Feykir


Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 01.11.2012, Blaðsíða 9
41/2012 Feykir 9 Taktu þátt – hafðu áhrif Endurreisn íslensks þjóðfélags Nú eru rúmlega fjögur ár síðan fyrrverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland. Allir íslensku bankarnir urðu gjald- þrota á skömmum tíma, íslenska krónan féll og verð- bólgan óð áfram. Íslenska þjóðin stóð agndofa yfir hvernig þetta gat gerst. Margir töpuðu verulegum fjármunum, skuldir jukust og verðlag hækkaði og kaupmáttur rýrn- aði. „Góðærið“ hafði verið byggt á lagaumhverfi þess tíma þegar gera átti Ísland að fjármálamiðstöð heimsins. Við þessar aðstæður tók ný ríkisstjórn við vorið 2009, ríkis- stjórn sem setti sér metnaðarfull markmið. Hún ákvað að fara blandaða leið í endurreisn íslensks efnahagslífs og til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Sú leið fól í sér að grípa til mikið aðhalds og niðurskurðar á útgjöldum ríkissjóðs um leið og hækka skatta umtalsvert. Ákveðið var að taka upp þrepaskatt og auka álögur á þá sem höfðu hærri tekjur og reyna að hlífa þeim sem lægri launin höfðu. Allir urðu þó fyrir kaupmáttarskerðingu. Skuldsetning heimila var mjög mikil síðustu árin fyrir hrun og lán ýmist verðtryggð eða gengistryggð. Gripið var til fjölda úrræða til að reyna að leysa úr greiðslu- og skulda- vanda fólks. Vaxtabætur hafa greitt að meðaltali þriðjung vaxtakostnaðar og allt upp í 45% hjá þeim tekjulægri. Mis- skipting og ójöfnuður, sem hafði aldrei aukist meira en árin fyrir hrun, var stöðvaður og nú er jöfnuður á Íslandi meiri en víðast hvar. Góðum áfanga náð Endurreisn íslensks samfélags hefur gengið betur en nokkur þorði að vona í byrjun árs 2009. Tekist hefur að aðlaga útgjöld og tekjur ríkissjóðs þannig að jöfnuði verður náð á næsta ári og niðurgreiðsla lána getur hafist í framhaldinu. Lækkun vaxtakostnaðar ríkisins er forsenda þess að við getum styrkt velferðarkerfið að nýju. Atvinnuleysi er innan við 5%, sem er þó of hátt, verðbólga 4,2%, sem er einnig of mikið, en meðaltal s.l. áratuga er þó 4,88%. Nú erum við að fara inn í nýtt ár, þar sem niðurskurði ríkisútgjalda er að mestu lokið, og þegar farið að bæta í að nýju. Barnabætur munu hækka, sem og greiðslur í fæðingarorlofi og húsaleigubætur hækka. Heil- brigðiskerfinu er hlíft við meiri niðurskurði og undirbúningur AÐSENT GUÐBJARTUR HANNESSON VELFERÐARRÁÐHERRA SKRIFAR hafinn að því að bæta í að nýju. Þannig verður stigið stórt skref í tækjamálum heilbrigðisstofn- ana strax. En jafnvel þó árangurinn hafi verið mun betri en vænta mátti eru ótal verkefni óleyst. Baráttan snýst þessar vikurnar og mánuðina um það hvort endurreisa eigi gamla Ísland eða hvort við fáum frið til að byggja upp nýtt og betra Ísland. Sjálfstæðisflokkurinn boðar aukinn niðurskurð og afnám skatta og auðlindagjalds. Hinir efnameiri og sérhagsmunirnir skulu hafa forgang að nýju. Þannig stjórnarfar vil ég ekki aftur á Íslandi. Nú stefnir loks í að þjóðar- eign náttúruauðlinda verði tryggð í nýrri stjórnarskrá. Öll lagasetning þarf að taka mið af þessu nýja ákvæði og um leið tryggja að auðlindir verði ekki framseljanlegar, úthlutun þeirra verði til hóflegs tíma gegn gjaldi og að jafnræðis verði gætt við úthlutun þeirra. Bjart framundan Ég hef fengið tækifæri til að taka þátt í endurreisninni. Margt hefur áunnist, en enn er verk að vinna. Ég hef