Feykir


Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 01.03.2012, Blaðsíða 9
 09/2012 Feykir 9 Hjónin Andrea og Jacob Kasper eru verkefnisstjórar Nes listamiðstöðvar um þessar mundir en þau tóku við listamiðstöðinni um miðjan október sl. Starfið tóku þau að sér tímabundið þar til ný manneskja yrði ráðin, sem nú hefur verið gert og kemur hún til starfa í næsta mánuði. Þegar blaðamaður Feykis settist niður með þeim hjón- unum, í húsnæði Neslistar, voru listamennirnir sem þar starfa í óða önn að undirbúa opið hús sem er mánaðarlegur viðburður hjá listamiðstöðinni. Þá gefst áhugasömum kostur á að skoða þau verk sem listamennirnir hafa unnið að á meðan á dvöl þeirra á Skagaströnd hefur staðið. Börn þeirra Andreu og Jacobs, Zelia 4 ára og Lazer 1 árs, léku á alls oddi umhverfis okkur og leiðist greinilega ekki allt tilstandið og það mikla rými sem húsnæðið hefur upp á að bjóða. Hvernig kom það til að þið hlupuð í skarðið? –„Við höfum búið hér á Skagaströnd í tvö ár og sótt flesta þá viðburði sem hér hafa verið í boði,“ segir Jacob en hann er starfandi líffræðingur hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol. Jacob og Andrea fluttu til Íslands frá Bandaríkjunum árið 2008 en bjuggu á Ísafirði í fyrstu. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga þeirri starfsemi sem hér fer fram og á listum almennt. Þegar við fréttum að það vantaði einhvern tímabundið til að hafa umsjón með listamiðstöðinni buðum við fram þjónustu okkar,“ segir Andrea. Andrea er nútímadansari og segir hún listina hafa fylgt sér alla ævi, í hvaða formi sem er. Hún hefur m.a. kennt dans og sett upp sýningar, bæði á Ísafirði og nú síðast á Skagaströnd sl. haust. Þar sýndi hún frumsamið nútímadansverk sem hún kallar Skagi, ásamt þremur nemendum sínum. Jacob hefur einnig verið ötull listunnandi í gegnum tíðina og tók á sínum tíma nokkra áfanga í listfræði þegar hann var í háskólanámi í Bandaríkjunum. Nýr verkefnisstjóri á leiðinni Í september sl. var auglýst eftir nýjum verkefnisstjóra við Nes listamiðstöð og sóttu 25 manns um stöðuna. „Sú sem hefur verið ráðin kemur um miðjan mars,“ upplýsir Jacob og segir að verðandi verkefnastjóri komi alla leið frá Ástralíu. „Hún heitir Melody Woodnutt og er listamaður sem hefur dvalið tvisvar hér við Neslist, á árunum 2010 og 2011, og er hún því listamiðstöðinni og svæðinu mjög kunnug,“ segir Andrea og brosir. Hún lýsir metnaðarfullum og til- komumiklum listaverkum sem hún gerði þarna í húsnæðinu, annarsvegar strönd sem hún útbjó þar og hins vegar bát úr snæri. „Melody féll fyrir Íslandi og Skagaströnd, eins og Nes listamiðstöð Bera hróður Íslands um allan heim ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Séra Sigríður NAFN: Sigríður Gunnarsdóttir. ÁRGANGUR: 1975. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Þórarni Eymundssyni og við eigum Eymund Ás, Þórgunni og Hjördísi Höllu. BÚSETA: Búsett á Sauðárkróki. HVERRA MANNA ERTU: Er dóttir Helgu Árnadóttur og Gunnars Oddsonar í Flatatungu. STARF / NÁM: Sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli. BIFREIÐ: Volkswagen Carawelle, get ómögulega munað hvaða árgerð. HESTÖFL: Mörg hestöfl og nokkir hestar. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Það er alltaf eitthvað að líta í. Hvernig hefurðu það? Ljómandi gott. Hvernig nemandi varstu? Svona í meðallagi held ég? Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Sólin skein og það var létt yfir fólki. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða bóndi. Kannski á ég það eftir? Hvað hræðistu mest? Mér er ekki vel við köngulær. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fyrsta plötuna sem ég eignaðist fékk ég gefins, það var Introducing the Hardline According to Terence Trent D´Arby. Hún var mikið spiluð enda góður gripur. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Karókí? Ég er ekki líkleg til að taka þátt í Karókí. Syng mest í messum. