Feykir


Feykir - 08.11.2012, Qupperneq 4

Feykir - 08.11.2012, Qupperneq 4
4 Feykir 42/2012 Það sem ekki ætti að vera hægt, gerðist í kjördæminu okkar á yfirstandandi kjörtímabili. Þingmaður sem kosinn var með atkvæðum Vinstri grænna til setu á hinu háa Alþingi Íslendinga segir skilið við þingflokk sinn en fer samt ekki af hinu háa Alþingi svo varamaður hans geti tekið þar sæti, eins og ætla mætti, enda um forföll að ræða þó andleg væru. Þessi ungi þingmaður, nýja vonin sem meðal annars ætlaði að sýna þjóðinni hvernig mætti bæta siðferðið í spilltri pólitík sem var vel á veg kominn með að jarðsetja þjóðina með hruninu. Hann ákveður að stela þingsætinu frá varamanni sínum og flokki, tekur sér svo dágóðan tíma í að gæla við eigin hugarheim, en vaknar svo upp í því hugarástandi að hann er framsóknarmaður, gengur í þingflokk Framsóknar. Enda er ekkert í siðareglum flokksins sem segir að það þurfi að fara í gegnum framboð og kosningar til að geta orðið þingmaður Framsóknarflokksins. Það eitt að vera siðblindur og að hafa svikið kjósendur sína virðist vera þokkalega gott veganesti til þess að gerast þingmaður í þeim flokki, flokki sem er í andstöðu við þá sem kusu þingmanninn. Og ekki stóð á fögnuði formanns Framsóknarflokksins við móttöku á þessum henti- fánaþingmanni. Eftir á að hyggja kemur upp í hugann, Siðlaus pólitík orðatiltækið „þar hitti andskot- inn ömmu sína“. Og kem ég að því síðar. Flokkurinn lekur í báða enda Varla hafði fagnaðarlátunum linnt í flokki framsóknar vegna komu Ásmundar inn í flokkinn aftan frá, þegar hentifána- þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson segir skilið við þingflokkinn og gengur þar út um hinn endann. Og enn er siðblindan söm við sig, hann stelur þingsætinu frá vara- manni sínum og kemur sér fyrir til hliðar og fer að föndra við nýjan flokk. Það er þá allavega þriðji flokkurinn sem hann bíður sig fram til starfa fyrir á jafn mörgum kjörtíma- bilum. Er það þetta sem kjósendur þurfa mest á að halda núna, að láta hafa sig að fífli í hvert skipti sem kosið er? Þessi annars ágæti tón- listarmaður virðist líta á störf Alþingis sem dansleik og í hvert skipti sem dansinn dvínar í kringum hann þá er bara spilað nýtt lag. Ég minnist þess ekki að forsvarsmenn Framsóknar í kjördæminu hafi gert háværar kröfur um að varamaður tæki sæti Guðmundar, hvað segir það kjósendum? Guðmundur gengur í Fram- sóknarflokkinn eftir stutta dvöl í Samfylkingunni og býður sig fram í ákveðið sæti í Norð- vesturkjördæmi. Fannst virkilega öllum það eðlilegt og réttlátt gagnvart öðrum mögulegum frambjóð- endum innan flokksins – sem höfðu starfað þar lengi og stefnt að frama og framboði sem gæti gefið af sér þingsæti – að þingmaður frá öðrum flokki er tekinn fram yfir allt og alla og farsælir flokksmenn eiga bara að bíða í fjögur ár ef röðin skyldi koma að þeim þá? Hver er reynsla Framsókn- arflokksins af þessum skyndi- kynnum. Getur verið að Framsóknarmenn í Norð- vesturkjördæmi hafi ennþá ekkert lært af reynslunni og ætli ekki bara að halda sínu eigin fólki frá mögulegu þingsæti, ekki bara í fjögur ár heldur í átta ár, að undan- skildum þeim ágæta manni Gunnari Braga? Þingmannaþvætti Á kjördæmisþinginu ákvað bóndinn í Bakkakoti að bakka frá fyrri ákvörðun sinni um að bjóða sig fram í 2. sæti listans. Þegar ég heyrði þetta í útvarps- fréttum þá fannst mér mikil skynsemi í þessu, vegna þess að í öðru sætinu á að vera kona, úr því að karlmaður skipar fyrsta sætið, svo kæmi karlmaður í 3. sæti og kona aftur í það fjórða. En í ljós kom hversu grátlega grunnt skynsemin risti að þessu sinni með eftirgjöf á 2. sætinu. Það reyndist vera gert til að koma í veg fyrir að tveir karlar færu að keppa innbyrðis. Með öðrum orðum þá er hann að búa til rými fyrir Ásmund sem er á sambærilegu flokka- flandri og Guðmundur Stein- grímsson. Er það þá svo, að Fram- sóknarfélög kjördæmisins séu svo illa geld að þau hafi bók- staflega ekkert fólk frá sjálfum sér til að fylla í tvö þingsæti að óbreyttu? Ef það eru hugmyndir þeirra sem fara með