Feykir


Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 7
 09/2012 Feykir 7 lokið sínum skyldustörfum. Við Hilmar héldum þá áfram á ýtunni áleiðis upp Mánár- skriðurnar, en vorum ekki komnir langt þegar fullljóst var að við yrðum að moka okkur leiðina. Á þessum slóðum hafði verið hvassviðri nóttina áður þegar lognsnjókoman var á mér við Haganesvík, og var vegurinn um skriðurnar alger- lega ófær. Hilmar fór nú út úr ýtunni og gerði ég svolítinn skúta með ýtutönninni fyrir hann í snjóstálið, því að kalsa- veður var, og þarna var hann þó í logni og vari. Ég fór nú að moka leið eftir vegkantinum, en sá fljótt að með þessu áframhaldi mundi hráolían ekki verða næg og fór ég því til baka og ræddi málin við Hilmar og kom okkur saman um að nú væri ekki um annað að ræða en að aka inn að Hrauni og fá þar olíu. Ákveðið var að moka eitthvað lengur, en þó ekki lengur en svo að olía entist að Hrauni. Tjáði Hilmar mér að hann hefði oft gripið í svona jarðýtu og langaði til að vinna við moksturinn um stund, enda orðinn kaldur og stirður af því að húka þarna í skútanum og skiptum við því um hlutverk. Gekk moksturinn vel hjá Hilmari og fylgdist ég með úr fjarlægð, en svo kom að því að hann kom akandi til baka, enda þá svo komið að ekki yrði lengur unnið, ef eldsneyti átti að endast að Hrauni. En þá gaf á að líta. Svona ofarlega í skriðunum hafði snjóstálið hækkað og einhvern tíma er ýtunni var snúið höfðu skíðin rekist í það og var framendinn á þeim, og þar með beygjurnar á öllum fjórum, þverbrotinn af. Ekki höfðum við gert okkur grein fyrir að þessi ósköp gæti gerst en við þessu var ekkert að gera, skaðinn skeður. Að svo komnu lögðum við af stað inn að Hrauni og var komið fram á kvöld þegar þangað var komið. Fengum við olíu á ýtuna og hressinguna hjá Pétri en síðan var haft samband við Vegamál og gerð grein fyrir þeirri stöðu sem upp var komin. Fengum við gistingu þessa nótt að Hrauni og fengum fyrirmæli um að leggja ekki upp að morgni fyrr en haft hefði verið samband við Vegagerðina og fengin veðurspá, því hún var talin óörugg fyrir morgundaginn. Morguninn eftir vorum við Hilmar komnir tímanlega á stjá, en úti var þá svartabylur og ekkert ferðaveður, enda feng- Ýta áþekk þeirri sem ferjuð var til Siglufjarðar. Gunnar átti þessa ýtu í nokkur ár en Ýtu-Keli vann lengi á henni áður. Varð hún ein af þeim tækjum sem biluðu í frægri vegavinnu yfir Tröllaskarðið þar sem huldufólki var kennt um að valda. og við Vegagerðina, en þarna var það sem Hilmar fékk um það fréttir að heiman að tengdamóðir hans hefði dottið og lærbrotnað, en hún hafði ekki talið ráðlegt, og ekki viljað að Hilmar færi þessa för, enda hafði hana dreymt fyrir því að eitthvað skelfilegt óhapp mundi verða og taldi hún að það gæti tengst för hans inn skriðurnar og taldi að eitthvað alvarlegt mundi koma fyrir hann eða okkur báða í þessum leiðangri. Ekki hafði Hilmar lagt í að segja mér frá þessum áhyggjum tengdamóður sinnar eða því hversu mótfallin hún hefði verið þessari för hans fyrr en þarna er hann þóttist sjá að þarna væri draumurinn kom- inn fram, en hann var alltaf með þessar áhyggjur allan tímann og að það hugsanlega kæmi eitthvað fyrir okkur í þessu ófærðarbasli. Vorum við í góðu yfirlæti í Sauðanesi þessa nótt, en á sunnudagsmorgni, sem var pálmasunnudagur, var veður orðið gott, dálítil gola og frostlaust. Eftir að hafa þegið staðgóð- an morgunmat gengum við fram að Mánárskriðum að ýtunni og gekk nú mokstur og allt annað nokkuð vel það sem eftir var í skriðunum, en þá lá leiðin út að Strákagöngum. Ekki varð ekið í gegnum göngin þar sem stór grjóthrúga lokaði leiðinni og varð að jafna hana út áður en komist yrði í gegn. Eftir að þessari hindrun var rutt úr vegi lá leiðin inn til Siglufjarðar, en um það bil sem inn í bæinn var komið varð vart gangtruflana í ýtunni. Ekki gat hún verið olíulaus, en til öryggis fór ég út og mældi á tanknum, og nei, nóg var olían ennþá. Ég þráaðist við og ók áfram þangað til vélin neitaði öllum vend- ingum og sagði endanlega stopp. Hægt var að dæla með handvirkri dælu olíu af tanknum inn á mótorinn og gerði ég nú þetta, og ræsti svo vélina, sem fór loks í gang en hökti bara. Er ég stóð í þessu basli kom sá maður á Siglufirði sem taka átti við ýtunni, rædd- um við saman um framhaldið og lagði hann til að við reyndum að koma henni að áhaldahúsi bæjarins, og tók hann að sér aksturinn, en ég stóð úti á tannarboganum og handdældi olíunni og þannig komumst við að