Feykir


Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 8

Feykir - 06.06.2013, Blaðsíða 8
8 Feykir 22/2013 „Þakklát fyrir að hafa fengið að starfa við mitt hjartans mál“ Við skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar á dögunum var Anna Kristín Jónsdóttir í Mýrakoti leyst út með gjöfum í tilefni þess að hún hefur nú ákveðið að láta af störfum við skólann eftir hátt í 40 ára starf. Segja má að Anna hafi tileinkað tónlistinni alla sína starfsævi. Hún kenndi við skólann frá stofnun Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu. Áður hafði hún starfað við einkakennslu í tvö ár, og kenndi þá á gítar og píanó auk þess að vera stundakennari við Grunnskólann á Hofsósi. En skyldi þessi tónlistaráhugi vera Önnu í blóð borinn? -Tónlistaráhuginn hlýtur að vera eitthvað í blóðinu, segir hún. -Frá því ég man fyrst eftir mér var ég ákveðin í að ég ætlaði að verða tónlistarkona. Ég skyldi fara þangað sem ég þyrfti til að læra á hljóðfæri svo ég gæti kennt öðrum sem hefðu eins mikinn áhuga og ég. Í fyllingu tímans innritaðist ég í kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og Tónskóla þjóð- kirkjunnar, auk þess stundaði ég söngnám hjá einkakennara. Ég var búin að bíða svo lengi að ég tók bara allan pakkann í einu. Ég var í þessu í 5 ár og vann fyrir mér með því að syngja í Dómkirkjukórnum og var líka í launuðum athafna- kór, sem söng aðallega við brúðkaup og jarðarfarir, rifjaði Anna upp, þegar Feykir hafði samband við hana í tilefni starfslokanna. Þegar Anna kom heim úr námi var engin tónlistarkennsla í Skagafirði utan Sauðárkróks. -Það var svo árið 1976 að framsýnt fólk hér í Skagafirði stofnaði Tónlistarskóla Skaga- fjarðarsýslu. Sá skóli þjónaði öllum Skagafirði utan Sauðár- króks. Kennt var á Sólgörðum, Hofsósi, Hólum, Akraskóla, Steinsstöðum, Varmahlíð og Melsgili. Ég var ráðin kennari strax frá upphafi. Í níu ár stundaði ég áframhaldandi nám, meðfram vinnunni, bæði í orgelleik og söng, og sótti þá tíma til Akureyrar. Anna var ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar- Anna Jónsdóttir tónlistarkennari lætur af störfum UMSJÓN kristin@feykir.is sýslu árið 1984 og gegndi því starfi til ársins 1999, en þá var skólinn sameinaður Tónlistar- skóla Sauðárkróks, í kjölfar sameiningar sveitafélaganna, og úr varð Tónlistarskóli Skaga- fjarðar. -Ég hef starfað á Hofsósi og á Sólgörðum óslitið frá árinu 1976 og kennt á hin ýmsu hljóðfæri, svo sem píanó, orgel, harmonikku, blokkflautu, þverflautu, gítar, ukulele, trommur og fleira. Einnig hef ég kennt söng og verið með ýmsa barnakóra og samspils- hópa, bætti Anna við. Auk kennslunnar hefur Anna löngum verið kirkju- organisti, enda var það hennar æðsti draumur og var hún farin að syngja í kirkjukór 11 ára gömul. -Heimkomin úr námi, árið 1974, var ég ráðin organisti við Hofsósskirkju og Hofs- kirkju á Höfðaströnd og ári seinna við Fellskirkju og Barðskirkju. Ég er með allar þessar kirkjur enn í dag, og vona að ég geti haldið því áfram enn um sinn. Frá 1975 – 1977 var ég líka organisti við Hóladómkirkju og Viðvíkur- kirkju, sagði Anna. Efst í huga Önnu við þessi tímamót er þakklæti og vill hún nota tækifærið til að koma því á framfæri: -Að lokum ætla ég að nota tækifærið og þakka öllum mínum nemendum fyrr og nú, já og samfélaginu öllu, innilega fyrir að hafa gefið mér kost á að starfa svo lengi við það, sem var mitt hjartans mál. Og síðast en ekki síst þakka ég