Feykir


Feykir - 06.09.2012, Síða 1

Feykir - 06.09.2012, Síða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 9 Ágúst Ingi Ágústsson mundar áskorendapennann Rukka fyrir Feyki BLS. 8 Hitaveitudagar á Skagaströnd Jákvæð áhrif fyrir búsetu og framtíðarhorfur Breytingar á almennings- samgöngum í Norðvestur- kjördæmi Fyrsta strætó- ferðin norður Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 33 TBL 6. september 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Sauðárkrókur Enginn leiðindaskarfur hér Þessi myndarlegi dílaskarfur sat á grjótgarðinum fyrir neðan Hegrabrautina á Sauðarkróki í síðustu viku og baðaði út sínum sérstæðu vængjum. Skarfurinn er af ætt pelíkanafugla sem telur um 40 tegundir um allan heim fyrir utan eyjarnar í miðju Kyrrahafi samkvæmt Wikipedia. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig við ströndina eða á vötnum nálægt sjó og flestir þeirra eru dökkleitir eða svartir, með langan mjóan gogg með krók á endanum, lifa á fiski og kafa eftir æti. Þeir verpa í varpnýlendum á skerjum og í klettum. Tvær skarfategundir eru hér á landi og segir dr. Arnþór Garðarsson prófessor við Háskóla Íslands á vef Skot- veiðifélagsins að þær séu ólíkar að ýmsu leyti. Dílaskarfurinn er stór fugl og vegur rúmlega þrjú kílógrömm en toppskarf- urinn er um helmingi léttari. Nú á dögum verpa báðar skarfategundirnar eingöngu vestanlands, dílaskarfurinn eingöngu á skerjum og hólmum í Faxaflóa og Breiðafirði, toppskarfurinn í klettaskerjum og björgum frá Reykjanes- skaga í Bjargtanga, og hefur einnig fundist nýlega á tveimur stöðum við Húnaflóa. Fram yfir miðja þessa öld verpti töluvert af dílaskarfi í björgum við norðurströndina, en þær byggðir eru nú allar horfnar, segir Arnþór. /PF KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN Rekstraryfirlit fyrstu 6 mánuði ársins Blönduósbær Gjöld Blönduósbæjar voru 3,2 millj. kr. umfram tekjur á fyrstu 6 mánuðum ársins. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs sem haldinn var 30. ágúst sl. Í fundargerð 59. fundar segir að samkvæmt rekstaryfirliti sem var til umfjöllunar á fundinum voru bókaðar tekjur fyrstu 6 mánuði ársins í A-hluta alls 370,0 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir tekjum að upphæð 790,4 millj. kr. allt árið 2012. Bókuð útgjöld fyrstu 6 mánuði ársins í A-hluta eru 373,2 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir út- gjöldum upp á 775,6 millj. kr. allt árið. Niðurstaða úr rekstri fyrstu 6 mánuði er 3,2 millj. kr. gjöld umfram tekjur en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 14,8 millj. kr. tekjum umfram útgjöld í A-hluta. Fjárfestingar fyrstu 6 mánuði ársins eru 4,2 millj. kr. en gert er ráð fyrir 8 millj. kr. í fjárfestingar árið 2012. /BÞ

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.