Feykir


Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 12

Feykir - 04.10.2012, Blaðsíða 12
-veisla í sumarbústaðnum! Taktu Vilko með í ferðalagið! Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 37 TBL 4. október 2012 32. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Lokahátíð Matar- og listahátíðarinnar Könnun umhverfisáhrifa á listsköpun (KUL) var haldin á Skagaströnd sl. laugardag. Að sögn Melody Woodnutt framkvæmdarstjóra Nes Listamiðstöðvar var hátíðin einstaklega vel heppnuð en listamenn allt frá Ástralíu og Hong Kong til Bretlands og Íslandi tóku þátt og nutu samverunnar með bæjarbúum á hátíðardeginum. Gestir hátíðarinnar byrjuðu á því að koma saman í hús- næði listamiðstöðvarinnar þar sem þeir fengu kort til að leiða þá áfram í að skoða hin ýmsu listaverk og listviðburði yfir daginn. Þá var hægt að fylgjast með, og jafnvel taka þátt, í leikriti byggðu á sögum og endurminningum Skagstrendinga. Hægt var að skoða tilkomumikið listaverk Tönju Geis úr sandi og salti, sjá heillandi innsetningu eftir japanska tvíeykið Kiyomi og Tetsuhiro og listamaðurinn Heinz Kasper hvatti fólkt til að dansa um völundarhús úr grjóti við Spákonufellshöfða. Um kvöldið var boðið upp á kvöldmáltíð í töfrandi og rómantísku umhverfi sem Sarah Winter hafði skapað í Félagsheimilinu Fellsborg en þar sveif maturinn um í helíum- blöðrum. Þar komu 16 manns saman og áttu saman notalega stund en um matseldina sá yfirkokkur Pottsins á Blöndu- ósi, Shijo Mathew ásamt breska matarlistamanninum Henry Fletcher. Það var íslenska listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem batt lokahnútinn á hátíðina, með aðstoð frá Skagstrendingunum Signý Richter og Ingibergi Guðmundssyni, og bauð upp á kvikmyndasýningu. „Í sameiningu könnuðum við fegurð þessa staðar og það var svo dásamlegt að sjá fólk ennþá skælbrosandi dagana á eftir þegar þau rifjuðu upp ævintýrin og fegurðina sem þau upplifuðu sl. laugardag,“ sagði Melody alsæl með daginn. /BÞ HELGARTILBOÐ Ti lb oð g ild a m eð an b ir gð ir e nd as t Ali bayonneskinka 1098,- kg. Hrossainnralæri 698,- kg. Haribo stjörnumix 219,- 170gr. Colgate tannbursti twister 239,- KS saltað hrossakjöt 499,- kg. Lýsi + liðamín 1759,- kg. Súkkulaðikex 129,- 150gr. Trópí 229,- 1ltr Nammibar 50% afsláttur Slátursölu líkur í þessari viku. Bændadagar verða 11. og 12. okt. Hrossalundir 2998,- kg. Heilsutvenna 898,- kg. Sinalco 159,- 1.5ltr Coca cola 189,- 1ltr Hrossafille 998,- kg. FP hnetusmjör 298,- 350gr. Colgate tannbursti 360 319,- Colgate tannkrem karies 100ml 329,- Colgate tannkrem total /white 100ml 398,- Lokahátíð KUL á Skagaströnd Ævintýri og fegurð einkenndu daginn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.