Feykir


Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 10 Hjörtur Geirmundsson er í Rabb-a-babbi Missir helst ekki af Spurninga- bombunni BLS. 11 Opnuviðtal Feykis er við Hjördísi Ósk Óskarsdóttur Heimsleikarnir eru draumur allra Crossfittara Hestar og menn í Laufskálarétt Réttað í rjómablíðu Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 37 TBL 4. október 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Aðgerðir í Skagafirði vegna óveðurs Umfangsmiklar leitir að baki Mikið átak var í gangi í Skagafirði sl. laugardag við að hjálpa bændum að ljúka leitum. Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkviliðstjóra og formanns Almannavarnanefndar Skagafjarðar tóku alls 25 manns þátt í aðgerðunum, frá björgunarsveitum og AS, auk 15 bænda og annarra hjálpfúsra. Nutu þeir aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug um fjörðinn í eina og hálfa klukkustund. Sjá nánar á bls. 3 /BÞ KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Haldið af stað í háloftin í þurlu Landhelgisgæslunnar. Mynd: Ari Sigurðsson Aftur á byrjunarreit Dómarinn hunsaði tilmæli æðra dómstigs Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson upplifuðu mikil vonbrigði í gær þegar dómarinn í máli þeirra hundsaði dóm æðra dómstigs og gaf út sama dóm og hann gerði í byrjun júní, og samþykkti ekki ættleiðinguna. Hjónin hafa verið í Kólumbíu síðan í desember á síðasta ári að reyna að komast heim til Íslands með tvær ættleiddar dætur sínar. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur og alla sem koma að málinu,“ sögðu Bjarnhildur og Friðrik á samskipta- vefnum Facebook í gær en mál þeirra er algjört einsdæmi í Kólumbíu. Bjarnhildi og Friðriki var tjáð að ef dómarinn myndi ekki gefa út dóminn eins og æðra dómstigið hafði fyrir- skipað hann til að gera þá myndi hann vera rekinn. Þann 6. september gaf dómarinn út opinbera tilkynningu þar sem hann sagðist ætla að dæma þeim í vil en tveim vikum síðar gekk hann á bak orða sinna og gaf út sama dóminn. „Við vonum bara að hann verði látinn fara svo hann geti ekki kvalið fleiri fjölskyldur,“ sögðu hjónin. Nú óttast Bjarnhildur og Friðrik að þau séu komin aftur á byrjunarreit eftir tæplega 10 mánaða veru í Kólumbíu sem er erfiður biti fyrir þau að kyngja, en þau eru staðráðin í að gefast ekki upp. „Helga og Birna eiga hvergi annars staðar heima heldur en hjá okkur og það vita það allir foreldra að þeir myndu aldrei skilja börnin sín eftir í ókunnugu landi til að alast upp á stofnun,“ sögðu þau í lokin. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.