Feykir


Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 12

Feykir - 24.01.2013, Blaðsíða 12
[ GALLERÍ FEYKIS ] Horft í gegnum linsuna Marinó H. Þórisson í Varmahlíð Alltaf með myndavélina -Marinó H. Þórisson í Varmahlíð hefur myndavélina með sér hvert sem er þegar hann er á ferðinni og smellir af þegar tækifærið gefst á góðu myndefni. Marinó er nýkominn með Canon EOS 600 myndavél og segir að myndavélin sé hans viðhald en hann hefur alltaf haft gaman af því að taka myndir. Meðfylgjandi myndir voru teknar á stór-Varmahlíðarsvæðinu nú í vetur og sýnir vetrarstemninguna í sinni fallegustu mynd. Ef þú ert með myndir sem þú telur að gæti átt heima á baksíðu Feykis og jafnvel á forsíðunni skaltu ekki hika við að hafa samband á feykir@feykir.is og það er aldrei að vita nema þær verði birtar. /PF Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 03 TBL 24. janúar 2013 33. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Þorramatur í miklu úrvali Harðfiskur 15% afsláttur af öllum harðfiski. Gulrófur................................139,-kr..kg. Haddýar.Soðið.Brauð............189,- Haddýar.flatbrauð.220gr.......159,- Kökuhornið.Rúgbrauð...........198,- Herrafatnaður Í tilefni af bóndadegi 25% afsláttur af herrafatnaði á bóndadag. HeLGartiLBOð Ti lb oð g ild a m eð an b ir gð ir e nd as t Glóðafeykir í desember. Myndin tekin ofan af Vatnsskarði. Riðið út í blíðunni. Páll Dagbjartsson og Gunnar Rögnvaldsson. Varmahlíðarhverfi 20. janúar 2013.Mælifellshnjúkur er 1138 metrar á hæð og er sagt að í björtu veðri sjáist á hnjúkinn úr tíu sýslum. Krakkar á öllum aldri á skautum 27. des. hjá Stóru-Ökrum. Húseyjarkvísl í rólegheitunum og Blönduhlíðin í baksýn. Horft út eftir Eylendinu og Tindastóllin séður frá Grundarstokknum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.