Feykir


Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 3

Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 3
22/2013 Feykir 3 FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags Skagfirðinga fyrir árið 2013 Föstudagur 28. júní kl. 20:00 Glerhallarvík, Grettislaug, “Jónsmessuferð”. Gengið frá Reykjum í Glerhallavík og til baka um Reykjadisk að Grettislaug. Auðveld ganga. Varðeldur í Sandvík ef aðstæður leyfa. Göngu- og útivistartími áætlaður 4 klst. FARARSTJÓRI: Hjalti Pálsson Laugardagur 3. ágúst kl. 9:00 Gönguferð frá Illugastöðum á Laxárdal ytri. Gengið verður suður Laxárdal og að Tröllafossi þar sem skáli FS er. Þaðan verður svo haldið niður Kálfárdal. Ekið á einkabílum að Illugastöðum og frá Kálfárdal heim. U.þ.b. 5 tíma gönguferð. Lítil hækkun. FARARSTJÓRI: Ágúst Guðmundsson Laugardagur 17. ágúst kl. 9:00 Rútuferð upp í Ingólfsskála. Ekið heim um kvöldið. Gönguferð í boði um nágrenni skálans. Dagsferð. FARARSTJÓRI: Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson. Brottför verður frá Faxatorgi og verða ferðirnar auglýstar nánar hverju sinni þar sem fram koma upplýsingar um fargjöld, skráningar og fl. Stjórn FS. áskilur sér rétt til breytinga á ferðum eða fella niður, með tilliti til veðurs og þátttöku. Ferðafélag Skagfirðinga www.ffs.isFasteignasala Sauðárkróks • Suðurgötu 3, Sauðárkróki • Sími 453 5900 & 864 5889 Ágúst Guðmundsson löggiltur fasteignasali • Anna J. Hjartardóttir sölumaður JÖRÐ TIL SÖLU Til sölu er jörðin Garðhús á Langholti Landið er alls 65 ha, þar af ræktað land u.þ.b. 35 ha. Á jörðinni er 136,3 m2 íbúðarhús og 359,2 m2 útihús sem er m.a. innréttað fyrir bílskúr, hesthús og geymslur. Hitaveita er á jörðinni. Sjá þessa eign og aðrar á heimasíðu fasteignasölunnar undir feykir.is Heiðursmaður fallinn frá Sveinn Guðmundsson látinn Sveinn Guðmundsson heiðursborgari á Sauðárkróki lést 29. maí sl. 91 árs að aldri. Hans er einkum minnst fyrir brautryðjendastarf á sviði hrossaræktar í landinu enda má rekja flest af bestu kynbótahrossum landsins til hans ræktunar. Fyrir störf sín að ræktun íslenska hestsins var Sveinn sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu og Lands- samband hestamannafélaga gerði hann að heiðursfélaga fyrir störf hans í þágu íslenska hestsins. Þá var Sveinn formaður hestamannafélagsins Léttfeta í áratugi og gerður að heiðurs- félaga þar eftir að hann lét af störfum. Þá veittu Rótarý- samtökin Sveini viðurkenn- ingu fyrir störf sín í hrossarækt. Árið 1997 var Sveinn gerður að heiðursborgara Sauðárkróks en þar bjó hann alla sína ævi, fæddur 3. ágúst 1922, sonur Guðmundar Sveinssonar og Dýrleifar Árnadóttur. Útför Sveins fer fram frá Sauðárkrókskirkju nk. laugar- dag kl. 14:00. Miklar andstæður í Fljótum Enn mikill snjór Heitasti dagur sumarsins til þessa í Fljótum var 4. júní en þá fór hitinn yfir 20 stig. Myndin sem tekin var 3. júní sýnir hinsvegar þann mikla mun sem er á snjóalögum. Í Vestur Fljótum þar sem myndin er tekin var snjór að mestu leyti horfinn af láglendi og tún að lifna en í Austur Fljótum var gríðar mikil fönn enn og tún að miklu leyti undir snjó enn. Myndin sýnir kaflann frá Hraunum suður að Lamba- nesási, en kindin kippir sér ekki upp við nærveru ljósmyndarans. /Texti og mynd: ÖÞ Fyrsta golfmót sumarsins Ólafshús styrkir Golfklúbbinn Veitingahúsið Ólafshús er einn af aðal styrktaraðilum GSS og í fyrrakvöld var kynnt mótaröð, svokölluð Ólafs- hússmótaröð, sem fram fer á miðvikudögum í sumar. Haldin verða 10 mót og veitir Ólafhús verðlaun fyrir þau öll en jafnframt fyrir besta árangur sumarsins með og án forgjafar. Þá var kynnt nýbreytni í mótaröðinni, svokölluð „besta hola“, þar sem kylfingar geta valið þrjár bestu holurnar á hverjum hring og skráð í sérstakt mót, sem gert verður upp í lok sumars. Fyrsta mótið var haldið í gær og var það jafnframt fyrsta mót GSS í sumar. /UI Sigríður Elín formaður mótanefndar GSS og Kristín í Ólafshúsi kynna Ólafshússmótaröðina. Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2013 Haldin 8. júní Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2013 verður haldin laugardaginn 8. júní nk. í Félags- heimilinu á Hvammstanga. Húsið opnar kl. 20:00 og mun skemmtunin hefjast hálftíma síðar. Söngvara- keppnin er frábær skemmtun í alla staði sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, segir í tilkynningu frá aðstandend- um. Birgir Sævars og hljóm- sveit munu sjá um að trylla lýðinn og halda uppi stuði á ballinu að keppni lokinni. Aldurstakmark er 16 ár, aðgangseyrir 3500 kr. en enginn posi verður við dyrnar. /GSG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.