keppendur. Keppendur UMSS unnu 1 gull, 3 silfur og 5 bronsverð- Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 11-14 ára Fríða Íslandsmeistari í hástökki laun. Þeir sem unnu til verðlauna voru: Fríða Isabel Friðriksdóttir (14) varð Íslandsmeistari í hástökki (1,58m). Hún varð einnig í 2. sæti í 60m grindahlaupi og langstökki, og 3. sæti í 60m hlaupi. Berglind Gunnarsdóttir (11) varð í 2. sæti í kúluvarpi. Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (14) varð í 3. sæti í hástökki. Gunnar Freyr Þórarinsson (13) varð í 3. sæti í kúluvarpi. Sæþór Már Hinriksson (12) varð í 3. sæti í langstökki. Stúlknasveit UMSS (14) varð í 3 sæti í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni voru Þórdís Inga Pálsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Fríða Isabel Friðriksdóttir. Úrslit í samanlagðri stigakeppni mótsins: 1. FH 432 stig, 2. ÍR 422, 3. HSK/ Selfoss 336,8 stig, 4. Breiðablik 278,5 stig, 5. UMSS 192,5 stig, 6. Fjölnir 169,5 stig. /BÞ auk þess sem hann stal 4 boltum. Rikki var hins vegar stigahæstur með 19 stig sem hann gerði nánast öll í einum rikk. Þá var Þröstur Leó drjúg- ur með 14 stig og 7 fráköst. Með sigrinum komust Tindastólsmenn í sjöunda sætið í deildinni en keppnin um sæti í úrslitakeppninni stendur einkum á milli 5 liða; Snæfells, Tindastóls, Njarð- víkur, Fjölnis og ÍR. Næsti leikur Tindastóls er hér heima 1. mars en þá kemur lið Hauka í heimsókn en Hafnfirðingar hafa verið að leika vel upp á síðkastið, þrátt fyrir að vera í 11. sæti með 8 stig, og eru sýnd veiði en ekki gefin. Fjölmennum í Síkið og styðjum strákana til sigurs. Stig Tindastóls: Rikki 19, Allen 15, Þröstur Leó 14, Svavar 8, Tratnik 8, Miller 6, Helgi Rafn 2 og Helgi Freyr 2. /ÓAB Á laugardag 3. mars verður haldið Ís- landsmót á Svínavatni í A-Hún. þar sem keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu mótsins is-landsmot.is. Sunnudaginn 4. mars verður Grunnskóla- mót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga og hefst mótið klukkan 13:00 Þetta er fyrsta mótið í vetur og búist er við góðri þátt-töku og skemmtilegri keppni eins og síðastliðin ár. Keppt verður í: 1. – 3. bekkur fegurðarreið 4. – 7. bekkur tölt 8. – 10. bekkur tölt 8. – 10. bekkur skeið, ef veður og aðstæður leyfa. /PF & BÞ Hestamannamót um helgina Ís-landsmót á Svínavatni Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram sl. laugardag en keppt var í smala og skeiði á Blönduósi. Keppnin var gríðarlega jöfn og endaði með því að þrjú lið voru efst og jöfn eftir daginn en lið 1, 2 og 4 fengu öll 56 stig og lið 3 fékk 38 stig. „Þátttaka var góð og mótið skemmtilegt og spennandi í alla staði,“ segir Kolbrún Stella Indriðadóttir formaður Hestamannafélagsins Þyts. Eftir daginn er lið 1 í efsta sætinu með 99,5 stig, næst er lið 2 með 95,5 stig, þá lið 3 með 94,5 stig og lið 4 með 84,5 stig. Einstaklingskeppnin eftir 2 mót er eftirfarandi: 1. flokkur 1-2. Fanney Dögg Indriðadóttir 22 stig 1-2. Líney María Hjálmarsdóttir 22 stig 3-5. Ísólfur L Þórisson 14 stig 3-5. Stefán Logi Grímsson14 stig 3-5. Elvar Logi Friðriksson 14 stig 2. flokkur 1. Kolbrún Stella Indriðadóttir 12 stig 2. Jónína Lilja Pálmadóttir 11 stig Húnvetnska liðakeppnin Skemmtilegt mót 3-4. Vigdís Gunnarsdóttir 10 stig 3-4. Guðmundur Sigfússon 10 stig 3. flokkur 1. Rúnar 12 stig 2. Irina Kamp 5 stig 3. Julia Gudewill 4 stig Unglingaflokkur 1-2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 6 stig 1-2. Hákon Ari 6 stig 3. Fríða Björg Jónsdóttir 5 stig /BÞ Frá 2. móti Húnvetnsku liðakeppninnar á Blönduósi. Mynd: thytur.123.is Magnús Bragi Magnússon og Vafi frá Ysta-Mói voru meðal þátttakenda. Fríða Isabel Friðriksdóttir varð í 1. sæti og Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir í 3. sæti í hástökki á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. Mynd: Tindastoll.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.