Feykir


Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 41/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Dreifbýlistúttan Einhvern veginn finnst mér togstreitan milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar vera sífellt að aukast og ekki minnkaði hún eftir stjórnarskrártillögukosningarnar sem nýlega voru á dagskrá. Eftir þær er komin upp óvissa um hvort landsbyggðin haldi sínum þingmannafjölda eða ekki og færist á suðvesturhornið, verði jafnt vægi atkvæða látið gilda. Kannski er engin óvissa, þeim mun fækka. Spurt er hvort það sé ekki bara sanngjarnt þar sem svo fáir búa úti á landi og jafnræði skuli gilda í þessu. Ég skal ekki segja en það mætti þá gilda jafnræði á öðrum sviðum líka. Það grunar mig að landsbyggðin fái ekki til baka - í réttu hlutfalli - þau verðmæti sem hún leggur til í okkar sameiginlegu sjóði. Umræðan fer ansi oft á þá leið að um ölmusugjafir sé að ræða til að halda uppi einhverjum byggðum sem líklega færi betur að leggja niður þegar peninga er þörf í einhver verkefni. Á lands- byggðinni, hvernig hún er svo afmörkuð, fer fram geysileg verðmætasköpun sem allir njóta góðs af, ekki bara það byggðalag sem hana elur. Ég veit ekki, kannski er þetta eintómt blaður í enn einum landsbyggðaleiða manninum. Hugsanlega fengi maður mest fyrir peninginn að byggja tvær góðar blokkir við sundin blá að erlendri fyrirmynd sem myndu rúma okkur dreifbýlis- tútturnar og málið er dautt eins og einhver kynni orða það. Páll Friðriksson ritstjóri Sláturtíð lokið á Hvammstanga Góð meðalvigt dilka Síðasti sláturdagur hjá SKVH á Hvammstanga var í gær og hefur sláturtíðin gengið mjög vel að sögn Magnúsar Freys Jónssonar sláturhússtjóra. Heildar- slátrun fór uppundir 88 þúsund fjár sem er um meira en á síðasta ári. Meðalþyngd dilka að sögn Magnúsar er um 400 grömmum meira en í fyrra eða um 16,6 kg. Magnús segir að vel hafi gengið að selja á Banda- ríkjamarkað og lítur út fyrir 30% aukningu milli ára. Aðrir erlendir markaðir eru ekki eins góðir og innan- landsmarkaðurinn hefur farið rólega af stað en virðist eitthvað vera að rétta úr kútnum. Magnús segir sölutregðu í Evrópu vera hluta af krepp- unni sem vofir yfir álfunni og segist hann að sjálfsögðu finna fyrir því. /PF Allraheilagramessa í Sauðárkrókskirkju Vögguljóða- tónleikar Kammerkór Norðurlands heldur Vögguljóðatónleika á allraheilagramessu í Sauðárkrókskirkju sunnudaginn 4. nóvember nk. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Þetta er þriðja árið í röð sem kórinn flytur þessa efnisskrá, og eru vögguljóð á allraheilagramessu að verða fastur liður í starfsemi kórsins. Eins og yfirskriftin ber með sér samanstendur prógrammið af íslenskum vögguljóðum, nýjum og gömlum, sígildum perlum sem og minna þekktum gimsteinum. Tilgangurinn er að laða samferðafólk inn úr kulda og streitu, inn í vin kyrrðar, hlýju og rökkurs þar sem tækifæri gefst til að nema staðar og minnast látinna ástvina. Allra- heilagramessa (1. nóvember) og allrasálnamessa (2. nóvember) eru fornir hátíðisdagar í kirkju- árinu og hafa orðið að einu í hugum fólks; allraheilagramessa var upphaflega tileinkuð minn- ingu þeirra sem styrkt hafa kristnina, trúarhetjum og dýrlingum en allrasálnamessu var komið á síðar, svo sálir fátækara fólks fengju sérstakan tilhugsunardag. Á Íslandi var allrasálnamessa einnig þekkt sem sálnadagur; þennan dag var beðið fyrir sálum framliðinna ástvina. Lögð er áhersla á að skapa hlýja og kyrrláta rökkurstemn- ingu, magnaða töfrum íslenskra vögguljóða. