Feykir


Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 9

Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 9
03/2013 Feykir 9 Um fimmtíu konur úr Skagafirði fæddu á FSA á síðasta ári Þrátt fyrir að fæðingarþjónusta á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki hafi lagst af í niðurskurði síðustu ára voru tvær fæðingar í desember og ein í lok nóvember á síðasta ári vegna þess að ekki gafst tími til að flytja mæðurnar annað. Anna María Oddsdóttir ljósmóðir á Sauðárkróki segir að 50 konur úr Skagafirði hafi fætt á FSA á síðasta ári og tvær hafa fætt á LSH síðan um miðjan sept. Hún segir mikilvægt að konur á þessu landsvæði hafi aðgang að ljósmóður því vart væri búandi á þessum stað annars að hennar mati. Hún segir það mikilvægt að missa ekki sjónar af því sem skiptir mestu máli og er það öryggi kvenna hér á þessum stað og jafnframt réttur þeirra til heilbrigðisþjónustu. -Ljóst er að í gegnum tíðina hefur smátt og smátt dregið úr þjónustunni og hætta á því að smá saman verði kroppað meira og meira af henni, segir Anna María. -Það er rétt að töluvert hefur dregið úr þjónustu á Heilbrigðisstofnuninni Sauðár- króki undafarin ár. Stofnuninni hefur verið gert að draga saman starfsemina um nálægt 30% á undangengnum árum. Ég fullyrði það að engri annarri heilbrigðisstofnun hefur verið gert að sæta slíkum afarkostum og hremmingum sem við höfum mátt þola á HS, segir Hafsteinn Sæmundsson fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar. Hann segir að aðrar stofnanir sem hafa þurft að sæta miklum niðurskurði hafa á móti fengið tækifæri til hagræðingar svo sem í bættum og breyttum vegasamgöngum og fleiri möguleikum til að draga saman seglin án þess að minnka með sama hætti þjónustuna. Ljósmóðir sem er starfandi hjá HS sinnir mæðravernd og svarar hún síma til kl. 20:00 virka daga en ekki um helgar frá apríl 2013. Þá verður verðandi mæðrum vísað á vaktsíma ljósmæðra FSA. -Við erum með vakt læknis allan sólarhringinn og veitir hann þjónustu ásamt sjúkradeild ef þess er ekki kostur að komast á FSA. Rétt er að það komi fram að eftir að skurðlæknar hættu fastri búsetu á Sauðárkróki hefur ekki verið talið á það hættandi að taka á móti börnum hjá frumbyrjum en þeim hefur verið vísað á fæðingadeildir þar sem sérfræðingar í fæðingahjálp hafa starfað. Frá þeim tíma hafa fæðingar á HS aðeins verið um þriðjungur af öllum fæðingum skagfirskra kvenna, segir Hafsteinn. Sparnaður 25 millj. kr. á ári Rekstrarkostnaður við mæðra-skoðun og ungbarnavernd á HS er áætlaður um 15 millj. kr. á árinu Á mörkum þess að vera ásættanleg þjónusta Tónleikar Kolbrúnar Erlu og Dönu Ýrar Frænkurnar Kolbrún Erla Grétarsdóttir á Úlfsstöðum og systurdóttir hennar Dana Ýr Antonsdóttir buðu til notalegra tónleika á Löngumýri miðvikudaginn 16. janúar sl. Að sögn Gunnar Rögnvaldssonar forstöðumanns Löngumýrar sannaðist þetta kvöld enn og aftur hve tónlistin skipar stóran sess í okkar daglega lífi og hvernig hún mótar uppeldi þeirra sem njóta hennar frá æsku. Kolbrún Erla og Dana Ýr eru báðar aldar upp við söng, hljóðfæraleik og fjölbreytta tónlistarflóru. Dana sem aðeins er rúmlega tvítug lék og söng nokkur frumsamin lög við eigin texta samda á þremur mismunandi tungumálum og gerði það af mikilli einlægni. Naut hún aðstoðar Kollu frænku sinnar í sumum, en einnig sungu þær nokkur þekkt lög saman, íslensk og erlend. „Var flutningur þeirra á lagi Böðvars Guðmundssonar „Í Fjörðum“ undur fallegur og sama má segja um glæsilega túlkun Kolbrúnar á sænska laginu „Gabriellas sang“ sem er úr kvikmyndinni „Sem á himnum“,“ segir Gunnar um frammistöðu þeirra frænkna. Auk gítarspils Dönu nutu þær stöllur aðstoðar Stefáns Gíslasonar við undirleik og sat hann við píanóið ásamt því að grípa í harmonikkuna. Lokalagið segir Gunnar að hafi verið sér á parti, en þá bættust dætur Kolbrúnar, þær Sylvía fjórtán ára og Halldóra tíu ára í hópinn og sungu þær allar fjórar lag Bergþóru Árnadóttur við bráðfallegan texta hennar: „Einu sinni þú“. „Á eftir sátu gestir um stund yfir kaffi og konfekti og dáðust að þessu frumkvæði sem lífgaði upp annars venjulegt miðvikudagskvöld og héldu síðan glaðir í sálu og sinni heim. Takk fyrir!