Feykir


Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 2

Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 03/2013 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Samfylkingin leitar að leiðtoga Feykir á flakki Hundrað ára Húnvetningur Formannskjör stendur sem hæst Sendur á Blönduós Hrókur alls fagnaðar Góður rekstur Ístex á Blönduósi Hagnaðist um 77 milljónir króna Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hf. skilaði 77 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 60 milljónir árið 2011. Velgengnina má rekja til góðs árangurs sem náðst á erlendum mörkuðum, en einnig var vöxtur á innanlandsmarkaði, þó mun minni. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrr í mánuðinum. Á vefsíðu Landssambands Sauðfjárbænda kemur fram að tekjur félagsins í heild jukust um rúm 10% á milli ára. Skuldir lækkuðu jafnframt um 74 milljónir króna, bæði vegna niðurgreiðslu í ljósi góðrar afkomu og leiðréttinga lána. Heildarskuldir hafa lækkað um nær 180 milljónir króna á síðustu árum. Samþykkt var á fundinum að greiða 20% arð á hlutafé eins og sl. tvö ár. Arðgreiðslan miðast við heildarhlutafé og nemur 11,9 milljónum í heild. Landssamtök sauðfjárbænda eiga 15,5% hluti í Ístex. /BÞ LEIÐARI Er perri í nágrenninu? Miklar umræður hafa verið í fréttum og fréttatengdum þáttum undanfarið um barnaníðinga og afbrot þeirra og margir komið fram sem telja að á sér hafi verið brotið á einhvern hátt. Hið jákvæða við umfjöllunina er að gerendur eru stoppaðir og fórnarlömb fá uppreisn æru, eða í það minnsta ná að einhverjum hluta að taka til í löskuðum tilfinningum. Hitt er svo annað mál að búið er að fjölmiðlavæða vandamálið og markaðssetja óttann að einhverju leyti og þarft að velta því fyrir sér hvort ekki sé nóg komið. Ekki má þjóðfélagið ganga út á það að foreldrar þori ekki að senda barnið sitt í einhverja tómstundaiðju af ótta við að eitthvað geti hugsanlega gerst af því að stjórnandinn er miðaldra karlmaður. Eins getur verið hættulegt að gefa í skyn, hvort sem er milli manna eða á samfélagsmiðlum, að perri eða barnaníðingur búi í nágrenninu án þess að haldbær rök búi þar að baki. Erfitt getur reynst að snúa ofan af slíkum ásökunum reynist þær rangar. Séu þær hinsvegar réttar á ekki að hika við að ræða við fagaðila eða lögreglu og málið þá komið í réttar hendur. Börnin okkar þurfa að fá faglega umræðu um þessi mál svo þau geti betur gert sér í hugarlund hvað ber að varast og hvernig skuli bregðast við ef raunveruleg hætta er á ferðum. Þau mega ekki óttast það að miðaldra karlmaður heilsi þeim úti á götu og spyrji hverra manna þau séu. Páll Friðriksson, ritstjóri Stjórnskipulag og skipurit Húnaþings vestra Róttækar breytingar Miklar breytingar eru í vændum á stjórnskipulagi og skipuriti Húnaþings vestra en sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum á dögunum að ráðist verði í breytingar í samræmi við tillögur starfshóps um samþykktir og stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags Bæjarhrepps og Húnaþings vestra og samantekt og tillögur KPMG. Meðal aðgerða sem lagt er til að ráðist verður í er að menningar- og tómstundaráð verði lagt niður en menningarmál verði hjá byggðarráði og íþrótta- og tómstundamál verði hjá fræðsluráði. Þá er einnig hugmynd um að þjónustusviðin verði tvö, annarsvegar Fjölskyldusvið og hins vegar Framkvæmda- og umhverfis- svið. Stoðsvið verði eitt, Fjármála- og stjórnsýslusvið. Einnig er áætlað að hlutverk þjónustumiðstöðvar (áhalda- húss) og eignasjóðs verði samþætt og einn rekstrarstjóri verði yfir báðum verkefnum og að hafnarvarsla færist undir verksvið þjónustumiðstöðv- arinnar. Lagt er til að nýtt stjórnskipulag og skipurit taki gildi þann 1. apríl 2013. /BÞ Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylking- arinnar hófst sl. föstudag