Feykir


Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 17/2012 AÐSENT ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON SKRIFAR Skattaafsláttur vegna aksturs til og frá vinnu Atvinnusvæði hafa stækkað og breyst á undanförnum árum sem hefur valdið auknum akstri margra til og frá vinnu. Víða á landsbyggðinni eru engar almenningssamgöngur og því um fátt annað að ræða en notast við einkabílinn. Á norðurlöndum er kerfi sem gerir ráð fyrir skattaívilnunum til fólks sem býr við þessar aðstæður. Í Danmörku geta launþegar fengið sérstakan skattafslátt ef vinnustaður er í meira en 12 km fjarlægð frá heimili hans. Fólk á jaðarsvæðum getur síðan fengið 2 danskar krónur (DKR) í skattafslátt fyrir hvern kílómetra sem ekið er umfram 24 km á hverjum vinnudegi. Jaðarsvæðin eru skilgreind út frá ákveðnum þáttum, t.d. lágum tekjum, þar sem tekjur á hvern íbúa fara ekki yfir 90% af landsmeðaltali en einnig er litið á íbúaþróun við mat á jaðarsvæðum. Í Svíþjóð er veittur skattafsláttur ef eitthvert eftirtalinna atriða á við: Meira en 5 km eru á milli heimilis og vinnustaðar, launþegi sparar samanlagt tvær klukkustundir í ferðatíma við að nota bíl fremur en opinber samgöngu- tæki eða þegar farið er á bíl minnst 60 daga á ári og 300 mílur eknar í tengslum við starf. Skattafsláttur er einungis veittur fyrir útgjöld umfram 9.000 sænskar krónur (SEK). Taxtinn er 18,50 SEK fyrir hverja mílu sem ekin er. Í Noregi er svipað fyrir- komulag og í Danmörku og Svíþjóð þegar kemur að skattafslætti vegna aksturs í og úr vinnu. Taxtinn fyrir árið 2011 er 1,50 norskar krónur fyrir hvern kílómetra að frá- dregnum neðri mörkum, 13.700 NKR (taxti fyrir árið 2010 samkvæmt Skatt Midt- Norge). Dæmið gæti því litið svona út hjá einstaklingi sem ekur 25 km hvora leið í eitt ár (230 vinnudagar): 25x2x1,5×230–13.700 = 3.550 NKR í skattafslátt á ári. Þetta gera 78.000 krónur á ári fyrir þá sem þurfa að aka 25 km til vinnu daglega. Fyrir páska lagði Framsókn- arflokkurinn fram þingsálykt- unartillögu sem felur fjár- málaráðherra að móta sambærilega skattaumgjörð og tíðkast í ofangreindum löndum. Undirritaður er með- flutningsmaður þessarar tillögu en fyrsti flutningsmaður hennar er Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Fram- sóknarflokksins í suðurkjör- dæmi. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins Blönduósbær Framkvæmdastjóri Þekkingarseturs á Blönduósi Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Heimilis- iðnaðarsafnið ses.,Textílsetur Íslands ses., Laxasetur Íslands ehf., Háskólinn á Hólum, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Landsvirkjun og Farskólinn – Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hafa stofn- að Þekkingarsetur sem hefur það að mark- miði að stuðla að aukinni þekkingu og fjöl- breytni atvinnulífs í Austur-Húnavatnssýslu með fræðslustarfi, eflingu háskólamennt- unar, vísindarannsóknum og nýsköpun á sviðiTextíls, Hafís/ Strandmenningar og Lax- fiska. Óskað er eftir starfsmanni í 50% starf fram- kvæmdastjóra setursins. Starfið er staðsett á Blönduósi. Helstu verkefni: daglegur rekstur setursins og samræming starfseminnar hafa frumkvæði að stefnumótun í samráði við stjórn samskipti við stjórn og samstarfsaðila skipulagning og stjórnun viðburða á vegum þekkingarsetursins afla fjármagns til reksturs og verkefna se- tursins tengiliður/fulltrúi setursins vegna þróunar rannsóknarverkefna tengd áhersluþáttum setursins samskipti við fyrirtæki og stofnanir á starfssvæði setursins Hæfnikröfur: reynsla af stjórnun og rekstri framhaldsmenntun á háskólastigi