Feykir


Feykir - 13.09.2012, Page 1

Feykir - 13.09.2012, Page 1
fff BLS. 6-7 BLS. 9 Ásgeir Trausti svarar Tón-lystinni James Blake heillar BLS. 8 Bárður Eyþórsson í opnuviðtali Feykis Markmiðið að gera betur en í fyrra Spjallað við Merete á Hrauni um lífið og æðarbúskapinn Saumar gæðasængur á Skaganum Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 34 TBL 13. september 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Fólk hvatt til að aðstoða við björgun á Öxnadalsheiði Mikið tjón varð er vonsku- veður gekk yfir landið Bændur í Akrahreppi í Skagafirði ásamt sjálfboðaliðum höfðu í nógu að snúast á Öxnadalsheiði í vikunni er þeir komu kindum til bjargar sem enga björg sér gátu veitt í fannferginu sem „haustkálfurinn“ skildi eftir sig en svo kallast fyrsta hret haustsins. Margt fé var á svæðinu enda göngur ekki áætlaðar fyrr en um komandi helgi. Eins og myndin sýnir voru troðnar slóðir í snjóinn svo hægt væri að koma fénu niður á veg þar sem það var rekið áleiðis af heiðinni. Björgunarsveitamenn í Skagafirði og Húnavatnssýslum áttu í önnum við að aðstoða fólk og fénað. Í Sauðadal í Húna- vatnssýslu var mikill snjór og færi þungt en þangað fóru björgunarsveitamenn ásamt bændum og björguðu fé úr sjálf- heldu en hluti þess var fenntur í kaf. Áætlað var að um 1000 fjár hafi þannig verið komið til byggða. Þá flæddi Vatns- dalsáin yfir bakka sína og þurfti að bjarga hrossum sem urðu innlyksa í hólmum og leitum sem stóðu upp úr vatni. Þá veittu björgunarliðar RARIK aðstoð við að koma rafmagni á aftur í Skagafirði en víða varð rafmagnslaust á Norðurlandi vegna ísingar og slitinna rafmagnslína. Einnig þurfti að aðstoða vegfarendur á Vatnsskarði og Þverár- fjalli sem höfðu lent í vandræðum. Verkefni lögreglunnar á Sauðár- króki þessa daga voru flest tengd óveðrinu og þeim verkefnum sem að ofan greinir. Á heimasíðu hennar segir að nokkur umferðaróhöpp hafi orðið þar sem tjón varð á ökutækjum en þökk sé öryggisbúnaði, bílbeltum, að ekki urðu slys á fólki. Einnig var óskað eftir aðstoð vegna skips í Sauðárkróks- höfn sem var að slitna frá bryggju og stór rúða fauk úr gluggakarmi á húsnæði við Aðalgötu á Sauðárkróki. Ekki er enn útséð með kornakra bænda en búast má við að þar hafi orðið talsvert tjón, sérstaklega þar sem snjór liggur yfir. /PF KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN Kindum bjargað á Öxnadalsheiðinni. Mynd: Þorsteinn Broddason

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.