lokum á endastöð. Nú var komið að því að rekja alla ferðasöguna fyrir Vega- málum á Siglufirði meðal annars um brotnu skíðin, sem mér þótti heldur slæmt þar sem ég hafði fengið þau að láni, en það var ekkert mál að bæta okkur þau, og skyldum við bara velja okkur skíði þarna á staðnum og mundu þau verða greidd. Mér fannst ég ekki vera í góðum málum með lánsskíðin og erfitt fyrir mig að velja ný skíði fyrir eigandann. Sagði ég þeim stöðu mína í þessu máli, og var það jafnsjálfsagt mál að kaupa ný skíði hvort sem var á Siglufirði eða Sauðárkróki. Þar sem ég hafði nú skilað af mér ýtunni, var mér komið fyrir á hóteli á sunnudagskvöld þar sem næsta ferð til Sauðárkróks var ekki fyrr en seinnipart þriðjudags með flóabátnum Drangi. Heldur varð vistin á hótelinu mér daufleg enda fór ég ekkert út á meðan ég beið heimferðar, hafði heldur ekki föt til skiptanna og var í þvældum vinnufötum sem ég klæddist þegar ég lagði af stað að heiman, peningalaus og óframfærinn. Minnist ég þess ekki að ég hafi hitt nokkurn mann að máli þennan biðtíma eftir heim- ferðinni, en einu man ég þó eftir að eitt sinn er ég fór í mat komu fjórir menn inn í matsalinn og munu þeir hafa verið nokkuð við skál. Þegar þeir eru sestir við dekkað og dúkað borð tók einn þeirra hnífapörin og fór að skera servíettuna og sagði um leið: „Hvernig er þetta á maður ekki að fá kartöflur með þessu“, og þótti mér þetta býsna spaugileg uppákoma. Vegagerðin sá svo um að koma mér um borð í Drang, með brotnu skíðin, því ég vildi að eigandinn fengi þau eins og þau voru orðin svo og bindingarnar. Þegar komið var á Sauðárkrók og ég gekk frá borði með brotnu skíðin rigndi yfir mig spurningum, hvað hefði komið fyrir og hvort ég væri ekki stórmeiddur, - þetta hefir verið svakalegt högg að skíðin kubbuðust svona, - og svo framvegis. Það sem ég vissi ekki var að á Siglufirði var skíðalandsmót þessa helgi og leit jafnvel þannig út að ég hefði verið að gera þar einhverjar misgóðar æfingar á skíðunum, og fór ég hálfsneyptur heim með brotnu skíðin, en Ingólfur fékk þau aftur og bevís frá Vegagerðinni til að kaupa á nýjum og fínum skíðum. Trúnaðarmaður Vegagerðar á Siglufirði mun hafa verið Ásgeir Björnsson. um við þau fyrirmæli að hreyfa okkur ekki þann dag allan, sem var föstudagur, enda hvassviðri og mokhríð. Dvöldum við í góðu yfirlæti að Hrauni þennan dag og næstu nótt, en á laugar- dagsmorgni var veðrið verulega farið að ganga niður, þó var ennþá svolítill skafrenningur, en hríðarlaust. Lögðum við tímanlega af stað á jarðýtunni með fullan tank af olíu og með brotnu skíðin, en vel hvíldir. Komumst við hindrunarlítið út í Mánárskriðurnar, en þegar þangað kom sáum við að það sem mokað hafði verið fyrir tveim dögum, var ekki til neins, allt á bullandi kafi og höfðu ruðningarnir jafnvel safnað að sér meiri snjó en ef ekkert hefði verið aðhafst. Skipti nú engum togum að ég fór að moka, og eins og áður gerði ég smá skúta fyrir Hilmar, en annars var orðið nokkuð gott veður og nær frostlaust. Heldur fannst mér mokstur- inn ganga seint, enda kannski ekki nema von, með ekki stærri vél í þessum mikla snjó og bratta, enda gat ég ekki mokað nema rétt tannbreidd eftir veg- kantinum. Hæðin á snjóstál- inu brekkumegin var hærri en húsið á ýtunni, og þannig varð maður að skafa hengjuna ofan við það sem tönnin náði með hægra horninu á húsi ýtunnar, en þá hrundi snjórinn niður á vélarhúddið og svo niður. Allt hefði þetta verið næstum óframkvæmanlegt ef ekki hefði verið á blá brúninni á vegkantinum röst af eggjagrjóti þar sem ýtan stöðvaðist við hverja ýtingu. Þegar komið var fram á miðjan dag kom Trausti frá Sauðanesi gangandi til okkar með mat og kaffi sem var afskaplega vel þegið, en hann bar einnig þau skilaboð frá Vegagerð að við yrðum að koma okkur í hús fyrir kvöldið þar sem spáð væri nánast vitlausu veðri bæði um kvöldið og nóttina. Við héldum okkar striki fram eftir degi og töldum rétt að moka meðan veður ekki versnaði, eða allt þar til að við komum að sérkennilegri eyðu á veginum, en þarna var um það bil 10 til 15 metra langur algerlega snjólaus blettur, og þarna lögðum við ýtunni og gengum út að Sauðanesi í hvínandi hvassviðri og slyddu- hríð. Vorum við algerlega gegnblautir og kaldir þegar við komum út í Sauðanes, en þar fengum við góða aðhlynningu. Dreymt fyrir skelfilegu óhappi Nú var enn haft samband heim Þrjár góðar í útgerð Vinnuvéla Gunnars R. Ágústssonar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.