Feykir


Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 9
37/2012 Feykir 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja þáttinn að þessu sinni með vel gerðum hringhendum sem sá ágæti hagyrðingur Ásgrímur Kristinsson frá Ási í Vatnsdal mun hafa ort og sent vinkonu sinni ef ég man rétt það sem ég heyrði fyrir margt löngu um tilurð þeirra. Ung þú dvaldir út í sveit ekki taldir sporin. Grimmt þó kaldi um grænan reit gleymast aldrei vorin. Þegar sól og sunnanblær signdu hól og bala. Þar sem fjólan fögur grær fremst í skjóli dala. Hugann bindur heima svið hjala lindir tærar. Það er yndi að una við æskumyndir kærar. Þú við Óðinn undir þrátt yljuðu glóðir Braga. Fæddust ljóð, er lék sér dátt léttfætt stóð í haga. Vart er orðinn aldur hár ellin skorðar valla. Andans forði og æskuþrár uxu norðan fjalla. Þó að frysti um fjöll og sæ fé sé misst úr sjóði. Sértu kysst af sól og blæ svanninn listagóði. Gaman að geta rifjað upp svo fallegar vísur. Eins og lesendur vita er nú skollin á okkur jarðarbörn svartaskammdegi. Til hressingar á þeim dögum á við að heyra svo vel um haustmál, sem ef ég man rétt mun vera eftir Kristján Samsonarson frá Bugðustöðum. Þeim er ekki þungt um spor þó að lengi nætur. Sem að alltaf eiga vor innst við hjartarætur. Það mun vera Jón M. Melsteð sem er höfundur að þessum. Heyrum tímans háu raust hér má ekki bíða. Allir dagar endalaust út í geiminn líða. Ekkert líf í stendur stað sterkum heims í glaumi. Fjarar út og fellur að fylgir tímans straumi. Heims ei gæðum hafna ber hér skal starfa og iðja, meðan tími til þó er treysta Guði og biðja. Fagurt kvöld mig friðar best Vísnaþáttur 579 flýr burt rauna kífið. Skýin roðna, sólin sest svona endar lífið. Næst kemur smá skrýtin vísa sem mig minnir endilega að sé eftir Vestur- Íslendinginn Guttorm J. Guttormsson. Vel gerð hringhenda þar á ferð án þess að undirritaður skilji fyrir víst alla þá orðgnótt. Himingjólu hærra knúð heims úr skjóli lágu. Klýfur sólar sigling prúð sundin fjólubláu. Minnir að það hafi verið Konráð Vilhjálmsson sem kenndur var við Sílalæk sem eftirlét okkur hinum svo laglega hringhendu. Björt á fjalla bláum múr breiðir allan ljóma. Lind af hjalla hoppar úr hjarns og mjallar dróma. Kannski er of seint á tíma að fara að tala um blessaða sólina en Þorleifur Jónsson frá Skálateigi orti svo um hennar starfsemi. Morgun sólar geislaglóð gyllti njólu hvarma. Grundir, hól og Græðis slóð gullnum fól í bjarma. Vilhelm Guðmundsson hefur kannski verið við sólarupprás að yrkja sínar fallegu vísur. Sól af blundi svifin hljótt saklaus undan lítur. Meðan grund við glæsta nótt gleðifundum slítur. Sól í fangi sveipar grund sær við dranga hrærist. Eftir langan, blíðan blund bros á vanga færist. Kannski má bæta einni sólarvísu við sem mig minnir að sé eftir Pál Guðmundsson á Hjálmsstöðum. Lof þér hátt um lög og ból ljóða sáttir munnar. Dýrðarmáttug mikla sól móðir náttúrunnar. Það kemur sér vel í þessari djöfuls vetrartíð sem ríkt hefur nú í september að geta rifjað upp í þáttarlokin eina snilldar góða eftir Olla frá Hjaltabakka. Snjóa tekur fram til fjalla fölna í skyndi sumarblóm. Drottinn er að afturkalla útlaganna helgidóm. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Samfylkingin undirbýr kosningaveturinn Spennandi kosn- ingar næsta vor Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi sem haldið var á Blönduósi fyrir skömmu var ný kjörstjórn skipuð en henni er ætlað að sjá um að val á framboðslista í kjördæminu verði samkvæmt samþykktum. Svanhildur Guðmundsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Skagafirði er ein kjörstjórnarmanna og var hún spurð um starfið framundan. -Það er náttúrulega mjög mikilvægt mál rétt framundan sem eru kosningarnar um tillögur stjórnlagaþings þann 20. október næstkomandi. Mér finnst verulega mikilvægt að sem flestir segi skoðun sína þar og nýti sér kosningaréttinn, þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur öll, segir Svanhildur en að hennar mati verða spennandi kosningar næsta vor. -Heitustu málin verða væntanlega tengd atvinnumálum, velferð, Evrópu, krónunni, fiski og öðrum náttúruauðlindum. Hvað sjálfa mig varðar þá finnst mér einnig mikilvægt að halda í hugsjónina, mér finnst jöfnuður í víðum skilningi vera það sem skiptir mestu máli, mér er líka hugleikið að auka vægi sveitastjórnarstigsins og tel t.d. að allir sem hafa tekjur, hvað svo sem menn kjósa að kalla þær, og eru að greiða einhverskonar skatt eigi tvímælalaust að greiða útsvar. -Við í Samfylkingunni erum byrjuð að undirbúa kosningaveturinn, settar hafa verið reglur um val á framboðslista og eru kjördæmisþing víðsvegar um landið að koma sér saman um val á milli þeirra leiða sem boðið er uppá. Við hér í norðvestur völdum að vera með flokksval, þ.e. bara skráðir flokksmenn geta tekið þátt og fjögur efstu sætin verða kosin bindandi kosningu. Ég ásamt nokkrum öðrum var kjörin í kjörstjórn sem á að sjá til þess að kosningin um fyrstu sætin fari sómasamlega fram, síðan verður það uppstillinganefnd hjá okkur sem sér um að skipa frábæra fulltrúa Svanhildur Guðmundsdóttir. í sætin þar fyrir neðan. Við verðum með fléttulista sem þýðir að það er kona og karl til skiptis á listanum. Innan skamms verður auglýst eftir framboðum og þá fara hjólin að snúast, segir Svanhildur. Í kjörstjórn voru valin: Björn Guð- mundsson Akranesi, Júlíus Már Þórarins- son Akranesi, Valdimar Guðmannsson Blönduósi, Hulda Skúladóttir Snæfellsbæ, Bryndís Friðgeirsdóttir Ísafirði, Svan- hildur Guðmundsdóttir Skagafirði og Steindór Haraldsson Skagaströnd. /PF Björgunarsveitin Grettir Stórbætir bílakost sinn Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi hefur eignast fullbúinn Ford F350 bíl. Að sögn Brynjars Helga Magnússonar formanns Grettis styrkir nýi bíllinn björgunarsveitina til muna og gerir henni mögulegt að taka þátt í vetrarverkefnum á hálendinu við verstu aðstæður. Brynjar segir kaupin hafa verið að frumkvæði velunn- ara Grettis til nokkurra ára en Finnur Reyr Stefánsson í Bæ á Höfðaströnd afhenti björgunarsveitinni bílinn gegn 12 ára gömlum Land Rover sem Grettir átti. Segir Brynjar að bílaskiptin jafnist á við 7-8 milljón króna styrk til björgunarsveitarinnar og að þeir hjá Gretti séu afar þakklátir fyrir stuðninginn og hinn öfluga bíl. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.