Sólgarðaskóla, Foreldrafélaginu á Hofsósi og foreldrum allra minna nemenda, einnig sam- kennurum og öllu samstarfs- fólki, hjartanlega fyrir falleg orð og góðar gjafir í tilefni af þessum tímamótum, sagði Anna að lokum. Við skólaslitin færðu þær Guðrún Þorvaldsdóttir, Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir og Sigríður Jónsdóttir Önnu gjöf fyrir hönd foreldra nemenda hennar á Hofsósi. Einnig voru henni færð blóm og gjafabréf frá samkennurum og sveitarfélaginu Skagafirði. Áður höfðu starfsfólk og nemendur Sólgarðaskóla fært henni blóm og gjafir. Anna með nemendum sínum er forseti Íslands heimsótti Hofsós 2008. Það var söguleg stund á Þingeyrum í Húnaþingi, föstudaginn 31. maí sl., þegar Guðrún Nordal, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar og Steinunn Sigurðardóttir hönnuður afhentu heimamönnum Flateyjarbók til varðveislu og sýningarhalds. Fyrir hönd heimamanna tóku Björn Magnússon, formaður sóknarnefndar Þingeyra- klausturskirkju og Ingi- mundur Sigfússon, eigandi Þingeyra, á móti handrit- inu. Í ár eru liðin 350 ár frá fæðingu Árna Magnússonar handrita- safnara og í tilefni þess gengst Stofnun Árna Magnússonar, í samvinnu við heimamenn, fyrir sýningum á sex stöðum á landinu þar sem komið verður fyrir vönduðum endurgerðum handrita sem tengjast við- komandi svæði ásamt fróðleik um efni þess. Með því er minnt á þá staðreynd að handritin sem söfnuðust til Kaupmanna- hafnar á 17. öld komu hvaðanæva að af landinu og eru vitnisburður um fjölbreyttan menningararf Íslendinga frá fyrri öldum. Nokkrum einstaklingum var boðið að „fóstra“ handritin sem í hlut eiga; sá heimsækir Árnastofnun og handritafræð- ingur kynnir honum handritið, útlit þess, sögu og efnið sem það hefur að geyma. „Fóstran“ fer svo heim í hérað með endur- gerð handritsins og afhendir heimamönnum. Kom Flat- eyjarbók í hlut Steinunnar Sig- urðardóttur fatahönnuðar. Við athöfnina flutti Guðrún Nordal erindi um Flateyjarbók og tilurð hennar, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Lillý Rebekka Steingrímsdóttir léku á þverflautu og Steinunn Sigurðardóttir afhenti handrit- ið. Ingimundur Sigfússon stjórnaði athöfninni og þakk- aði fyrir hönd heimamanna. Að lokum var viðstöddum boðið í kaffi. Flateyjarbók var sett saman að beiðni stórbóndans Jóns Hákonarsonar í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra. Hún er að mestu skrifuð á árunum 1387- 1394, e.t.v. á Þingeyrum, af prestunum Jóni Þórðarsyni og Magnúsi Þórhallssyni sem einnig myndskreytti bókina fagurlega. Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita en við gerð hennar voru notaðar húðir af 113 kálfum. Noregs- konungasögur mynda uppi- stöðu bókarinnar en frásögnin berst víða um Norður- Atlantshaf, allt til Vínlands. Árið 1647 eignaðist Brynjólfur biskup Sveinsson handritið og hann gaf það Friðriki 3. Danakonungi 1656. Handritið kom heim 21. apríl 1971 ásamt Konungsbók eddukvæða en sá viðburður markaði upphaf afhendingar handrita úr dönskum söfnum. Flateyjarbók verður til sýnis í Klausturstofu á Þingeyrum í sumar en þar verður opið alla daga frá kl. 10.00 – 17.00. Ingibergur Guðmundsson Flateyjarbók komin heim FRÁ LESENDUM INGIBERGUR GUÐMUNDSSONN SKRIFAR Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar, Björn Magnússon formaður sóknarnefndar Þingeyraklausturskirkju og Ingimundur Sigfússon, eigandi Þingeyra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.