Feykir


Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 08.11.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 5 Kolbrún og Halldór eru matgæðingar vikunnar Grillmenningin í hávegum höfð BLS. 11 Björn Jóhann Björnsson segir frá blaðamanna- ferlinum og tilurð Skagfirskra skemmtisagna Skemmtileg vinna og mikið hlegið Hilmar Þór Kárason heldur með Arsenal í enska Illa farið með peninginn Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 42 TBL 8. nóvember 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN Aðstaða netaverkstæðisins mun batna til muna með hinu nýja húsnæði. Enn rísa byggingar á höfninni Hafnarsvæðið á Sauðárkróki eflist Á þriðjudag hófst vinna við að reisa nýtt húsnæði Ísfells á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki en þar mun Ísnet, netaverkstæði fyrirtækisins, hafa aðstöðu í framtíðinni. Að sögn Rúnars Kristjánssonar rekstrarstjóra Ísnets mun verkstæðið, sem bæði verður neta- og víraverkstæði, verða mjög vel útbúið og má búast við meiri og öflugri starfsemi í framtíðinni. Hjá Ísnet starfa nú tveir menn en aðstaða verður fyrir 5-6 manns í nýja húsnæðinu sem verður um 580 fermetrar að stærð. Rúnar segir að lengi hafi verið stefnt að byggingu húss- ins og er áætlað að flutt verði inn í það í mars á næsta ári. /PF Núna á föstudaginn verða sérfræðingar allan daginn í Græjubúð Tengils sem veita ókeypis ráðgjöf um hvernig þú getur lýst upp skammdegið. Við erum með frábært úrval af útiljósum og sérfræðingarnir vaða í hugmyndum varðandi lýsingu utanhúss. Að sjálfsögðu verður afmælisterta á staðnum! í Tengli föstudaginn 9. nóvember 30 milljóna tap HS Hollvinir senda Guðbjarti bréf Hollvinum Heilbrigðisstofnunarinnar þykir ganga hægt að fá viðbrögð frá Velferðarráðuneytinu og Velferðar- ráðherra við fyrirspurnum um þær knöppu fjárveitingar sem Heilbrigðis- stofnuninni eru ætlaðar árið 2013. Samkvæmt skýrslu Capacent frá sept. 2012 ber HS verulega skarðan hlut frá borði miðað við sambærilegar stofnanir. Skýrsluna er hægt að skoða á heimasíðu sveitarfélagsins. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra var á Sauðárkróki í gær og fékk í hendurnar bréf frá Hollvinum sem þar sem áhyggjur þeirra út af stöðunni er lýst. Í bréfinu stendur eftirfarandi: „Hollvinir Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki (HS) lýsa áhyggjum sínum yfir rekstri og rekstrarhorfum HS, ef ekki kemur til leiðrétting á fjárveitingum. Fyrir liggur að verulega skert þjónusta verður frá áramótum (eftir 55 daga). Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra HS er nú þegar 30 milljóna tap á rekstri þessa árs. Við förum fram á „Samfélagslegt réttlæti“ en samkvæmt skýrslum Capacent, nú síðast frá september 2012, berum við verulega skarðan hlut frá borði. Er þá sama hvort litið er til heilsugæslu, sjúkra- eða hjúkrunar- rýma.“ /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.