fram- boðsmál fyrir flokkinn vegna AÐSENT OPIÐ BRÉF TIL FRAMSÓKNARMANNA Í NORÐVESTURKJÖRDÆMI Sérfræðikomur í nóvember og desember FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Haraldur Hauksson, alm. /æðaskurðlæknir – 19. og 20. nóvember Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir – 19. til 21. nóvember Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir – 22. og 23. nóvember Sigurður Albertsson, skurðlæknir – 3. til 5. desember Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is komandi kosninga, að stunda þingmannaþvætti annað kjör- tímabilið í röð. Þá er flokkurinn að viðhalda siðlausri pólitík og bjóða uppgjafarþingmenn ann- arra flokka – með stolið þing- sæti – velkomna til starfa fyrir Framsóknarflokkinn hvenær sem er á kjörtímabilinu og að auki geta þeir valið sér sæti á næsta framboðslista á meðan dyggir flokksmenn til margra ára bíða. Ef það verða þá nokkrir eftir í flokknum. Formaðurinn í eigin kreppu Það er bara mannlegt að fá heimskulega hugmynd, enda þarf svo sem enginn að að vita af því. En ef hugmyndin verður framkvæmd þá vita það allir. Það er í þessu samhengi sem ég nefndi orðatiltækið hér að framan. Þeir félagar Ásmundur og Sigmundur eiga það nefnilega sameiginlegt að vaða á skítugum skónum yfir þá sem fyrir eru í Framsóknarflokknum í þeim tilgangi að tryggja sem best eigin hagsmuni. Þó Sigmundur Davíð eigi engan þátt í þeim mörgu samstarfsárum Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn þá er eins og að sýkillinn hafi verið búin að grafa um sig í formanns- sætinu ef marka má for- gangsröðina. Því oftar en ekki á þeim árum voru hagsmunir þingmanna númer eitt, svo komu hagsmunir flokksins númer tvö og loks hagsmunir þjóðarinnar númer þrjú. Formaðurinn bíður sig fram í 1. sæti í Norðaustukjördæmi þar sem fyrir er þingmaður og gott formannsefni. Mér datt nú fyrst í hug að Sigmundur Davíð ætti sér leyndan draum um að láta sitja með sig. Varla eru það þessi vinnu- brögð sem kallað er eftir þegar talað er um að auka þurfi virðingu Alþingis. Hvað ætli að sé virðing Alþingis, er kannski verið að tala um að mála þingsalinn í virðulegum lit, eða jafnvel að fá þingmenn til að hætta að mála alltaf skrattann á vegginn? Virðing Alþingis er fram- ganga þingmanna í orðum og athöfnum jafnt innan þings sem utan. Ég legg til að Sigmundur Davíð dragi framboð sitt til baka í Norðausturkjördæmi gegn því að Höskuldur skipti við hann um sæti og leyfi honum að sitja í sætinu sínu í þingsalnum út kjörtímabilið. Á kjördæmisþinginu talaði Sigmundur Davíð um mikil- vægi landbúnaðar í nútíð og framtíð, enda viðeigandi og vænlegt umtalsefni á dreif- býlisfundi þar sem margir bændur hafa verið meðal fundarmanna. Það er ekki ólíklegt að einhver bændanna sem er lítt hrifin af framboði formannsins að sunnan, hafi rifjað það upp í huganum hver sé lögboðin skylda bænda, þegar sauður fer yfir varnarlínur í leit að grænna grasi hinu- megin. Að lokum þetta Kjósandi! Hvers virði er kosn- ingarétturinn þegar þingmað- urinn sem þú kýst getur skipt um flokk eftir kosningar og stolið þingsætinu með sér til starfa fyrir andstæðinga þína? Verður þú misnotaður á komandi kjördag? Svavar Garðarsson frá Hríshóli í Reykhólasveit. Íslenskur ríkisborgari með ónýtan kosningarétt. Landnámsmenn Ingimundar gamla Tvísöngur og kvæðalagahefð Námskeið í kveðskap og söng verður haldið í gömlu kirkjunni á Blönduósi laugardaginn 17. nóvember og eru enn laus pláss. Söngelskir Skagfirðingar jafnt sem Húnvetningar eru hvattir til að nýta sér þetta námskeið. Það er félagið Landnáms- menn Ingimundar gamla sem stendur fyrir námskeiðinu en þar læra þátttakendur að kveða og syngja kvæða- og tvísöngsslög sem tengjast Vatnsdalnum og Húnavatns- sýslum og fjallað verður um þessa sönghefð sem var mjög sterk í þessum landshluta. Kennari er Bára Grímsdóttir frá Grímstungu í Vatnsdal en skráning fer fram hjá Jóni Gíslasyni í síma 452 4077 og á netfangið info@vatnsdalur.is. Skráningafrestur er til og með 12. nóvember. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.