Feykir


Feykir - 06.09.2012, Page 8

Feykir - 06.09.2012, Page 8
8 Feykir 33/2012 ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Á einhvern hátt verða minningarnar frá æskuárunum bjartari og skemmtilegri með tímanum. Hlutir sem voru hundleiðinlegir í þátíð birtast aftur í þroskaðri hugskotum á annan hátt. Um miðjan 10. áratug síðustu aldar starfaði ég sem blaðberi hjá Feyki og sá til þess að ákrifendur Túnahverfisins fengju blöðin sín hvern miðvikudag. Á þessum árum hafði ritstjóri blaðsins, Þórhallur Ásmundsson, það fyrirkomulag að blaðberar rukkuðu fyrir áskrift blaðsins. Þriðja hvern mánuð kom Þórhallur með hefti á stærð við ávísunarhefti með nöfnum áskrifanda og upphæðina sem átti að rukka. Í stuttu máli fannst mér hundleiðinlegt að ganga um götur hverfisins og rukka fólk fyrir áskriftina. Ágætis þóknum fékkst þó fyrir ómakið og nokkrar minningar sem urðu síðan skemmtilegar með tímanum. Eitt sinn kom ég að heimili hjóna sem þá bjuggu í Jöklatúni, fyrir stóð Dagbjört Hermundsdóttir blaðberi DV og var að rukka fyrir áskrift blaðsins. Þegar borgunin fyrir Dagblaðið hafði gengið snurðulaust fyrir sig, kallar húsbóndinn: „Næsti,“ þar sem rukkarar blaðanna höfðu raðað sér upp eins og lömb á leið til slátrunar. Eftir að ég hafði boðið góðan dag (eins og foreldrar mínir höfðu brýnt fyrir mér) og borið fram erindi mitt spyrnir húsbóndinn við hælum, snýr sér við á staðnum og kallar nafn eiginkonu sinnar. Hún kom út og borgaði áskriftina samviskusamlega, en líklega hafa þessi hjón ekki verið sammála um blaðakaup heimilsins. Dágóðan tíma af starfsferli mínum hjá Feyki kostaði áskrift nokkurra mánaða 2052 kr., fékk maður oft að heyra glósur um þessa nákvæmu upphæð, -„hvað ertu að gera með þennan túkall.“ En líklega hefur íbúum hverfisins þótt óþægilegt að skrifa ávísun upp á slíka upphæð. Með rukkun upp á þessa upphæð gekk ég að húsi í hverfinu og tók strax eftir því að einhver mundi vera heima því ryksuga suðaði fyrir innan þvottahúsdyrnar. Gekk ég rakleiðis að þeirri hurð og bankaði. Húsbóndinn kom til dyra, varð hvumsa og hugsaði sig aðeins um eftir að hafa heyrt upphæðina. Eftir nokkura umhugsum rétti hann mér 2000 kr., og bað mig að bíða. Ryksugan malaði í fullum gangi meðan ég beið við opna hurðina, tíminn leið og ekkert bólaði á áskrifandanum og biðum við ryksugan lengi eftir manninum sem aldrei kom. Var þetta í eina skipti sem veittur var afsláttur af ákrift Feykis í blaðburðartíð minni. - - - - - Ragnar Frosti Frostason tekur við keflinu, hann er búsettur í Gautaborg. Ágúst Ingi Ágústsson er brottfluttur Skagfirðingur Rukka fyrir Feyki Ferðasaga Kristrúnar Kristjánsdóttur frá Melstað í Miðfirði Með penna í farteskinu X Kristrún Kristjánsdóttir fór í heimsreisu ásamt vinkonu sinni Lóu Dís Másdóttur. Undanfarna mánuði hefur hún deilt upplifun sinni af ævintýrum þeirra á leiðinni austur á bóginn. Ferðalagið hófst þann 15. febrúar en nú eru þær komnar til Sapa, í Norðvestur Víetnam. - - - - 22. mars vöknuðum við dauðþreytt- ar. Við keyptum útsaumað gleraugna- hulstur frá konunum og lögðum af stað. Þessi ganga var rosalega erfið svolítið mikið upp og niður, upp og niður. Við vorum samt mjög heppnar með veður allan tímann en það var góður kaldur vindur sem við nánast tilbáðum þegar við vorum sem þreyttastar og sveittastar. Það var ekki mikil sól og heldur ekki rigning, bara falleg þoka á kvöldin en frekar bjart yfir á daginn. Það er ótrúlega fallegt þegar þykk þokan læðist inn á þessu svæði seinnipart dags. En nóg um það, mér var enn svolítið illt í ökklanum eftir að hafa dottið ofan í ána fyrri daginn svo ég gat ekki labbað hratt. Það endaði með því að þegar um klukkustund var eftir ákvað Hví bara að láta senda einhvern á mótorhjóli til að ná í okkur. Þessi heimagisting sem við enduðum í eftir það var eins og tíu stjörnu hótel fyrir okkur. Við máttum setja eins margar dýnur saman og við vildum, þarna var sturta og klósett og við gátum meira að segja keypt okkur gos. Þetta var algjört himnaríki eftir síðustu nætur. Við borðuðum góðan mat og auðvitað drukkum við hrísgrjónavín. Þessi fjölskylda var mjög vön að fá túrista og var með gistipláss fyrir alveg 30 manns eða svo en það var enginn nóttina sem við sváfum, svo við fengum allt loftið útaf fyrir okkur. 23. mars var ökklinn enn sár þannig að við ákváðum að í staðinn fyrir að labba að láta skutla okkur á mótorhjólum og vera frekar aðeins lengur á „10 stjörnu hótelinu“ því það var einhver svona frelsisdagur. Fjölskyldan var að baka mjög sérstakar kökur búnar til úr hrísgrjónum og banana með ~ „Við lékum við krakkana við eldinn og svo var komin matur, þetta var skemmtilegur leikur leikinn með prjónum og hnetu. Við borðuðum og auðvitað var hellt í okkur eins og fyrri daginn. Þetta hrísgrjónavín var samt eitthvað skrýtið...“ hnetum í miðjunni, vafið inn í bananalauf og soðið. Þær brögðuðust frekar illa og slepjulega en það var samt gaman að fylgjast með. Við fórum svo með mótorhjólum seinnipartinn í heimagistingu sem var í bambuskofum, mjög flott, og þar vorum við í eiginlega bara sér herbergi og allt, rosalega fínt. Fjölskyldan sem bjó þarna samanstóð af ungum foreldrum um þrítugt og þremur litlum börnum, algjörar dúllur og okkur fannst líka svo gaman hvað þau voru ófeimin og forvitin. Við lékum við krakkana við eldinn og svo var komin matur, þetta var skemmtilegur leikur leikinn með prjónum og hnetu. Við borðuðum og auðvitað var hellt í okkur eins og fyrri daginn. Þetta hrísgrjónavín var samt eitthvað skrýtið og við fengum rosalega í magann af því. 24. mars vöknuðum við svo til að labba auðvelda göngu til sömu heima- gistingu (10 stjörnu hótelið) og daginn áður. Við borðuðum, lékum við ótrúlega sætan hvolp sem var þarna, gáfum honum nafnið Stubbur. Svo var sama rútínan; matur, hrísgrjónavín og reyndar fórum við svo á karókí bar í bænum sem var í raun bara lítið herbergi sem var opnað fyrir okkur. Þar sungum við heillengi með Hví og Sam, dönsuðum og tjúttuðum og svo heim að sofa. Höltruðum svo heim glaðar í bragði. Kristrún Kristjánsdóttir skrifar

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.