Feykir


Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 41/2012 Fyrir um mánuði síðan lauk knattspyrnuvertíðinni á Króknum. Keppnistímabilið stóð í eina 5 mánuði, frá maí og til loka september. Undirbúningstímabilið var hinsvegar í 6 mánuði, frá nóvember til apríl og því fá iðkendur okkar einungis um einn mánuð í frí á hverju ári sem staðfestir að knatt- spyrnan er heilsársíþrótt. Tindastóll var með alls 14 flokka á æfingum í sumar og þar af 3 flokka fullorðinna sem er meira en flestir geta státað af og algjör undantekning í samfélagi af okkar stærð. Fjöldi iðkenda í sumar var um 250 talsins og keppnislið okkar léku um 200 fótboltaleiki í opin- berum mótum. Þar fyrir utan var fjöldi æfingaleikja á undir- búningstímabilinu sem og gríðarlegur fjöldi leikja sem yngri flokkarnir spiluðu á hinum ýmsu mótum bæði hér á landi og erlendis. Og ekki má gleyma Landsbankamótinu og Króksmótinu sem haldin eru hér á Króknum, þar voru leikirnir ekki fáir. Það var margt jákvætt sem gerðist á þessu starfsári og hægt að telja upp marga hluti sem hægt var að gleðjast yfir. En vissulega voru einnig hlutir sem hægt hefði verið að gera betur og það er m.a. okkar hlutvert á næsta tímabili, að læra af reynslunni og gera enn betur. Árangur m.fl. karla er líklega það sem upp úr stendur en liðið lék í 1. deild, í fyrsta sinn í mörg ár. Liðinu var spáð falli af spekingum landsins en kom allra liða mest á óvart og átti stórgott sumar. Liðið hafnaði í 8. sæti sem er árangur sem vel er hægt að sætta sig við á fyrsta ári í þessari erfiðu deild. Þessi árangur kom ekki að sjálfum sér heldur var það frábær Frá knattspyrnu- deild Tindastóls leikmannahópur, innan vallar sem utan sem skóp þennan árangur. Æfingar og keppni höfðu forgang og miklu var fórnað til að ná árangri. Eftir standa stoltir leikmenn sem geta sannarlega borið höfuðið hátt hvar sem þeir koma. Ekki ætla ég að gera lítið úr þjálfarateyminu sem leysti sitt verk gríðarlega vel. Halldór Jón (Donni) var skipstjórinn í brúnni og með honum störfuðu m.a. Guðjón Örn, Haukur Skúlason og Stefán Arnar. Þessi hópur á miklar þakkir skildar fyrir frábært starf. Góður sjúkraþjálfari okkar, Helena Magnúsdóttir á líka sinn þátt í þessu öllu en hún tók á öllum verkefnum af mikilli fagmennsku og kom löskuðum leikmönnum á lappir oft á undraverðan hátt. Verið er að ganga frá því að Halldór Jón Sigurðsson (Donni) haldi áfram með þjálfun liðsins enda hefur allt starf hans verið afar faglegt og farsælt. Donni er með UEFA-A þjálfaragráðu og af mörgum talinn einn efnilegasti þjálfari landsins, enda ungur að árum og fullvíst má telja að hann eigi eftir að eiga glæstan feril á þessu sviði. Það eru forréttindi að hafa hann í okkar liði. Lið Drangeyjar sem var varalið Tindastóls var aðeins hársbreidd frá því að komast í nýja 3. deild á næsta ári. Með þessu liði fengu margir leik- menn eldskírn sína í m.fl., þroskuðust og tóku miklum framförum. Þess má geta að sama þjálfarateymi sá um lið Drangeyjar og Tindastóls. M.fl. kvenna stóð sig líka með ágætum og náði því markmiði sem sett var fyrir tímabilið. Margar stúlkur lögðu mikið á sig og fyrir það má hrósa. Þó verð ég að segja eins og er að ég hefði kosið að ástundun hefði verið betri og forgangsröðunin önnur hjá öllum hópnum. Pétur Björnsson þjálfaði liðið á liðnu tímabili en hefur látið af störfum að eigin ósk. Honum er þakkað fyrir hans störf með m.fl. kvenna. Guðjón Örn verður vonandi næsti þjálfari m.fl. kvenna en verið er að vinna að því að ganga frá ráðningu hans fyrir komandi leiktíð. Guðjón Örn er með UEFA-A þjálfaragráðu. Það er líklega ekkert íþrótta- félag eða bæjarfélag að okkar stærð sem getur státað yfir því að vera með töluvert fleiri en 60 einstaklinga á m.fl. æfingum á sama tíma. Þessir einstaklingar eru góðar fyrirmyndir barna og unglinga og við erum gríðarlega rík að eiga þessa einstaklinga hér í okkar samfélagi. Þjálfaramál yngri flokka hafa verið töluvert í umræðunni og verða sjálfsagt alltaf. Sitt sýnist hverjum