Feykir


Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 11
37/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina má athugasemdalaust leysa örlítinn vind. Spakmæli vikunnar Við berum ekki aðeins ábyrgð á því sem við gerum heldur einnig því sem við látum ógert. – Moliére Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Gunilla Lena Söderströmer meindýraeyðir í Sundsvall hefur þann ávana að naga á sér táneglurnar. Á samnorrænu meindýraeyðaþingi í Lillehammer hitti Gunilla Hallfreð Ögmund meindýrafræðing úr Kópavogi en í frístundum safnar Hallfreður tánöglum. Í dag er Gunilla stærsti viðskiptavinur Hallfreðs og má segja að á milli þeirra ríki hið fullkomna viðskiptasamband. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Lengi hefur verið talið að tónskáldið fræga Ludwig van Beethoven sé fæddur 16. desember 1770 sökum þess að hann var skírður þann 17. en börn á þeim tíma voru oftast skírð degi eftir fæðingu. Nútíma fræðimennska getur hinsvegar ekki fallist á slíka ályktun sem er ekki ótrúlegt. En ótrúlegt og kannski satt, þá hellti Beethoven ísvatni yfir höfuð sér í hvert skipti sem hann settist niður til að skrifa tónlist. Krossgáta Feykir spyr... Hvað leikur þú í Fíusól [ Spurt á leikæfingu Leikfélags Sauðárkróks ] KRISTJÁN ÖRN KRISTJÁNSSON -Ég leik Ingólf Gauk, 10 ára strákling, vin Fíusólar. RAKEL RÖGNVALDSDÓTTIR -Ég leik Pippu systur Fíusólar og mömmu þeirra. ÁRNI RÚNAR GUÐMUNDSSON -Ég leik afbakaða mynd af Simma Shine. Hann er netþjónn. HRAFNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR -Ég leik Fíusól sem er mjög skemmtileg og uppátækja- söm stelpa. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Hjörtur Geirmunds NAFN: Hjörtur Geirmundsson. ÁRGANGUR: 1967. FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Katrínu Gylfadóttur og við eigum Arnar Geir, Elvar Inga og Önnu Karen. BÚSETA: Efsta gatan í Raftahlíðinni í bráðum 20 ár. HVERRA MANNA ERTU: Sonur Mínervu Björnsdóttur og Geirmundar Valtýssonar. STARF / NÁM: Hugbúnaðar- sérfræðingur hjá Advania. BIFREIÐ: Toyota Landcruiser. HESTÖFL: Í kringum 160. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Haustverkin, síðustu golfmótin að klárast og Upparnir að byrja sitt 26. tímabil í körfunni. Hvernig hefurðu það? Ég er nú bara nokkuð góður. Hvernig nemandi varstu? Held ég hafi verið alveg þokkalegur. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeg- inum? Hvað við flestir strákarnir voru rosalega litlir (svo fór nú að rætast úr því). Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi. Hvað hræðistu mest? Að ég eða mínir nánustu lendi í slysi eða veikist alvarlega. ABBA eða Rolling Stones? Abba. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Highway to Hell með AC/DC. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Eitthvað með Bítlunum. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Spurningabomban er algjör snilld. Besta bíómyndin (af hverju)? Enemy at the Gates, hef alltof mikinn áhuga á öllu sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Erfið þessi… Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Að setja í uppþvottavélina. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Lin horn frá Sauðár- króksbakaríi. Hvað er í morgunmatinn? Morgunkorn eða hafragrautur. Hvernig er eggið best? Frekar linsoðið. Uppáhalds málsháttur? Betra er að fara á kostum en taugum. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Hómer Simpson. Hver er uppáhalds bókin þín? Gamlinginn. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Í sólina að spila golf. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Smámunasemi (er í Meyjunni). Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Svikin loforð. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Liverpool, spurning um lífsstíl. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Er mjög stoltur af strákunum mínum. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? – Finnst ég nú bara alveg þokkalega frægur !!! Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Foreldrar mínir. Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Eldfæri, hníf og Biblíuna. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ekki farinn að hugsa svo langt.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.