“ segir Gunnar í lokin. /BÞ Kvöldtónar á Löngumýri UMSJÓN PáLL FRIÐRIKSSON Landsmenn fengu fyrir skömmu að lesa hér í Feyki um lífsreynslu foreldra frá Sauðárkróki sem eignuðust barn á bílaplani KS í Varmahlíð í hörku frosti að kvöldi 27. desember sl. Vaknaði á ný hjá mörgum sú spurning hvort það sé ásættanlegt að fólk þurfi að fara um langan veg til að koma nýjum þegnum þessa lands í heiminn og eiga það jafnvel á hættu að gera það úti á þjóðvegum landsins. 2013. Sparnaður vegna lokunar fæðingadeildarinnar nemur um 25 millj. kr. á ári og þar af er launakostnaður áætlaður um 20 millj. kr. en Hafsteinn gerir ráð fyrir að beinn sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið sé ekki fjærri þeirri tölu en að sama skapi fellur til verulegur auka- kostnaður á verðandi mæður og fjölskyldur þeirra. Það hefur komið til tals að einhverskonar sjúkrahótel eða önnur aðstaða fyrir fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu verði komið upp á Akureyri og telur Hafsteinn það nauðsynlega framkvæmd. -Við, forstöðumenn heilbrigðis-stofnana á svæðinu, sem sitjum í samráðsnefnd h e i l b r i g ð i s - u m d æ m i s Norðurlands höfum bent á nauðsyn þess að koma upp viðunandi aðstöðu fyrir konur sem bíða fæðingar og aðstandendur þeirra á Akureyri. Það mál er vonandi að komast á einhvern rekspöl og nauðsynlegt er að fylgja því betur eftir. Of langt gengið í niður- skurði Að mati Ástu B. Pálmadóttur sveitarstjóra í Skagafirði er fæðingarþjónusta í Skagafirði ekki ásættanleg eða a.m.k. á mörkum þess að vera það. Röksemdir hafa heyrst um það að lítið umfang þjónustu geti bitnað á gæðum þjónustunnar og segir Ásta það vissulega geta verið rétt í einhverjum tilfellum. -Á móti koma röksemdir sem mér finnst ekki eiga síður við og sem lúta að öryggissjónarmiðum mæðra og barna þeirra þegar barnshafandi konur þurfa að ferðast langar leiðir, um fjallvegi og í afar misjöfnum veðrum, til að njóta fæðingarþjónustu, segir Ásta. Önnur umræða þessu tengd og sem Átu finnst of lítið fara fyrir er um búsetumál fjölskyldna sem bíða jafnvel vikum saman eftir nýjum fjölskyldumeðlim og búa við mikinn aukakostnað og tekju- tap sem hlýst af tilflutningi þjónustunnar. -Ég vona að ráðamenn heilbrigðismála hér á landi muni í framtíðinni ekki festast í klisjum um lágmarksfjölda íbúa á upptökusvæði heilbrigðis- stofnana en horfi þess í stað raunsæjum augum á það að við búum í strjálbýlu landi sem oft er erfitt yfirferðar og þar sem allra veðra er von. Menn tala oft um nauðsyn þess að standa vörð um grunnþjónustuna í landinu og beina þá orðum sínum gjarnan í kjölfarið að velferðarkerfinu. Að mínu mati hefur verið gengið of langt í niðurskurði á Heilbrigðis- stofnuninni Sauðárkróki og stofnunin hefur ekki notið fjárveitinga frá ríkisvaldinu í takt við það sem þekkist annars staðar á landinu. Þetta hefur m.a. verið sannreynt af sérfræðingum Capacent og stendur upp á ráðamenn að útskýra af hverju svo sé, segir Ásta. Mikið álag á starfsfólk -Ég veit að álagið á starfsfólk stofnunarinnar hefur verið gríðarlegt enda hefur niðurskurður á fjárveitingum til hennar valdið því að það hefur þurft að segja upp fjölda starfsmanna á liðnum árum. Ég vona svo sannarlega að við séum komin yfir versta hjallann og sjáum í fjárlögum komandi ára leiðréttingu á því óréttlæti sem Heilbrigðisstofnunin hefur mátt sæta auk skilnings á því að hér þarf raunverulega ákveðin grunnþjónusta að vera til staðar, segir Ásta að lokum. Frá afhendingu kvenfélagskvenna á nýburahúfum í lok árs 2009.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.