og stendur til mánudagsins 28. janúar. Kosið er með rafrænum hætti á heimasíðu Samfylkingarinnar en einnig var hægt að fá atkvæðaseðil sendan í bréfpósti á lögheimili en slík beiðni þurfti að berast fyrir síðasta mánudag. Sem kunnugt er bítast þeir um formannssætið Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson og hafa þeir fundað um allt land síðustu vikurnar. Seinnipart þriðjudags höfðu rúmlega 2300 flokksfélagar greitt atkvæði rafrænt í formannskjörinu, samkvæmt heimasíðu flokksins, og tæplega 450 flokksfélagar óskuðu eftir því að fá atkvæðaseðil sendan í pósti. Póstleggja þarf atkvæðaseðlana í síðasta lagi mánudaginn 28. janúar. Þetta mun vera stærsta rafræna kosning sem fram hefur farið á vegum stjórnmálaflokks hér á landi. /PF Ófremdarástand á þjóðvegum norðanlands Óvenjulegar vetrarblæðingar Svona var ástandið á hjólbörðum margra bifreiða er fóru um þjóðvegi norðanlands. Mynd: Vegagerðin.is Vegagerðin hefur beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem vetrarblæðingar hafa valdið vegfarendum undanfarið en unnið er að hreinsun á vegum þar sem tjörukögglar hafa dreifst og mun halda því áfram næstu daga haldi þetta ástand áfram. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er erfiðara að eiga við þá kafla þar sem blæðingarnar eru upprunnar. Tilraun verður gerð með að dreifa steinefni í valda kafla í næstu þýðu til að stemma stigu við frekari blæðingum. Vetrarblæðingar hafa verið óvenju miklar að undanförnu en mest hefur verið um blæðingar í Húnavatnssýslum vestan við Blönduós en tjörukögglar hafa dreifst víða um vegakerfið á Vestur- og Norðurlandi. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að ekki er nákvæmlega vitað af hverju þær verða en þar segir að líklega sé um að ræða samspil tíðarfarsins, þess að það skiptist á þýða og frost, og þess að hálkuvarnir, sand- og saltnotkun hefur verið mikil síðustu vikur. Vatn kemst niður í klæðinguna en ekki lengra þar sem frost er undir, þá geta nagladekk og íblöndunarefni í klæðingunni spilað inn í þetta ferli. Lífolía var notuð á þeim köflum þar sem mestu blæðingarnar eru. Vetrarblæðingar, í mun minna mæli, hafa þekkst síðan 1995, þegar notuð voru önnur íblöndunarefni. Vegagerðin hvetur ökumenn til þess að gæta varúðar, sérstaklega þegar bílar mætast á þessum svæðum. Mikilvægt er að draga úr hraða þegar bílar Síðasti Feykir var nokkuð seinn á ferðinni í Húnaþingi vestra og barst áskrifendum ekki á réttum tíma. Samkvæmt útskýringum frá Póstinum voru blöðin missend til Blönduóss á föstudag og því barst Feykir ekki á Hvammstanga fyrr en á mánudag. Beðist er velvirðingar á þessum töfum. Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann varð hundrað ára þann 20. janúar, og fagnaði því í hópi ættingja og vina á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Á Mbl.is kemur fram að þar hafi hún verið hrókur alls fagnaðar, lék við hvern sinn fingur, tók duglega undir í fjöldasöng og kvað meira að segja stemmu með Sigurði Sigurðarsyni dýra- lækni. Ingibjörg er afkomandi Bólu-Hjálmars í fjórða lið. Foreldrar hennar voru Hjálmar Lárusson smiður og myndskeri á Blönduósi (f. 1868, d. 1927) og Anna Halldóra Bjarnadóttir (f. 1888, d. 1964). Systkini hennar voru Sigríður, Jón, Ríkharður, Margrét, Kjartan og Hjálmar Jón. Sumarið 1938 giftist Ingibjörg Guðmundi Jónassyni Berg-mann trésmíðameistara og bónda (f. 1909, d. 1987). Þau bjuggu á Stóru-Giljá og Öxl. Þau voru barnlaus en ólu upp tvö fósturbörn. Ingibjörg Bergmann býr nú í Hnitbjörgum, íbúðum aldr- aðra á Blönduósi, og er sögð við góða heilsu. Sjá nánar á vefsíðunni Langlífi. /BÞ mætast. Þá verða sett upp sérstök varúðarskilti vegna tjörublæð- inganna og einnig skilti þar sem varað er við steinkasti eða tjörukögglum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.