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Miðaverð 2000 kr.; ekki tekið við greiðslukortum Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum árið 1998. Kórinn er skipaður söngfólki frá ýmsum byggðum Norðurlands, frá Sauðárkróki í vestri til Kópaskers í austri. Hann hefur haldið tugi tónleika víða um land og hvarvetna hlotið mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda. Árið 2011 var kórnum boðið að koma fram á íslenskri bókmenntahátíð í Zofingen í Sviss. Síðustu ár hefur kórinn einbeitt sér að flutningi íslenskrar tónlistar og hafa nokkur af fremstu tónskáldum þjóðarinnar lagt kórnum til verk. /SJ HS er gert að skera meira niður en sambærilegar stofnanir annað árið í röð Óeðlileg aðför að Heilbrigðis- stofnuninni Sveitarfélagið Skagafjörður fékk Capacent til að vinna greinargerð um fyrirhugaðar fjárveitingar til Heilbrigðis- stofnunarinnar Sauðárkróki (HS) samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Greinargerðin tekur saman meginniðurstöður greiningar og mats sem fólst í því að kanna hvort heilbrigðisþjónusta á upptökusvæði HS væri gert að skera meira niður en önnur sambærileg svæði og ef svo væri hvort á því gætu verið efnislegar skýringar. Á vef Svf. Skagafjarðar segir að úttektin sé framhald af greinargerð Capacent frá nóvember 2011 þar sem rýnt var í fjárveitingar til heil- brigðisþjónustu á milli nokkurra svæða. Verkefnið frá fyrra ári var einnig unnið fyrir Sveitarfélagið Skaga- fjörð. Niðurstaða þeirrar úttektar leiddi í ljós að óútskýrður munur væri á milli fjárveitinga til Heil- brigðisstofnunarinnar Sauð- árkróki og annarra svæða. Greining og mat á fjárveit- ingum leiðir fram að ekki verður annað séð, eftir því sem segir á vefnum, en að HS sé gert að skera meira niður en stofnanir með upptöku- svæði sem telja verður í öllum meginatriðum sambærileg og hafi því minni fjárveitingar en aðrir til að veita sambærilega þjónustu. Nokkuð dregur úr niður- skurðarkröfu almennt fyrir næsta ár miðað við árin á undan en ljóst er að HS er gert að skera meira niður en önnur svæði annað árið í röð og í þriðja sinn á fimm árum. /PF Bætist í leikmannahóp Tindastóls Drew Gibson væntanlegur á Krókinn Nýr leikmaður er væntanlegur í herbúðir Tindastóls í körfunni og ber sá nafnið Drew Gibson en búist er við að hann lendi á laugardag. Samkvæmt tölum sem fylgja myndbandi af honum á YouTube er Gibson um 190 cm hár og 90 kíló. Þröstur Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Tinda- stóls segir að Gibson eigi að vera í góðu leikformi og ætti að styrkja leikmannahópinn sem er á góðri siglingu eftir sigur í síðasta leik. /PF Hestamenn gleðjast í Húnaþingi Efri-Fitjar ræktunarbú ársins 2012 Uppskeruhátíð Hrossaræktar- samtaka Vestur – Húnavatns- sýslu og hestamannafélagsins Þyts var haldin sl. laugar- dagskvöld. Samkvæmt heimasíðu Þyts voru veittar viðurkenningar fyrir 3 stigahæstu hross í öllum flokkum, ræktunarbú ársins og hæst dæmda hryssan og hæst dæmdi stóðhesturinn á árinu fengu farandbikara frá Hrossaræktarsamtökunum og síðan fengu stigahæstu knapar sínar viðurkenningar frá Þyt. Efri-Fitjar var valið sem Ræktunarbú ársins 2012. Knapar ársins eru; í ung- mennaflokki Jónína Lilja Pálmadóttir, í 2. flokki Vigdís Gunnarsdóttir og í 1. flokki Ísólfur L. Þórisson. Uppskeruhátíð æskulýðs- starfsins hjá hestamannafél- aginu Þyti var einnig haldin á laugardaginn en þar var farið yfir starf ársins og vetrarstarfið kynnt. Á heimasíðu Þyts segir að allir þátttakendur hafi fengið viðurkenningu og smá gjöf frá æskulýðsnefndinni. Viður- kenningar voru veittar fyrir Knapa ársins í barnaflokki og unglingaflokki. Karitas Aradóttir var valin Knapi ársins í barnaflokki og Helga Rún Jóhannsdóttir er Knapi ársins í unglingaflokki. Myndir frá viðburðunum fá finna á heimasíðu Þyts. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.