Feykir


Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 3

Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 3
03/2013 Feykir 3 Dimma og Sólstafir á Mælifelli Ég fór á tónleika sl. föstu- dagskvöld og naut þar tónlistar tveggja frábærra rokkhljómsveita, Sólstafa og Dimmu. Tónleikarnir voru að mínu mati dúndurgóðir og hittu mig nákvæmlega eins og ég hafði væntingar til, ég sóttist eftir kraftinum „powerinu“, rokki í sálina og hressandi upplifunin var sannkölluð vítamínsprauta í vetrardrunganum. Ég hafði ekki hlustað á Sólstafi áður en hafði séð og heyrt Dimmu á tónlistarhátíðinni Gærunni í ágúst sl., þar náði þungarokkið mér. Ég sem hafði aldrei lagt mig eftir að hlusta á rokk í þyngri kantinum „fílaði“ þetta alveg í tætlur og splúnkuný upplifunin bætti einhverju við mig, það var því ekki spurning fyrir mig að mæta á þessa tónleika. Ég ætla ekki að fara út í lýsingar á flutningi hljóm- sveitanna, er svo nýlega orðin þungarokkaðdáandi að ég get ekki tjáð mig gáfulega þar um, en þeir skemmtu mér, strák- arnir, bæði sjónrænt og hljóð- rænt. Sjálfri finnst mér nánast súrrealískt, að fá nú, orðin hálffimmtug, áhuga á þessari tónlist en GÆRUNNI get ég þakkað fyrir það. Í dag hlusta ég mest á nýja diskinn með Dimmu sem ég auðvitað keypti, næst á dagskrá er að ná í disk með Sólstöfum. Ég tek undir orð Andreu Jónsdóttur á Rás2 sem sagði: -lög Dimmu á Myrkraverkplötunni bæði vel samin og útsett og allur hljóð- færaleikur góður en gítar- leikurinn einstaklega glæsi- legur. Þar fyrir utan er sveitin frábær á sviði. Það var hressandi að fá þessar tvær hljómsveitir hingað á Krókinn og eiga rekstraraðilar Mælifells hrós skilið fyrir. Strákunum í hljómsveitunum þakka ég upplifunina. /Þuríður Harpa Sigurðardóttir Sjálfstæðismenn í NV-kjördæmiFrá lesanda Einar leiðir listann í NV-kjördæmi Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í Borgarnesi um helgina var framboðslisti fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 27. apríl samþykktur. Raðað var í fjögur efstu sætin með kosningu sem fram fór í nóvember. Í efstu sætunum eru: Einar Kristinn Guðfinnsson, 57 ára alþingismaður, Bolungarvík. Haraldur Benediktsson, 46 ára bóndi, Akranesi. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, 46 ára viðskiptafræðingur, Tálknarfirði. Sigurður Örn Ágústsson, 42 ára forstjóri, Blönduósi. Sara Katrín Stefánsdóttir, 27 ára geislafræðingur, Skagafirði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, 25 ára lögfræðingur, Akranesi. Rósa Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, 30 ára Grundarfirði. Heiða Dís Fjeldsted, tamningarmaður og reiðkennari, 33 ára Borgarnesi. Berglind Guðmundsdóttir, tanntæknir, 39 ára Hvammstanga. Díana Ósk Heiðarsdóttir, verslunarstjóri, 42 ára Búðardal. Gunnar Atli Gunnarsson, lögfræðinemi, 24 ára Ísafirði. Guðmundur Kjartansson, 57 ára viðskipta-og hagfræðingur, Reykholti. /BÞ Vaxtarsamningur Norðurlands vestra óskar eftir umsóknum um styrki Umsóknarfrestur er til kl. 17:00, föstud. 1. mars 2013 Sækja skal um með rafrænum hætti á eyðublöðum sem fást á vefsíðunni: http://www.ssnv.is Á vefsíðunni liggja frammi úthlutunarreglur og nánari upplýsingar. Einnig er velkomið að hafa samband með vefpósti á netfangið: kata@ssnv.is eða hringja í Katrínu Maríu í síma 455 6119. Áherslur Vaxtarsamnings Norðurlands vestra 2011 – 2013 lúta einkum að uppbyggingu samstarfs og framgangi rannsókna og vöruþróunar á eftirfarandi sviðum: • Ferðaþjónustu og menningartengdum verkefnum. • Auðlindalíftækni og uppbyggingu þekkingarsetra. • Matvælum • Sameiginlegum verkefnum sem unnin eru með öðrum vaxtarsamningum í landinu og/eða verkefnum innan þeirra. Að auki er horft sérstaklega til verkefna sem: • Vel eru til þess fallin að stuðla að fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur og ungt fólk á svæðinu. • Stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar á Norðurlandi vestra. • Stuðla að virðisaukningu á sviði matvælaframleiðslu. Verkefnin sem styrkt verða þurfa að fela í sér eflingu starfsemi viðkomandi aðila og vera til þess fallin að fjölga störfum á Norðurlandi vestra og/eða auka þekkingu innan svæðisins. Verkefnin skulu unnin í samstarfi þriggja eða fleiri aðila. Skilgreina skal hlutverk og framlag hvers samstarfsaðila. Markmið, framtíðarsýn, framvinda og árangursmat verkefnanna skal vera vel skilgreint. Reikningshald vegna verkefnisins þarf að vera aðskilið öðrum rekstri umsækjenda. Stuðningur við verkefnið getur verið allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði þess. Gerður er sérstakur verksamningur um framkvæmd verkefna sem hljóta stuðning, þar er nánar kveðið á um framvindu, greiðslur og tímasetningar. Ekki er heimilt að veita styrki til fjárfestinga í fyrirtækjum eða til reksturs fyrirtækja eða opinberra stofnana, auk þess sem stofnkostnaður er ekki styrkhæfur. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel úthlutunarreglur og önnur gögn varðandi samninginn. Umsóknin og fylgiskjöl hennar skulu vera á íslensku. Sérfræðikomur í febrúar Frá HeilbrigðisstoFnuninni sauðárkróki orri ingþórsson, kvensjúkdómalæknir 7. og 8. febrúar Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir 11. og 12. febrúar sigurður albertsson, alm. skurðlæknir 18. og 19. febrúar bjarki karlsson, bæklunarlæknir 25. til 28. febrúar orri ingþórsson, kvensjúkdómalæknir 28. febr. og 1. mars tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Silli Geirdal, bassaleikari Dimmu og Aðalbjörn Tryggvason gítarleikari og söngvari Sólstafa, Aðalbjörn stökk á sviðið og spilaði með Dimmu. Mynd: Davíð Már Sigurðsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.