og allir hafa sína skoðun á okkar þjálfurum og þjálfunaraðferðum. Það hefur heldur ekki alltaf verið auðvelt að finna hæfa þjálfara sem geta þjálfað á þeim æfingatímum sem við höfum. Nú hefur knattspyrnudeildin tekið afar stórt skref og ráðið Dúfu Dröfn Ásbjörnsdóttur sem knatt- spyrnustjóra yngri flokka. Dúfa Dröfn mun bæði þjálfa ákveðna flokka, ásamt því að halda utan um aðra þjálfun og skipulag hennar. Einnig mun það verða hlutverk hennar að sjá um samskipti við foreldra- ráðin og sjá til þess að þau verði sem allra best. Dúfa Dröfn er fædd árið 1982 og æfði og lék með Tindastóli upp alla yngri flokkana. Dúfa Dröfn er íþróttakennari með UEFA-A þjálfaragráðu og mikla reynslu við þjálfun barna og unglinga hjá stórum félögum á höfuð- borgarsvæðinu. Dúfa Dröfn hefur verið afar farsæl í starfi enda eftirsótt bæði hér heima og erlendis. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf í nóvember nk. og flytjist þá hingað á Sauðár- krók. Yngri flokkarnir stóðu sig ágætlega í sumar, oft á tíðum við erfiðar aðstæður. En það er alveg ljóst að aðstaðan eða réttara sagt aðstöðuleysið yfir langt undirbúningstímabil (nóvember – apríl) er farið að segja sitt og okkar börn að dragast aftur úr þeim sem búa við betri aðstæður. Það er mikilvægt að foreldrar komi með okkur í þann slag að fá aðstöðuna bætta fyrr en seinna. Okkar íþróttafólk ætti allt að hafa góða aðstöðu til að geta iðkað sína íþróttagrein. Körfu- boltaiðkendur hafa frábæra aðstöðu allt árið hér á Króknum og er það aldeilis gott. En það er fyrir löngu orðið brýnt að gera úrbætur á aðstöðu knattspyrnu- iðkenda á Sauðárkróki því að hún er langt frá því að vera boðleg, stóran hluta ársins. Eins og aðstaðan er ljóm- andi góð yfir sumarmánuðina þá er hún að sama skapi alger- lega vonlaus yfir vetrarmán- uðina og fram í júníbyrjun. Helsta æfingaaðstaða nær allra flokka er litli leikvöllurinn/ sparkvöllurinn við Árskóla sem er bæði mjög illa upplýstur og þar af leiðandi hættulegur og einnig töluvert minni en samskonar vellir á Hofsósi, Varmahlíð og á Hólum. Knatt- spyrnudeildin fær vissulega nokkra tíma í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en hefur á undanförnum árum þurft að púsla sínum tímum inn í tímatöflu körfuboltans. Þetta er ekki hvetjandi fyrir neinn en engu að síður hefur verið reynt að gera það besta úr hlutunum. Staðan er nú sú, því miður, að metnaðarfullir leikmenn hafa margir tekið þá ákvörðun að flytja suður a.m.k. yfir vetrarmánuðina þar sem að- staðan er allt önnur og betri og þeir sjá fram á að taka fram- förum á sviði knattspyrnunnar. Að halda utan um knatt- spyrnudeild Tindastóls er ekki gert með annarri hendinni. Starfið og verkefnin eru gríðarlega umfangsmikil og það þarf gott fólk til að koma að fjölbreyttu starfi deildarinnar. Eins og fram hefur komið er nýtt og spennandi tímabil framundan. Þó er sú forsenda fyrir því að halda áfram, að gott fólk fáist til starfa sem er tilbúið að vinna að þessum verkefnum. Knattspyrnudeildin mun ekki senda neitt lið til keppni nema á bak við þau sé meistaraflokksráð karla og kvenna, barna- og unglingaráð og foreldraráð hvers og eins flokks. Þeir sem eru tilbúnir að leggja sitt að mörkum og slást í hóp okkar eru beðnir að hafa samband við okkur sem allra fyrst því nauðsynlegt er að hafa þessi ráð starfandi. Það má segja að boltinn sé hjá ykkur. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem komið hafa að stafi knattspyrnudeildarinnar á síðasta starfsári fyrir þeirra þátt. Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls. AÐSENT ÓMAR BRAGI STEFÁNSSON SKRIFAR TIL SÖLU JEEP GRAND CHEROKEE LAREDO 4.7 Árgerð 2002, ekinn 180 þ.km., næsta skoðun 2013, Bíllinn lítur vel út, 2” upphækkun, 2 gangar af dekkjum, margir aukahlutir. Myndir inn á http://www.addisg.is/jeep2/IMG_1009.JPG http://www.addisg.is/jeep2/IMG_1012.JPG http://www.addisg.is/jeep2/IMG_1016.JPG Nánari upplýsingar eru veittar í síma 859 1096.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.