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Horfi helst á Kiljuna og Höllina dönsku. Besta bíómyndin? Þær eru svo margar. Ein þeirra er The Straight Story eftir David Lynch, um gamla manninnn sem ferðast yfir þver Bandaríkin til að sættast við bróðir sinn. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er best í að segja hinum hvað þau eigi að gera. Þar stendur mér enginn á sporði. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Það var þegar að ég eldaði hreindýrshrygg en stóð í þeim misskilningi að ég væri að elda léttreyktan lambahrygg. Sem- sagt púðursykursgljáður hreindýrs- hryggur. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossa- miðann? Þetta er óþægileg spurning. Ostar, rjómi og súkkulaði. Hvað er í morgunmatinn? Hafra- grautur og lýsi. Uppáhalds málsháttur? Sígandi lukka er best. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Hrúturinn hreinn er ágætur. Hver er uppáhalds bókin þín? Biblían. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Þýskalands að heimsækja Sjöfn vinkonu mína sem ég hef ekki séð í mörg ár. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þegar að ég læt hluti sem ég fæ ekki breytt fara í taugarnar á mér. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheilindi. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Fylgist ekki með enska boltanum en Liverpool á sér dygga stuðningmenn á heimilinu. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Hef miklar mætur á hestaíþróttamanninum honum Tóta mínum. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal af tveimur lökum kostum. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Þær eru tvær, mamma og pabbi. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Vona að það komi ekki til! Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Enginn hefur sýnt áhuga á að rita ævisögu mína enn sem komið er, svo ég tel spurninguna ótímabæra. fleiri listamenn sem hér hafa dvalið,“ bætir Andrea við. Sem fyrr segir spilar listamiðstöðin stóran þátt í félagslífi þeirra hjóna og hafði sú hefð skapast áður en þau tóku við stjórnartaumunum að þau byðu listamönnunum heim til sín í pönnukökur einu sinni í mánuði. Þau hafa einnig verið fastir gestir í svokölluðum Pálínuboðum, eða „Potluck“, sem eru sömuleiðis haldin mánaðarlega. Þá er haldin veisla þar sem listamenn og stjórn listamiðstöðvarinnar koma saman og slá upp hlaðborði og eru allir boðnir velkomnir. „Í síðasta Pálínuboð komu 35 manns, sem ég tel að sé metþátttaka frá upphafi listamiðstöðvarinnar, það var mjög ánægjulegt,“ segir Jakob glaður í bragði. Jakob og Andrea vilja gjarnan taka áfram óform- lega þátt í starfsemi listamið- stöðvarinnar en þau bera miklar væntingar til hennar. „Við lítum svo á að Nes sé listamiðstöð fyrir allt Norðurland vestra en ekki bara Skagaströnd og vonum að svo verði,“ segir Andrea. „Hér hafa dvalið um 300 listamenn í gegnum árin sem allir hafa sótt innblástur frá Skagaströnd, og Íslandi öllu, og skapað hér fjölmörg listaverk, sem þau sýna svo út um allan heim og bera þannig með sér hróður Íslands,“ segir Andrea áhugasöm og þá bætir vísindamaðurinn Jakob við: „Það væri í raun mjög áhugavert ef hægt væri að rannsaka langtímaáhrif af dvöl allra þessara listamanna sem hingað hafa komið, með tilliti til landkynningar og mögulegri fjölgun ferðamanna í kjölfarið.“ Nes listamiðstöð hefur nú auglýst eftir íslenskum listamönnum til að koma og dvelja við listamiðstöðina en í boði eru styrkir sem standa undir hluta af dvalarkostnað listamannanna. „Hingað hafa nokkrir íslenskir listamenn komið en ekki nærri því jafnmargir og þeir erlendu. Við myndum gjarnan vilja fá fleiri, listamiðstöðin er hér til að styðja við íslenska listamenn ekki síður en þá erlendu,“ segir Andrea í lokin og tekur son sinn í fangið. Blaðamaður Feykis not- aði tækifærið og skoðaði listaverkin og spjallaði við viðstadda sem var tíðrætt um hve harðdugleg og jákvæð þau Andrea og Jacob eru og hve mikil lyftistöng þau hafa verið fyrir listamiðstöðina. /BÞ Jacob Kasper, ásamt syni sínum og listamanninum Luis Miguel Dominguez.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.