leitast við að leita lausna og ná sem víð- tækustu samstarfi. Nú er komið að skipulagðri uppbyggingu, þar sem jafnt og þétt verður að auka kaupmátt launafólks, styrkja velferðarkerfið, bæta hag barnafólks, tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi um land allt, þar sem aðgengi er jafnt og óháð efnahag. Sú vinna er hafin og drög lögð að næstu áföngum. Ég sækist eftir því að vera áfram í forystuhlutverki í stjórnmál- um og býð mig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar hér í norðvesturkjördæmi. Valið verður á framboðslista með flokksvali og þeir sem ekki eru þegar skráðir í Samfylk- inguna geta skráð sig á vef Samfylkingarinnar www. samfylking.is og valið þar „Taktu þátt“ og skráð sig fyrir 5. nóvember nk. Kosið verður í flokksvalinu með bréflegri kosningu dagana 12. – 19. nóvember nk. Allir skráðir félagar fá senda atkvæðaseðla heim. Taktu þátt og hafðu áhrif! Guðbjartur Hannesson Velferðarráðherra Frumsýning Fíusól í Bifröst 3. nóvember Ævintýratæki sem tosar til sín skrautleg skrímsli og lifandi furðuverur Sæl og blessuð Fíasól. Það er sko mikil eftirvænting fyrir heimsókn þinni til okkar á Krókinn, þar sem þú mætir í Bifröst nk. laugardag, ásamt besta vini þínum Ingólfi Gauki. En getur þú sagt lesendum Feykis aðeins um það hvernig þú hefur það þessa dagana og kannski eitthvað aðeins meira um þig? Hvað ertu gömul og hvað finnst þér skemmtilegast að gera? -Ég er sko orðin rosa stór, 8 ára gömul og komin með margar margar fullorðinstennur og allt. Mér finnst laaaang skemmtilegast að stríða Pippu systir minni því hún bara þolir það ekki (flisss) og svo finnst mér líka svakalega skemmtilegt að lenda í öllum þeim ævintýrum sem bara koma til mín alveg að sjálfu sér sko… Ég held að ég sé með svona tæki í maganum sem laðar að sér alls konar ævintýri. Hvað ert þú að fara að gera í Bifröst? -Ég er sko að fara að hitta fuuuullllt af skemmtilegum krökkum. Ég er svooo spennt, alveg út í geim og alla leið í kringum tunglið og heim aftur svo mikið er ég spennt! Verða einhverjir fleiri með þér en Ingólfur Gaukur? -Jebbs, mamma og pabbi en ég skil ekkert í að mamma skuli vera að leggjast í svona ferðalag í þessu brjálaða veðri því hún er hundlasin sko. Pabbi þurfti að vinna hérna á Króknum og systurnar Pippa og Bidda vildu koma með líka og þá þurftum við auðvitað að taka Hansínu og Jensínu með því ekki getum við skilið þær eftir heima. Ég veit ekki hverju þær gætu nú tekið uppá ef engin er að passa þær. Mér skilst að þú sért rusla- drusla, er það rétt? -Nööötsjj, hver var að segja það? Varstu nokkuð að tala við hann Ingólf Gauk??? Hvað finnst vini þínum honum Ingólfi Gauki um það? -Bíddu nú hæg, ég þarf aðeins að ræða betur við besta vin minn hann Ingólf Gauk núna sko. Getur þú sagt frá einhverju skrýtnu eða spennandi sem gerist í sýningunni? -Úfff, ég veit sko ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu. En þeir sem eru með svona ævintýratæki í maganum, þú veist sem að tosar til sín alls konar ævintýri og hrekki og skrautleg skrímsli og lifandi furðuverur þá getur margt skrýtið og svakalega fyndið gerst. Er eitthvað fleira sem þú vilt segja við áhorfendur? -Blessjú klessjú pressjú dásamlegu krakkar (og sumir fullorðnir sko). Hlakka til að sjá ykkur í Hosiló. Veriði svo ævinlega margsæl og blessuð. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.