æskileg ríkir samstarfshæfileikar og hæfni til að leiða saman ólíka hópa fólks góð tungumálakunnátta Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2012. Umsóknir skulu sendar á netfangið arnar@blonduos.is Skorað á Alþingi að samþykkja ekki frumvörp ríkisstjór- Sameiginleg mótmæli 34 sveitarfélaga Eitthundrað þrjátíu og þrír sveitarstjórnar- menn frá þrjátíu og fjórum sveitarfélögum á landsbyggðinni hafa að beiðni formanns byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sent frá sér ályktun þar sem Alþingi er sterklega varað við því að samþykkja fyrirliggjandi frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðarráðs Svf. Skagafjarðar segir sveitastjórn hafa þungar áhyggjur af framkomnu frumvarpi og telji að með því sé vegið að grunnstoð atvinnulífs í héraði sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhagslega afkomu sveitarsjóðs. Stefán segir að um mikinn tilflutning á fjármagni sé að ræða af landsbyggðinni og til höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að endurskoða frumvörpin og láta fara fram óháða úttekt á þeim gagnvart sveitarfélögum landsins sem og einstökum landshlutum. Ályktunin er eftirfarandi: „Við undirrituð vörum Alþingi sterklega við því að samþykkja fyrirliggjandi frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Greinargerð óháðra sérfræðinga, sem fylgir frumvörpunum og sem unnin var að beiðni sjávarútvegs-og landsbúnaðarráðuneytisins, ætti að hvetja löggjafann að staldra við og ígrunda gaumgæfilega áhrif lagasetningarinnar á rekstur og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og á sjávarbyggðir landsins. Sérfræðingarnir búast við „umhleypingum á næstu árum meðan útgerðin lagar sig að breyttum aðstæðum“ og segja að áformuð lagasetning muni verða „mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegs- fyrirtækja“. Enn fremur að hækkun veiðigjalds muni án efa „kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum.“ Þá benda sérfræðingarnir á að byggðaaðgerðir frumvarpsins séu „ólíklegar til að ná þeim mark- miðum sem stefnt er að“, enda skorti enn þann „langtímastöðugleika sem getur skapað grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs í sjávarbyggðum“. Undirritaðir telja að þessi varnaðarorð, sem fylgja frumvörpunum, séu meira en næg ástæða fyrir alþingismenn til að leggja málin til hliðar frekar en að stuðla að því að lögfesta þau og stuðla þannig að „umhleypingum“ með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki í sjávarbyggðum landsins, m.a. mögulegri lækkun launa sjómanna og fiskverkafólks, lækkunar útsvarstekna sveitar- félaga, minni fjárfestingagetu sjávarútvegsfyrir- tækja á landsbyggðinni og þar með enn minni atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni en nú er. Við slíkt verður ekki unað.“ /PF Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd Kaupir björgunarbát Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd keypti björg- unarbát af Björgunarsveit- inni Ársæli á Höfuðborgar- svæðinu fyrir skömmu. „Eftir skoðun og leiðbein- ingar á tækjum var gengið frá kaupum og bátnum pakkað undir segl – og drifið sig aftur norður,“ segir á facebook-síðu Ársæls. Samkvæmt síðunni skruppu félagarnir í Björgunar- sveitinni Strönd suður yfir Kjöl í gær og renndu í hlað í Gauja- búð, á Seltjarnarnesi, á mínút- unni 17:00 til að skoða og kaupa björgunarbátinn. Ársæll óskaði þeim loks til hamingju með bátinn, og það gerir Feykir einnig. /BÞ Björgunarsveitarmenn frá Strönd og Ársæli handsala kaupin. Mynd: BJSV Ársæll.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.